Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 14
Valgerður Katrín Jónsdóttir r Fátækt og heilsufar á Islandi Harpa Njáls, félagsfræðingur og starfsmaður Borgarfræða- seturs, leggur áherslu á að stjórnvöld hafi fest með lögum um almannatryggingar að hér á landi skuli vera velferðar- kerfi sem styður þá sem ekki geta framfleytt sér og fjöl- skyldum sínum, svo sem fólk sem verður fyrir veikindum, örorkuþegar, atvinnulausir eöa aldraðir, og eigi þeir rétt á bótum frá ríkinu. Engu að síður kemur fram í bók hennar „Fátækt á Islandi við upphaf nýrrar aldar“ að þeir sem bjuggu við sára fátækt á ís- landi 1997-1998 voru um 7% þjóðarinnar og engar líkur eru á að dregið hafi úr fátæktinni á síðustu árum. Hún bendir á að kjör fátækra á íslandi eru lakari en kjör sambærilegra hópa á hinum Norðurlöndunum. Island hefur sérstöðu meðal Norð- urlandaþjóðanna vegna þess að þjóðin ver minnstu hlutfalli af landsframleiðslu til velferðarútgjalda miðað við aðrar Norður- landaþjóðir og flestar aðrar vestrænar þjóðir. Þannig verjum við minna fé til öryrkja, aldraðra og eftirlifenda og umtalsvert minna fé til stuðn- ings við barnafjölskyldur en hinar Norðurlanda- þjóðirnar þó hér sé hlutfall barna undir 1 7 ára hæst. Svipaðar niðurstöður fær Sigríður Jónsdóttir í rannsókn sinni sem nefnist „Það er erfitt að geta ekki séð fyrir sér sjálfur" sem gerð var á fólki sem hafði notið fjárhagsaðstoðar Félagsþjónust- unnar í Reykjavík til langs tíma og fram fór 1997. Þar kemur í Ijós að fólk á Islandi bjó við meiri fátækt en niðurstöður sambærilegra rann- sókna á Norðurlöndunum sýndu sem gerðar voru í 4 höfuðborgum á langtímastyrkþegum fé- lagsþjónustu. Rannsóknin Ieiddi enn fremur í ljós að fólk í þessari stöðu átti við meiri heilsu- farsvanda að stríða en hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum. I einum hluta bókar Hörpu Njáls eru viðtöl við nokkrar fjölskyldur sem búa við fátækt. Við val á þátttakendum var leitað til ýmissa aðila og þeir beðnir um ábendingar um einstaklinga sem búa við fátækt. Meðal annars var Ieitað til Félags- starfs eldri borgara, Öryrkjabandalagsins, Félags einstæðra foreldra, Eflingar-stéttarfélags og fleiri. Viðmælendur urðu að uppfylla þau skilyrði | að hafa búið við fátækt í a.m.k. tvö ár, að hafa ekki átt við fíkniefnavanda, áfengisvanda, spila- fíkn eða annan vanda að stríða sem hægt er að kenna um stöðu fólks og erfiðan fjárhag. I þriðja lagi þurfti fólk að hafa leitað til Félagsþjónust- unnar eftir aðstoð, til hjálparstofnana, fjölskyldu sinnar eða annað. Það vekur athygli að flestar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að einhver innan þeirra hefur misst heilsuna, annaðhvort foreldrarnir eða Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.