Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 43
Fréttamolar... tímabilinu 1907-1935 og voru búsettir á Stór- Reykjavíkursvæðinu þegar fyrsti áfangi rann- sóknarinnar fór fram. Gert er ráð fyrir að úrtakið í öldrunarrannsókn- inni verði a.m.k. 10 þúsund manns og verða þeir boðaðir til þátttöku á 4 ára tímabili. Markmið öldrunarrannsóknarinnar er að kanna heilbrigði aldraðra og reyna að komast að hvaða þættir það eru í umhverfi, erfðum og líkamsástandi fólks sem hafa áhrif á heilsufar þess á efri árum. Sagði Vilmundur Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á þessum málum til að bæta heilsu aldraðra í Bandaríkjunum. Hvað er rannsakað? Rannsökuð eru öll helstu iíffærakerfi sem tengj- ast færni og heilsufari aldraðra og fá þátttakend- ur viðtöl við lækni að lokinni rannsókn þannig að ef eitthvað athugavert finnst er viðkomandi beint áfram inn í heilbrigðiskerfið. Fjölmargt er kannað í rannsókninni. Má þar nefna segulómun af heila, og v'itræn próf í formi ýmissa verkefna eru lögð fyrir þátttakendur til að meta minni þeirra miðað við aldur. Jafnvægis- próf eru framkvæmd með þar til gerðum búnaði. Sjónpróf fara fram og augnbotnamyndir teknar. Gerð er heyrnarmæling. Þá eru þekktir áhættu- þættir hjarta- og æðasjúkdóma mæidir, svo sem blóðþrýstingur, blóðfita og fleira, tekið hjarta- línurit og öndunarpróf framkvæmt. Þá er tekin tölvusneiðmynd af hjarta til að meta kalkútfell- ingu í kransæðum, fram fer ómskoðun á hjarta til að meta starfsemi hjartavöðvans og ómskoðun á hálsæðum til að meta þykkt æðaveggja. Til að meta beinþéttni eru teknar tölvusneiðmyndir af hrygg, lærleggsháls og lærleggshaus. Beinþéttni- mæling er einnig gerð á hælbeini og ljósmynd tekin af handarbaki. Tekin er tölvusneiðmynd af kvið og læri til að meta vöðva og kviðfitu, sérút- búinn stóll notaður til að meta vöðvastyrk í læri, gripstyrkur mældur og gerð göngupróf. Vilmundur sagði að lokum að stærsti ávinningur rannsóknarinnar verði fyrir komandi kynslóðir og væntanlega muni fást upplýsingar úr rannsókn- inni sem nýta megi í forvarnalæknisfræði og til að auka færni og bæta heilsu manna á efri árum. Svefnvandamál og heilsufar Evrópudeild Alþjóöaheilbrigöisstofnunarinnar, WHO, er nú aö safna upplýsingum um hvaöa áhrif svefnvandamál hafa á heilsufar. Flestir verja um þriðjungi ævi sinnar í svefn og góöur svefn er undirstaða góörar heilsu. Svefnvandamál eru þó aö aukast til muna i Evrópu en þau má rekja til breytinga á lífsstil og umhverfisþátta. Nýleg þýsk rannsókn sýnir aö í Evrópulöndunum þjáist um 20% íbúanna eöa um 80 milljón- ir manns af svefnvandamálum og hefur það umtalsverö áhrif á heilsu þeirra. Hávaði í umhverfinu hefur þar mikil áhrif og kvarta 15% grunn- skólabarna um aö hávaöi trufi svefn þeirra og 35% finnst erfitt aö sofna. Nýleg rannsókn, sem gerð var á 8519 einstaklingum á 3373 heimilum í átta borgum, leiddi í Ijós að þeir sem kvarta um aö hávaöi trufli svefn þeirra á næturnar eru 46% líklegri til aö veröa lenda í slys- um heima fyrir en þeir sem sofa vel. Heimili fólks hefur áhrif á heilsuna á margan hátt, hvort sem þaö er vegna hávaöa, slysa sem eiga sér staö þar, hita, kulda, raka eöa lélegs útivistarsvæðis. Áriö 1998 slösuðust 10 miiljónir manna á heimilum sínum og 42.000 þeirra létust af þeim völdum. Nýlegar rannsóknir sýna enn fremur aö þeir sem hafa góöan aðgang að útivistarsvæöum eru ó- líklegri en þeir sem hafa hann ekki til aö eiga viö offituvandamál aö stríöa þar sem þeir hafa betri möguleika á aö hreyfa sig. Hægt aö fækka dauðsföllum og örkumlum af völdum umferöarslysa Evrópudeild Alþjóöaheilbrigðisstofnunarinnar, WH0, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem skoraö er á aðildaþjóðir aö taka höndum saman og fækka umferöarslysum. í Evrópu látast 350 manns á degi hverjum vegna umferðarslysa eöa 127.000 manns á ári. 2,4 milljónir slasast og örkumlast á ári. Meira en tvær milljónir bifreiða lenda í á- rekstrum á hverju ári, næstum 65% þeirra eiga sér staö í borgum þar sem mikiö er um gangandi fólk og hjólreiðafólk sem iðulega veröur fyrir slysum við árekstrana. „Þaö er kominn tími til aö við hættum aö líta á dauösföll og slys í umferöinni sem óhjákvæmilegan þátt umferð- armenningarinnar. Á hverju ári látast 6500 börn á götunum og þaö er ekki hægt aö sætta sig við þaö," segir dr. Marc Danzon, umdæmisstjóri Evrópudeildar WHO. „Það aö auka öryggi í umferöinni kemur öllum til góöa og einn af veigamestu þáttunum viö að vernda heilsufar fólks." Hægt er aö rekja flest dauðsföll til umferöarhraöans. Meö því aö lækka meðalhraða um 3 kílómetra á klukkustund má koma í veg fyrir 5-6000 mannslát á ári og koma í veg fyrir 120.000-140.000 árekstra og myndu þeir einir spara 20 milljarða evra. Hækkun meðalhraðans úr 30 kíló- metrum í 50 á klukkustund áttfaldar hins vegar líkur á því aö gangandi vegfarendur látist í umferðinni. Hættan viö aö láta lífið í árekstri á 80 kílómetra hraða er 20 sinnum meiri meöal farþega og ökumanna hel- dur en ef hraöinn er 32 kílómetrar. Börn og ungt fólk eru algengustu fórnarlömb umferðarslysa. Efst á lista yfir dánarorsakir barna og ungs fólks á aldrinum 5-29 ára eru bifreiðaslys en í þessum hópi eru meira en 30% fórnarlamba allra umferðarslysa. í þessum aldurshópi eru ung- ir menn 80% fórnarlambanna og hraðakstur og ölvunarakstur helstu á- stæöur þess aö þeir veröa fyrir slysum. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.