Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 33

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 33
arnir fengu að vísu aðeins um þriðj- ung atkvæða en aðeins munaði tveim- ur þingsætum að starfhæfur þing- meirihluti næðist. Samvinna Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks endaði síðan er Alþýðuflokkurinn gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn við myndun Viðreisnarstjórnarinnar. Samtökin höfðu það yfirlýsta markmið að sameina vinstri menn og stóðu í þeim tilgangi í viðræðum við aðra vinstri flokka. Samtökin og Al- þýðuflokkur buðu meira að segja fram sameiginlega á nokkrum stöð- um í byggðakosningunum 1974 en uppskeran var lítil, einkum í Reykja- vík. Þar fékk sameiginlegur listi að- eins 6.5 prósent atkvæða sem var um helmingi minna en fiokkarnir fengu sitt í hvoru lagi í þingkosningunum mánuði síðar. Ekkert varð úr frekari samvinnu þessara flokka og Sam- tökin leystust síðan upp í innbyrðis átökum og margir félaganna hættu afskiptum af stjórnmálum. Aðrir gengu til Iiðs við Alþýðuflokkinn (m.a. Jón Baldvin Hannibalsson og Karvel Pálmason), aðrir fóru til Al- þýðubandalagsins (Ólafur Ragnar Grímsson og Baldur Óskarsson), enn aðrir í Framsóknarflokkinn. Saga viðræðna um vinstri sam- vinnu eða sameiningu hefur í raun- inni verið verri en ekki neitt. Fortíðin varð að þrætuepli; fornar erjur urðu efniviður nýrra deilna — sagan hvfldi sem farg á heila vinstri manna; saga þeirra varð saga vonbrigða og brost- inna vona. Ný ágreiningsefni bættust við gömul: af hverju voru vinstri menn sundraðir? Af hverju höfðu sameiningartilraunir mistekist? Hverjir höfðu brugðist hinum sam- eiginlegu málum? Margir vinstri menn urðu einnig pólitísk fórnarlömb sameiningartil- rauna. Þeir rúmuðust ekki innan fjórflokkakerfisins, reyndu að breyta því en þegar það mistókst fóru þeir í sjálfskipaða pólitíska útlegð. Þannig glataði vinstri hreyfingin mörgum af sínum hæfustu mönnum, sóaði starfs- kröftum og sálarþreki fólks í innbyrð- is deilur. Af hverju hafa sameiningar- draumarnir ekki ræst? Geta þeir nokkurn tíma orðið að veruleika? Til að svara þessum spurningum skulum við fyrst huga að hvernig sameining- artilraunir vinstri manna hafa hingað til farið fram. Væntanlega eru þá meiri líkur á að unnt sé að forðast mistök, ef vilji til samvinnu er til staðar. Viðræður um samvinnu eða sam- einingu til vinstri hafa verið nánast eftirlíking af stjórnarmyndunarvið- ræðum. Forystumenn flokka setjast niður og ræða málin - jafnvel skipt- ast á formlegum tilboðum og gagntil- boðum. Þannig segir sagan að þeir ið, heldur fyrst og fremst sá að treysta eigin stöðu og síns flokks. Þannig hefur ætíð verið byrjað á því að útiloka einhvern frá viðræðunum, skilgreina hverjir væru sannir vinstri menn og hverjir ekki. Einkum og Eysteinn Jónsson og Gylfi Þ. Gísla- son hafi ráðið hvernig framboðum „Hræðslubandalagsins" skyldi hátt- að, en í hverju kjördæmi var annað hvort framsóknar- eða alþýðuflokks- maður í kjöri. Forystumenn hafa augljósan ávinn- ing af velheppnuðum stjórnarmynd- unarviðræðum. Þannig komast þeir sjálfir og flokkar þeirra til meiri valda. Allt annað er uppi á teningn- um í sameiningarviðræðum milli flokka. Þar eru hagsmunir forystu- manna mjög óvissir. Stundum er nauðsynlegt fyrir þá að látast eiga í alvarlegum viðræðum en gæta þess jafnframt að ekkert gerist sem ógni þeirra eigin völdum. Hér kemur ekki eingöngu til eigingirni forystumanna, — ekki er síður mikilvægt að hafa í huga að menn eru ekki kjörnir til forystu í stjórnmálaflokki til að leggja hann niður. Þvert á móti velj- ast gjarnan þeir til forystu sem flokksfólk treystir best til að varð- veita sérstöðu flokksins. Að mínu mati hefur hinn raunveru- legi tilgangur vinstri flokkanna með sameiningarviðræðum því ekki verið að ná árangri, stokka upp flokkakerf- sérílagi hefur ríkt gagnkvæm tor- tryggni á milli verkalýðsflokkanna. Forystu Alþýðubandalagsins, eins og forystu Sósíalistaflokksins, hefur dreymt um að ná til sín fylgi frá Al- þýðuflokknum og einangra „hægri kratana" í íslenskri pólitík. Forysta Alþýðuflokksins hefur viljað ná sam- starfi við „verkalýðssinnana“ í hinum flokknum en einangra „kommana". í þessu stríði töpuðu báðir flokkarnir og innbyrðis deilur innsigluðu örlög þeirra sem smáflokka í samanburði við Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel einnig Framsóknarflokkinn. Nýafstaðnar bæjar- og sveitar- SAMEININGAR- Draumar VONLAUSIR? stjórnarkosningar sýna ljóslega að tvenns konar tilhneigingar eru uppi: annars vegar er sótt að fjórflokka- kerfinu úr mörgum áttum; hins vegar hafa fjórflokkarnir á ýmsan hátt lagað sig að nýjum kringumstæðum. ÞJÓÐLÍF 33

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.