Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 24
í Metrópólitanóperuna og sáum „Hollendinginn fljúgandi" sem var ógleymanleg upplifun. Við ferðuðumst síðan vítt og breytt um austurströnd Bandaríkjanna, Philadelphiu, Washington, New Jersey og suður til Charlston. Við ræddum við stjórnend- ur á ýmsum spítulum og um leið nutum við frábærrar gestrisni fjölskyldu og vina Guðrúnar sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að ferðin yrði sem ánægjulegust. Við fengum þarna tækifæri til að kynnast nýjungum í hjúkrun, bæði í fræðslu og stjórnun, auk þess að kynnast þjóð og landi á allt annan hátt en ferðamenn. Síðustu vikuna, sem við dvöldum í Banda- ríkjunum, flugu þær til Chicago á ráðstefnuna, en ég varð eftir í New Jersey þar sem ég fékk ýtarlega kynningu á fyrirkomu- lagi hjúkrunarfræðslu eins og hún gerðist best, á sjúkrahúsi í New Jersey sem rekið var af Johnson og Johnson samsteyp- unni. Þetta er ein merkilegasta og lærdómsríkasta ferð sem ég hef farið um ævina. Okkur var alls staðar tekið opnum örmum og með Guðrúnu í fararbroddi með allan sinn sjarma og kímni- gáfu vildu allir allt fyrir okkur gera,“ segir Þórunn. Guðrún kom einnig á samskiptum við hjúkrunarfræðinga sem unnu á Keflavíkurflugvelli, bauð þeim á heimili sitt ásamt fulltrúum úr íslenskri hjúkrunarfræðingastétt. „I áraraðir hafði hún samband við yfirhjúkrunarfræðinga sjúkrahússins á Keflavíkurflugvelli sem oft voru hámenntaðir,“ segir Sigurlín Gunnarsdóttir. „Hún skipulagði fundi með þeim og íslenskir hjúkrunarfræðingar nutu góðs af. Hún sýndi þeim íslensk sjúkrahús og umræður yfir kaffi og meðlæti voru eftir hverja heimsókn." Guðrún lagði svo leið sína til Bretlands, var við nám í hjúkr- unarkennslu við Royal College of Nursing í London 1967- 1968 og lauk námi í hjúkrunar- og sjúkrahússtjórnun frá sama skóla 1972. Þá stundaði hún nám í hjúkrun aldraðra við há- skólann í Manchester í Bretlandi með styrk frá WHO vetur- inn 1974-1975. „En sá tími var erfiður, mamma var orðin veik og ég hafði mildar áhyggjur af henni.“ Hún stundaði svo fram- haldsnám í heilsugæsluhjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann 1987-1988. Næstu árin vann hún ýmis störf, var hjúkrunar- fræðingur á Landakoti, kennari við Nýja hjúkrunarskólann 1975-1978 og sinnti ýmsum öðrum störfum. Nýjar hugmyndir á Landakoti Ingibjörg Guðmundsdóttir réðst til starfa með Guðrúnu sem hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landakoti. Hún hafði kynnst henni fyrst 1968 er hún kom til starfa við Hjúkrunarskóla Is- lands en þá tóku þær saman fyrstu skrefin í verklegri kennsiu nemenda á sjúkradeildum en það hafði ekki tíðkast fyrr. Hún hafði einnig kynnst hugmyndum Guðrúnar þegar hún stund- aði hjúkrunarkennaranám við Kennaraháskóla Islands 1977- 1979 en það var sérhönnuð námsbraut fyrir hjúkrunarfræð- inga við skólann með einni önn þar sem kennd voru hjúkrunarvísindi og akademísk vinubrögð í hjúkrun. Ingibjörg vann einnig með Guðrúnu við Nýja hjúkrunarskólann 1976-1978 en þar undir- bjó Guðrún og hrinti í framkvæmd framhalds- námi fyrir hjúkrunarfræðinga. „Eg hef alltaf litið svo á að þar hafi Guðrún verið að kynna hjúkr- unarfræðingum nýhugsun í námi og starfi varð- andi akademísk vinnubrögð, fagmennsku, sjálfs- skoðun og sjálfsskilning hjúkrunarfræðinga bæði sem einstaklingar og fagmenn,“ segir Ingibjörg. „Þetta nám, eins og margt annað sem Guðrún vann að á þessu tímabili, þjónaði þeim tilgangi að tengja hjúkrunarfræðinga við framtíðina og þær breytingar sem í vændum væru, hjálpa okk- ur að skilja í hverju þessi nýja nálgun lægi og auðvelda okkur að horfa á þær breytingar opnum og jákvæðum augum en ekki Iíta á þær sem ógn- un. Þarna mun hún helst hafa unnið sem hvata- maður og kennari í breytingarferli hjúkrunar- náms sem varð síðan alfarið háskólafag.“ Með barnabarnabörnunum, Marteini og Katrínu Guðrún rifjar upp þegar verið var að undirbúa námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Hún segir þær Maríu Pétursdóttur, Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, Sigurlín Gunnarsdóttir og Sig- þrúði Ingimundardóttur hafa staðið þétt saman við að koma náminu á háskólastig og orðið þar langt á undan hinum Norðurlöndunum og hald- ið forystu á menntunarsviðinu fram á þennan dag, „og erum enn eina landið á Norðurlöndun- um þar sem hjúkrunarfræðingar fara með yfir- stjórn hjúkrunar á sjúkrahúsunum. Við urðum allar mjög góðar vinkonur og erum enn þann dag Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.