Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 12

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 12
Millj. hlýtur þessi stefnubreyting aö þýða þaö, aö fjármagni til heilbrigðismála verði í aukum mæli beint til heilsuverndar fremur en til þjónustu sjúkrahúsa. Það eru ýmsar ástæður til þess að ætla að ekki verði allir sáttir við þá niðurstöðu. Gagnrýni á heilbrigðiskerfið sem heyrist frá læknum er yfirleitt í þá átt að sjúkrahús séu vanbúin tækjum og aðstöðu til rannsókna. Þetta er mjög skiljanlegt viðhorf þegar litið er á heilbrigðisþjónustu hérlendis undir sjónarhorni hefðbundinna læknisvísinda. Spurningin snýst hins vegar um það, hvort þetta sjónarhorn þrengi ekki um of sýn okkar á markmið og árangur heilbrigðisþjónustu. Eitt af því sem gengur eins og rauður þráður í gegnum skrif gagnrýnenda heilbrigðisþjónustunnar er ádeila á ríkjandi hugsunarhátt innan læknavísindanna. Skarpa gagnrýni úr þess- ari átt er t.d. að finna í bókinni The Unmasking of Medicine, 1981, eftir lögfræðinginn Ian Kennedy. Kennedy heldur því fram að hin háþróuðu læknavísindi séu á rangri braut. Síaukin tæknivæðing þeirra hafi í för með sér skaðlega sérhæfingu læknisstarfsins. Menntun og þjálfun lækna miðast einkum við meðferð á líkamlegum sjúkdómum, þótt þeir þurfi iðulega að taka á vandamálum sem eiga sér margþættari orsakir. Það er nú almennt viðurkennt að heilbrigði ræðst af samspili líkam- legra, sálrænna og félagslegra þátta, sem oft getur verið erfitt að greina á milli, ekki síst í streitusamfélagi nútímans. Samt sem áður eru læknar enn menntaðir sem sérfræðingar í hinum líkamlega þætti, meira og minna úr samhengi við umhverfi einstaklingsins. Þetta er eitt af því sem gæti staðið í vegi hinnar nýju heilbrigðisstefnu, enda segir Hrafn V. Friðriksson, skóla- yfirlæknir, í viðtali við Þjóðviljann 23. mars 1986: Til þess að þessi nýja stefna komist í framkvæmd þarf að breyta menntun heilbrigðisstéttanna. það þarf að mennta fólk í forvörnum og leggja áhersluna á heilbrígðið en ekki sjúk- dóma og sjúklinga. Petta er að breytast ísumum löndum, t.d. í einum skóla í ísrael þar sem byrjað er á því að skilgreina þau vandamál, sem tengjast því að verða sjúkur. Síðan er farið í sjúkdómafræðina. Fram til þessa hafa læknadeildir einbeitt sér að menntun sérfræðinga. í framtíðinni þurfa þær að leggja áherslu á að viðhalda starfsþreki og heilbrígði fólks þannig að allir fái notið sín. Annað atriði sem oft kemur fram í gagnrýni á hugmynda- fræði læknavísinda er, að hinn tæknilegi hugsunarháttur sem þar hefur grafið um sig vanmeti siðferðilega hlið þeirra. I grein um „Siðvísindi og læknisfræði" sem Páll Skúlason prófessor skrifaði í Læknablaðið 1979 segir hann, að þetta vanmat á þætti siðfræðinnar birtist t.d. í því að ekki hafi verið haldin námskeið í siðfræði í læknadeild Háskóla íslands, „og þurfa þó læknar líklega öllum öðrum fremur að glíma við siðfræðileg vandamál." Menntun lækna miðar einkum að fræðilegri þekk- ingu á gerð mannslíkamans og tæknilegri kunnáttu til að greina ástand hans og hafa áhrif á það. Sú staðreynd að fræðin beinast alltaf á endanum að raunverulegum lifandi einstakling- um, og að allt starf og ákvarðanir lækna geta haft mikilvægar siðferðilegar afleiðingar í för með sér, virðist vera algjört aukaatriði í þjálfun þeirra. Það er hægt að leiða rök að því, að hinn tæknilegi hugsunar- háttur læknavísinda bitni á öllum sjúklingum og aðstandend- um þeirra. Hið tæknilega sjónarhorn lítur gjarnan á sjúkling- inn sem hvert annað viðfangsefni, sem þarf að leysa með við- eigandi aðgerð eða tækni. Hér þarf að koma til grundvallar- breyting á afstöðu lækna til eigin fræða og starfs, þar sem litið er á læknisfræði sem siðvísindi, sem hafa heill og heilbrigði raunverulegra einstaklinga að markmiði. Gæði heilbrigðis- þjónustu yrði þá ekki metin einvörðungu út frá aðstöðu og útbúnaði, heldur einnig með tilliti til þátta eins og tillitssemi, skilnings og réttlætis. Sú ásökun er einnig algeng, að læknar spyrji sig ekki nægi- lega mikið um gildi og áhrifamátt aðgerða sinna fyrir eiginlegt markmið heilsugæslu. Þeir eigi það til að nota bæði tækni og lyf fremur til þess að friðþægja sjúklingum og sjálfum sér en til lækninga. Eins hætti læknum til að gleypa gagnrýnislaust við nýjum tækjabúnaði og lyfjum og nota hvort tveggja úr hófi fram. Oflækningar af þessu tagi eru auðvitað dæmi um mis- beitingu læknavísinda, ábyrgðar- og öryggisleysi einstakra lækna, en það má einnig að einhverju leyti rekja þetta til takmarkana í starfsþjálfun þeirra og menntun. í febrúarhefti Læknablaðsins er að finna grein eftir Pétur Pétursson, lækni á Bolungarvík, um ofnotkun sýklalyfja hérlendis. Pétur telur, að skortur á kennslu og starfsþjálfun læknanema og læknakandi- data í heimilislæknisfræðum sé ein „höfuðorsök lyfseðlarit- gleði íslenskra lækna.“ Heimilislæknisfræðin leggi áherslu á að kynna læknum „eðli tjáskipta og kenna þeim að leggja heild- rænt mat á allt ástand sjúklingsins og aðstæður." Með því að tileinka sér þessa afstöðu og viðeigandi tjá- skiptatækni getur læknirinn fremur gefið af sjálfum sér og eflt þannig sjálfslækningargetu sjúklingsins; vakið upp lækninn í 12 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.