Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 27
Fréttamolar... bródera en geymir það í Þorraseli, „var að fá mér ný gleraugu og sá þá heilmikinn mun á rósunum sem ég var að vinna, verð að rekja hina upp sem ég gerði án gleraugnanna!" Aðspurð um hvað sé eftirminnilegast og hvað henni finnist hafa verið skemmtilegast þau ár er hún var við störf, segir hún allt jafn skemmtilegt. Það er bankað á dyrnar hjá henni, kominn er ná- grannakona með fullt af heimalöguðu bakkelsi sem hún færir Guðrúnu. Greinilega kærleikar með nágrönnunum enda eflaust leitun að betri nágranna en Guðrúnu. Félagsráösfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga var haldinn föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00- 15:00 aö Suðurlandsbraut 22. Fundinn sátu auk stjórnar félagsins formenn nefnda, fagdeilda og svæðisdeilda. Fyrir hádegi var á dagskrá framsöguerindi og umræður um „Gæði og ör- yggi í heilbrigðisþjónustunni" í umsjón gæðastjórnunarnefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Framsöguerindi undir heitinu Gæði og ör- yggi í heilbrigðisþjónustunni fluttu Laura Sch. Thorsteinsson, formaður gæðastjórnunarnefndar F.í.h. og Vilborg Ingólfsdóttir, gæöastjórnunar- nefnd F.í.h. og Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur fjallaöi um mis- tök í meðferð sjúklinga. Lokaorðin í þessari samantekt eru frá nokkrum vinkonum. „Guðrún er kát og skemmtileg og get- ur gert grín að sjálfri sér,“ segir Áslaug Elsa. „Hún á marga vini og þá meina ég vini en ekki kunningja. Hún á svo auðvelt með að finna það besta í fólki og laða það fram. Hún er mjög dug- leg að hafa samband við vini sína og hvetja til samskipta og það er ekki síst henni að þakka hvað okkar hópur heldur vel saman. Við erum á- reiðanlega ekki eini hópurinn sem hún heldur Iífinu í. Einu sinni fór hún til London með skólasystrum sínum úr Kvennó til að sýna þeim borgina og sumar höfðu búið þar en aldrei séð allt það sem Guðrún sýndi þeim. Mér þykir reglulega vænt um Guðrúnu og minn hópur met- ur hana mikils og það er mannbætandi að þekkja fólk eins og hana“ segir Áslaug Elsa. Góðar umræður urðu í framhaldi af framsöguerindunum. Rætt var m.a. um hlutfallið milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga og að Félag íslenskra hjúkrunarfræöinga þyrfti að hafa forgöngu um að setja staðla um þetta hlutfall í samvinnu við LSH og Landlæknisembættið. í framhaldi af framsöguerindi Lovísu var rætt um kröfu hjúkrunarfræðinga þess efnis aö stofnunin/sjúkrahúsiö skapaði starfsmönnum sínum öruggt um- hverfi til að starfa i, þ.e. umhverfi sem býður ekki þeirri hættu heim að starfsfólkiö geri mistök. Ábending kom um það að félagiö þyrfti að móta stefnu varðandi stuðning við hjúkrunarfræðinga sem lenda í mis- tökum. Þá var rætt um hlutverk fagstétta i framhaldi af framsöguerindi Vilborgar og lögð áhersla á að félagið haldi vörð um fagmennsku í hjúkrun og upplýsi almenning um hvað stéttin stendur fyrir. Eftir hádegið var kynntur rekstrarreikningur ársins 2003 sem og fjár- hagsáætlun fyrir árið 2004. Undir liönum „í deiglunni" sagði Erlín Ósk- arsdóttir, 1. varaformaður, frá því helsta sem félagið er að fást við þessa dagana. Greindi hún m.a. frá stöðu mála í deilu Heilsugæslunnar í Reykjavik og hjúkrunarfræðinga sem sinna heimahjúkrun og hvernig samdráttur á LSH kemur við hjúkrunarfræðinga á stofnuninni bæði m.t.t. breytinga á störfum og kjörum. Sigurlín Gunnarsdóttir segir að henni detti í hug setning sem er eignuð R.W. Emerson er hún hugsi um Guðrúnu sem hefur verið vinkona hennar um áratugaskeið, en setningin hljóðar þannig: Maður eignast vini með því að vera sjálf- ur vinur. Og hún rifjar upp hvað Guðrún hafi gengið langt til að varðveita og rækta sambönd, þannig hafi hún tekið kaþólska trú til að geta gifst manni sínum, O’Leary, á sínum tíma. „Guðrún hefur verið mér vinur og lærimóðir í yfir 20 ár,“ segir Þórunn Ólafsdóttir. „Enn hring- ir hún í mig og spyr mig hvernig gangi og hvað ég sé að gera spennandi í hjúkrun. Eg get seint þakkað henni allt það sem hún hefur gert fyrir mig og með mér í gegnum þau 20 ár sem við höf- um þekkst og verið vinkonur," segir Þórunn að lokum. Jón Aðalbjörn Jónson, ritari stjórnar, kynnti nýtt útlit heimasíðunnar og nýjungar á þeim vettvangi en hann hefur unnið að þróun heimasíðunn- ar undanfarin ár. Má þar nefna að fag- og svæðisdeildir hafa nú feng- ið sitt eigið svæði á heimasíðunni og dagatal þar sem hægt er aö fá yf- irlit yfir þá atburði sem eru á dagkrá. Aöalbjörg J. Finnbogadóttir sagði frá því helsta sem er á döfinni hjá fé- laginu varðandi fagleg málefni. Nefndi hún afmælisáriö, 12. maí sem verður helgaður 85 ára afmælinu og þema ICN sem er fátækt og hjúkr- unarþingi og afmælishófi 5. nóvember. Þá greindi hún frá ráöstefnunni Hjúkrun 2004 og hvatti fundarmenn til að skoða vefsíður þessara við- burða á heimsíðunni. Félagið mun halda málþing um öryggi sjúklinga í samvinnu við Læknafélag íslands og sjúklingasamtök næsta haust. Að lokum kynnti hún nýjustu nefndir félagsins, alþjóðanefnd stjórnar og minjanefnd, og sagöi frá helstu verkefnum þeirra. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.