Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.08.2007, Blaðsíða 32
D A G B Ó K I N 32 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 að OR hefði eignast hlut í Landsneti gegn því að leggja inn tilteknar eignir í Landsnet. Eigendur Landsnets eru núna: Landsvirkjun 64,7%, Rafmagnsveitur ríkisins 22,5%, Orkuveita Reykjavíkur 6,8% og Orkubú Vestfjarða 6,0%. 24. september Deloitte flytur í turninn Deloitte mun á næstunni flytja í hæsta hús landsins, skýjakljúf- inn við Smáratorg 3 í Kópavogi. Deloitte verður með fimm hæðir á leigu en húsið er í eigu Jákups Jacobsens, kaupmanns í Rúmfatalagernum. Bygging háhýsisins hefur gengið afar vel. Það verður 78 metrar á hæð og tuttugu hæða. Til samanburðar er hæð Hallgrímskirkjuturns 74 metrar. Byrjað var að reisa húsið fyrir tæpum tveimur árum en gler setur mikinn svip á húsið. Það eru fleiri skýjaklúfar að rísa. Nokkur hundruð metra frá turninum við Smáratorg er að rísa 30 hæða og 115 metra hár skýjakljúfur við Smáralind. Þá eru uppi hugmyndir um að reisa 150 metra háan turn í Glaðheimum – þar sem nú er heshúsahverfi Kópavogs. Þá er verið að reisa 70 metra háan turn við Borgartúnið, þ.e. við Höfðatorg. 24. september Sigríður nýr sjón- varpsstjóri Skjásins Hún er fyrsta konan á Íslandi til að verða sjónvarpsstjóri. En þennan dag var sagt frá því að Sigríður Margrét Oddsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri Já, dótturfé- lags Símans, undanfarin tvö ár, hefði verið ráðin nýr sjónvarpsstjóri Skjásins. Sigríður var ráðgjafi og lykilviðskipt- astjóri hjá IMG Gallup 1999- 2002 og forstöðumaður IMG Gallup á Akureyri 2002-2005. 24. september Baugur og Unity með 13,5% í Debenhams Þessi frétt kom einhvern veginn ekki svo mjög á óvart. Hún var um að Baugur Group og fjár- festingafélagið Unity hefðu í formi framvirkra samninga tryggt sér 13,5% í bresku stór- verslanakeðjunni Debenhams. Baugur með 6,7% en Unity Investment, sem er í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford, er með um 6,8%. Félögin munu frá sumar- byrjun hafa verið að bæta við eignarhlut sinn í breska félaginu en fyrrnefndur hlutur er metinn á tæpa 14 milljarða króna. Debenhams rekur 126 versl- anir á Bretlandseyjum og á brattann hefur verið að sækja á breska smásölumarkaðnum. Félagið gaf út sína þriðju nei- kvæðu afkomuviðvörun í vor, aðeins ellefu mánuðum eftir að það var skráð aftur á hluta- bréfamarkað. 25. september Risastór auglýsinga- skilti við flugbrautir Allt er nú til. Nú eru það aug- lýsingar fyrir farþega í lendingu og flugtaki. En ný tegund auglýs- inga var kynnt í London þennan dag. Um er að ræða 20.000 fermetra auglýsingaskilti sem sett verða upp við brautir á helstu flugvöllum heims, þannig að farþegar geti séð þau í aðflugi og lendingu. Sagt var frá því að fyrstu skiltin yrðu sett upp í Dubai í næsta mánuði. Hannes Smárason vill að AMR grípi til aðgerða. 26. september Bréfin í AMR erfiður biti Hún ætlar að verða svolítið harðsnúin fjárfesting FL Group í AMR Corp., móðurfélagi American Airlines. Þetta er erf- iður biti. Bréfin í félaginu hafa lækkað talsvert frá því að FL Group keypti í félaginu síðast- liðið haust og það þarf einhver mikil hækkun í kjölfar samein- inga flugfélaga að koma til eigi FL Group ekki að tapa á þessari fjárfestingu. Það hefur haft mikil áhrif að tekjur American Airlines hafa aukist minna en reiknað var með en á sama tíma hefur eldsneytiskostnaður hækkað verulega. Bréfin eru því á lág- Turninn við Smáratorg, hæsta hús landsins. Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.