Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 48
Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins 46 Sálfélagslegir áhættuþættir vegna óþæginda í stoðkerfi hjá konum í öldrunarþjónustunni í nóvember árið 2000 var gerð könnun á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustunni á veg- um Vinnueftirlitsins og hefur efnivið og aðferðum verið lýst í Læknabiaðinu (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 2004). Enn frem- ur má benda á skýrsluna Könnun á heilsufari, iíðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustu (Berglind Helgadóttir o.fl., 2001) sem er aðgengileg á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is, undir Rannsóknir. Markmið rannsóknarinnar, sem hér er sagt frá, var að athuga tengsl sálfélagslegra þátta í vinnunni og einkenna frá stoðkerfi hjá konum í öldrunarþjónustunni á Islandi. Könnunin fór fram frá morgni 1. nóvember til morguns 2. nóvember 2000. Allir starfsmenn á öldrunardeildum og öldr- unarstofnunum á landinu, þar sem starfsmenn voru 10 eða fleiri, fengu spurningalista með 84 spurningum. Dreift var 1886 spurningalistum á 62 vinnustöðum. Þar sem margir út- Iendingar starfa í öldrunarþjónustunni var spurningalistinn bæði á íslensku og ensku. Spurt var um lýðfræðileg atriði, líkamlegt álag og líkamsbeitingu, óþægindi frá hreyfi- og stoð- kerfi, andlegt og félagslegt álag, vinnuaðstæður, lífshætti og heilsufar. Spurningarnar um líkam- legt álag og líkamsbeitingu byggðust á norræn- um spurningalista, sem áður hafði verið notaður hjá Vinnueftirlitinu, og spurningarnar urn and- legt og félagslegt álag voru sóttar í norrænan spurningalista um sálfélagslegt álag í vinnu sem hefur nýlega verið þýddur á íslensku. Spurninga- listinn, sem við notuðum, var í aðaldráttum sá sami og lagður hafði verið fyrir hjá starfsmönn- um leikskóla í Reykjavík (Berglind Helgadóttir o.fl., 2000). Sérstökum starfmönnum á hverjum vinnustað var falið að dreifa spurningalistunum og senda þá aftur til rannsókna- og heilbrigðis- deildar Vinnueftirlitsins. Heildarsvörun var 80%. Meirihluti svarenda voru konur eða 95,5%. Hjúkrunarfræðingar voru 16% svarenda, sjúkraliðar 21%, ófaglærðir í um- Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.