Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 69

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 69
mínu mati styrkjum við hver aðra með þessum umræðum." Hefur Biblían kannski verið rang- túlkuð til þessa — af körlum ? „Ekki vildi ég segja það. Biblían er lifandi orð — hún talar til okkar í öllum okkar aðstæðum. Sami kaflinn getur haft ólíka merkingu í okkar huga eftir því hvernig aðstæður okkar eru. Hann getur einnig talað misjafn- lega til karla og kvenna. Konur eiga svo margt sameiginlegt, mikla sam- eiginlega reynslu. Við tökum þess vegna kannski sérstaklega eftir því sem talað er til okkar sem kvenna í Biblíunni. Vegna þess hversu Orðið er lifandi er varla unnt að tala um rangtúlkanir á Biblíunni.“ Solveig Lára er þekkt að starfsemi sinni fyrir samtökin Lífsvon — sam- tök sem beita sér fyrir afnámi fóstur- eyðinga. „Mín afstaða er einföld," segir sr. Solveig Lára og verður alvarleg á svip. „Hún er þessi: barnið í móður- kviði á rétt til lífsins. Mér finnst að fóstureyðingu sé oft beitt til þess að kúga konur. Konur verða oft fyrir miklum utanaðkomandi þrýstingi í þá átt að losa sig við þunga — og þær láta stundum undan þótt þær óski þess sjálfar heitt og innilega að ganga með og ala barn.“ Hvað með sjálfsákvörðunarrétt kvenna? „Konan hefur rétt á því að taka ákvörðun um það hvort hún vill verða barnshafandi eða ekki,“ svarar Solveig Lára. „Þetta er hins vegar ekki spurning um sjálfsákvörðunar- rétt kvenna eða ákvörðunarrétt neinna annarra þegar líf hefur orðið til. Barnið á rétt til lífsins." Væri þá ekki rétt að banna allar fóstureyðingar? „Ég tek undir það. Mér finnst mik- ill tvískinnungur í því að vilja banna fóstureyðingar af félagslegum ástæð- um eingöngu, en leyfa síðan að eyða fóstri vegna hættu á fötlun, andlegri eða líkamlegri. Legvatnssýnin sem tekin eru á 16. viku meðgöngu eru tekin einvörðungu í því skyni að kómast að því hvort fóstur er heilbrigt eða ekki — og síðan er kon- unni boðið upp á fóstureyðingu ef ekki reynist allt vera í lagi. Stundum eru konurnar jafnvel beittar þrýstingi í þessum efnum. Ég get tæpast ímyndað mér hvernig það er að vera foreldri við þær aðstæður að alls stað- ar er þrýst á þá um að láta eyða fóstrinu. í starfi mínu hef ég kynnst fötlu- ðum einstaklingum sem hafa sagt við „Mín afstaða er einföld: barnið á rétt til lífsins." mig, að þeim finnist þeim ofaukið í samfélaginu þegar verið er að ræða um réttmæti fóstureyðinga af læknis- fræðilegum ástæðum. Þetta er grimmt samfélag. Við þurfum að vinna að því að byggja upp samfélag sem hvílir á kærleika. “ Ætlar sr. Solveig Lára að taka það að sér að breyta þjóðfélaginu? Hún hlær dátt. „Ég segi eins og konan: „Ég ætlaði að frelsa heiminn, en fékk ekki barnapíu.“! Hins vegar skortir fólk framtíðar- sýn, einkum ungt fólk. Eldra fólk hafði sterka framtíðarsýn, enda hafa á lífsferli þess orðið gífurlegar breyt- ingar og framfarir. í dag ríkir hins vegar vonleysi. Þann hugsunarhátt ber hæst að öllu geti verið lokið á morgun og þess vegna sé best að lifa lífinu í dag. Unglingunum finnst yfir- leitt ekki skipta máli hvað þeir gera við líf sitt. Hér er tvímælalaust sterkt hlutverk fyrir kirkjuna, því hún flytur mikinn vonarboðskap. Kristindómur- inn talar beint inn í mannlegar að- stæður - og ekkert er Guði óviðkom- andi.“ Á kirkjan að blanda sér meira inn í umræðu um samfélagsmál en hún hefur gert? Sr. Solveig Lára bendir á að kirkj- an hafi alltaf og muni ávallt blanda sér í samfélagsmál, einfaldlega vegna þess að kristin trú er samfélagstrú. „Kirkjan á hins vegar aldrei að taka flokkspólitíska stefnu,“ segir hún. „Á hinn bóginn væri það hreinn heiguls- háttur ef hún veigraði sér við að taka afstöðu í ákveðnum málum eingöngu vegna þess að einn stjórnmálaflokkur blandast þeim öðrum fremur. Kirkj- an hlýtur ávallt að berjast fyrir rétt- lætinu - sama hvað stjórnmálaflokk- um finnst um málið.“ Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir hefur mikinn áhuga á sterku safnað- arstarfi og telur að með auknu starfi aukist áhuginn og aðsóknin að mess- um og öðru safnaðarstarfi. Hún seg- ist eiga þá ósk heitasta sem nýr prest- ur í Seltjarnarnessprestakalli að sjá þar lifandi safnaðarstarf — „og að fólkið sameinist um kirkjuna og pre- „Miðaldra fólk segir stundum að börnin segi að þeim finnist skrýt- ið að sjá konu í prestsembætti." stinn. Ég vildi gjarnan sjá þarna lif- andi starf, helst alla daga vikunnar. Ég hlakka mikið til að starfa með Seltyrningum - og vona að ég bregð- ist ekki því trausti sem þeir hafa sýnt mér.“ ÞJOÐLÍF 69

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.