Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 42

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 42
um bókmenntir. Frá Kína, Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu var komið með íburðarmiklar og vandaðar dag- skrár atvinnumanna. En áhugamenn gerðu góða hluti líka, ballöðusöngur frá Chile og Skotlandi, dansarar frá Ég hafði verið á mikilli hátíð en samt hafdi ég komist ögn nær hvunndagsleikanum eftir bylt- inguna. Eg var líka viss um að ég þyrfti að vita fleira. ísrael. Eftir á að hyggja — það er mesta furða hvað hægt var að komast yfir að sjá og heyra margt á tveim vikum. Og allt var í töfrabirtu nýja- brumsins: í Búkarest sá ég í fyrsta skipti rússneskan ballett, tékkneskt brúðuleikhús, kínverska óperu og grúsíska þjóðdansa. íslendingar tóku þátt í blandaðri dagskrá með öðrum, sungu Karl einn réð með kerling búa, dönsuðu vikivaka á peysufötum og í fornmannabúningum og Hallfreður Örn kvað rímur. Hann kvað meðal annars í rúmenska útvarpið og við eina stemmuna notaði hann þessa vísu: Ríkir slen í Rússa her rauði Lenín fallinn. Prípetfenin bröltir ber Búdjénní karlinn. „Fremstir fóru kappar í fommannabúningum frá 1930 og báru fána, á eftir þeim gengu stúlkumar, flestar í peysufötum í 40 stiga hita.“ Sagan segir, að íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn hafi síðar fengið margar fyrirspurnir frá Rúmenum um þennan texta, sem þeim fannst miklu varða að fá botn í. Hvað var sá armi félagsbróðir af íslandi að kyrja um Búdjonní riddaraliðsforingja og sjálfan Lenín? Ég mátti ekki vera að því að sofa um miðjan daginn eins og skynsemin mælti með í fjörutíu stiga hita en var sífellt á rölti um göturnar, því ég var loksins staddur í stórborg. í Balkan- borg sem hafði reynt að líkja eftir París í flestu nema kirkjusmíð — ég gekk oft inn í rétttrúnaðarkirkjurnar rúmensku, þar var svalt og friðsælt og forneskjulegt. Þarna var ríkislistasafn sem átti myndir eftir Rembrandt, E1 Greco og fleira merkilegt. En skelf- ing er það ómerkilegt sem Rúmenar eru að mála núna, sagði Kjartan Guðjónsson, og það var satt og rétt. Svo þurfti líka að kanna þjóðfélagið, heimsækja fyrirtæki og spyrja um kaup og kjör. Ekki sýndist mér sú útkoma glæsileg og mikið var þröngt í svefnskálum verkakvenna í vefnaðar- verksmiðjunni sem ég kom í með hópi íslendinga. Er nokkur leið að lifa af þessu kaupi, 300-900 lei á mán- uði? Jú, var svarað, menn fá skammt- aðar helstu nauðsynjar á sérstöku verði. Og svo var farið út í talna- romsu sem sýndi hvílíkt fátæktarbæli Rúmenía áður var, þjóðin mergsogin af landeigendavaldi og olíukóngum, milljón manns týndu lífi í stríðinu. Og bráðum kemur betri tíð, sjáðu bara barnaheimilin og heilbrigðis- þjónustuna og svo er ekkert atvinnu- leysi . . . Við vorum stödd í þeirri röksemda- færslu miðri sem áður var notuð í deilum um tilraunina sovésku: arfur fátæktar og fáfræði er þungbær en það eru að verða mikil umskipti á veigamiklum sviðum. Þetta var ein- mitt kjarni málsins í þeirri bók sem við helst sóttum visku okkar til — Gerska ævintýrinu. En vitanlega vissi enginn okkar neitt með vissu um það, í hverju munurinn á kommúnískri samtíð og konunglegri og hálffasískri fortíð Rúmeníu var í rauninni fólg- inn. Enn síður gátum við áttað okkur á því hvílík töfrabrögð er hægt að fremja með hagtölum. Hvenær sem færi gafst vorum við Genoveva að spásséra saman í görð- unum. Stundum fórum við saman á skemmtanir eða dönsuðum á Há- skólatorginu. Einu sinni dró hún mig með sér á landsleik í fótbolta - heimamenn voru að keppa við erkió- 42 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.