Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.08.2007, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 HugurAx Guðríðarstíg 2-4 www.hugurax.is hugurax@hugurax.is Cognos er stjórnendahugbúnaður sem margir helstu leiðandi aðilar viðskiptalífsins hér á landi og erlendis nota til að stýra og halda utan um reksturinn. Cognos gerir þér kleift að greina lykiltölur úr öllum upplýsinga- kerfum á einfaldan og hraðvirkan hátt. Betri og stöðugri yfirsýn, bætt stjórnun og betri vinnuferlar eru aðeins hluti af þeim kostum sem Cognos býður upp á. Kynntu þér málið. Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa mörg hver lagt talsverða vinnu í að skilgreina þá hæfni sem nauðsynleg er til að ná árangri. Það hefur færst mjög í aukana að íslensk fyrirtæki skilgreini og móti hæfnislíkön þar sem tilgreindir eru með markvissum hætti þeir þættir sem horfa á til í ráðningum. Þess utan nýtast slík hæfnislíkön sem grunnur í starfsþróun og frammistöðumati. Þannig geta þau virkað sem eins konar rauður þráður í gegnum mannauðsmál fyrirtækja. Á undanförnum árum hafa rannsakendur lagt gríðarlega vinnu í að þróa alþjóðlegt hæfnislíkan sem best spáir fyrir um frammistöðu fólks í starfi. Með því að skoða kerfisbundið þá þætti sem best segja fyrir um frammistöðu hafa þeir komist að því að notast megi við átta almenna hæfnisþætti til að lýsa flestum störfum. Þessa átta þætti hafa menn kallað „hina átta stóru“ (the great eight) (sjá mynd 1). Eins og sjá má eru þessir þættir fremur almennir, enda eiga þeir að ná utan um öll störf. Undir hverjum og einum þessara þátta eru nokkrir sér- tækir þættir og enn aðrir undir þeim. Með því að greina störf út frá þessum sértæku þáttum má skilgreina störf stjórnenda sem og sér- fræðinga nokkuð ítarlega. Með því að notast við líkan af þessu tagi má til muna auka skilvirkni matsferils á umsækjendum. Reynslan sýnir að flestum stjórnunar- og sérfræðistörfum má lýsa með 6 til 8 undirþáttum. Þegar rammi af þessu tagi hefur verið gerður utan um starf sem ráða þarf í er tímabært að velta fyrir sér hvaða matsaðferðir eru heppilegar til að meta viðkomandi þætti. Persónuleikapróf, hegð- unartengd viðtöl og umsagnir eru meðal algengustu matsaðferða hér á landi þegar umsækjendur um stjórnunarstörf eru metnir. Einnig færist í vöxt að beitt sé svokölluðum raunhæfum tilbúnum æfingum (assessment by simulation). Þar er reynt að líkja eftir aðstæðum sem upp geta komið í starfi og viðbrögð umsækjanda við þeim eru kerfis- bundið könnuð. Með því að notast við fyrirfram skilgreint líkan um hæfni er unnt að láta allar þessar matsaðferðir vega hverja aðra upp. Ef til dæmis munnleg tjáning og framsögn er lykilhæfni í tilteknu starfi veita upplýsingar úr persónuleikaprófi í besta falli takmarkaðar vísbendingar um hvort viðkomandi búi yfir slíkum styrkleika eða ekki. Raunhæf æfing þar sem umsækjandi þarf að kynna mál sitt fyrir framan tiltekin hóp getur aftur á móti gefið gríðarlega mikilvægar upplýsingar um slíkan hæfnisþátt. Ef hins vegar þarf að meta félags- lyndi eða samviskusemi geta niðurstöður úr persónuleikaprófi gefið innsýn í styrkleika á því sviði. Rannsóknum á sviði ráðninga ber saman um að langbesta forspá um frammistöðu í starfi fæst með svokölluðum hæfnismiðstöðvum (assessment centers). Sú aðferð er í raun og veru samansafn af þeim matsaðferðum sem upp eru taldar hér að framan, auk þess sem þar er einnig lagt mat á hugræna getu umsækjenda. Flestum ber saman um að flest íslensk fyrirtæki standi mun fag- legar að ráðningum í stjórnunar- og sérfræðistörf en fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir það stöndum við enn þeim þjóðum, sem við berum okkur gjarnan saman við, talsvert að baki. Notkun prófa og annarra aðferða en viðtala við mat á umsækjendum er t.a.m. mun fátíðari hér en annars staðar. Ef við trúum því að samkeppnisforskot fyrirtækja á 21. öld muni fyrst og fremst snúast um að nýta sem best hæfileika starfsfólks þurfa íslensk fyrirtæki að gera enn betur og horfa til ann- arra aðferða en einungis viðtala. Fyrsta skref í viðleitni fyrirtækja til að standa faglegar að ráðningum ætti hins vegar að felast í aukinni áherslu á skilgreiningu þeirrar hæfni sem nauðsynleg er í tilteknu starfi. Ægir Már Þórisson er mannauðsstjóri hjá Capacent og hefur áralanga reynslu af hæfnisgreiningum og ráðningum stjórnenda. Flestir vilja líklega að starfsfólk sitt sé „sveigjanlegt“ eða „gott í mannlegum samskiptum“. En hvað þýða þessi hugtök við þær aðstæður þar sem starfað er?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.