Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 7
RITSTJORASPJALL Valgerður Katrín Jónsdóttir Sumariö er komið! Þjóölegasti og skemmtilegasti hátíðardagur íslendinga er án efa sumardagurinn fyrsti. I Sögu daganna eftir Arna Björnsson segir um þennan merka dag: „Nafnið virðist dregiö af vorhörkum, en síðar tengist það öðrum per- sónugerðum mánaöaheitum og er þá litið á Hörpu sem yngismey sem piltar eiga að fagna á fyrsta degi. Sumarblóta er lítillega getið í frásögnum af heiðnum sið. Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að íslend- ingar hafi alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum. Sumargjafir eru þekkt- ar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki var unnið nema nauðsynjastörf eða tákn- ræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja... frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi." Sumardagurinn fyrsti hét bæklingur sem gefinn var út af Barnavinafélaginu Sumargjöf. Koma hans boðaði betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga... eins og skáldið kvað en auk þess var að finna ýmislegt lesefni sem smáfólkið hafði gagn og gaman af. Hér áður var farið í skrúð- göngu sumrinu til heiðurs og vetur og sumar gjarnan persónugerð í þar til gerðum búningum og leysti sumarið veturinn af hólmi með tákn- rænum hætti. Afmælisdagar miðuðust gjarnan við þessi tímamót, börn voru fædd fyrsta eða annan föstudag í sumri. Sumardagurinn fyrsti var einn mesti hátíðisdagurinn sem skiljanlegt er þegar fólk bjó við myrkur og kulda mestan hluta árs. 12. maí er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Hann er afmælisdagur Florence Nightingale og haldið upp á minningu hennar með þessum hætti. Á ári hverju er dagurinn tileinkaður ein- hverju málefni hjúkrunar. I ár er sjónum beint að fátækt og heilsufari. Fátækt leiðir af sér verri heilsu og slæm heilsa leiðir af sér fátækt svo þessi tvo hugtök eru samtvinnuð. I þessu tölu- Valgerður Katrin Jónsdóttir blaði er sjónum beint að fátækt og heilsu- fari á alþjóðavettvangi og hvernig staðan er hér á landi. Ekki alls fyrir löngu kom út greinargóð úttekt Hörpu Njáls á fátækt á Is- Iandi, en þar kemur m.a. fram að um 7-10% íslensku þjóðar- innar lifa undir fátæktarmörkum og staða þeirra er verri en á hinum Norðurlöndunum. Flestir sem þannig er ástatt um hafa misst heilsuna, eru á ör- orkubótum eða eru ellilífeyrisþegar. Harpa bendir á leið sem getur bætt stöðu þessa hóps og er vonandi að ráðamenn sjái sóma sinn í því að breyta stöðunni þannig að við getum útrýmt fátækt úr íslensku samfélagi. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræð- inga skora á hjúkrunarfræðinga um heim allan að þrýsta á stjórnvöld, útrýma fátækt og bæta þannig heilsufarið. Ef unnt er að útrýma fátækt úr íslensku veiferðarsamfélagi má tala um táknræna sumarkomu í okkar annars ágæta landi. Gleðilegt sumar! Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.