Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 48
Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins 46 Sálfélagslegir áhættuþættir vegna óþæginda í stoðkerfi hjá konum í öldrunarþjónustunni í nóvember árið 2000 var gerð könnun á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustunni á veg- um Vinnueftirlitsins og hefur efnivið og aðferðum verið lýst í Læknabiaðinu (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 2004). Enn frem- ur má benda á skýrsluna Könnun á heilsufari, iíðan og vinnuumhverfi starfsfólks í öldrunarþjónustu (Berglind Helgadóttir o.fl., 2001) sem er aðgengileg á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is, undir Rannsóknir. Markmið rannsóknarinnar, sem hér er sagt frá, var að athuga tengsl sálfélagslegra þátta í vinnunni og einkenna frá stoðkerfi hjá konum í öldrunarþjónustunni á Islandi. Könnunin fór fram frá morgni 1. nóvember til morguns 2. nóvember 2000. Allir starfsmenn á öldrunardeildum og öldr- unarstofnunum á landinu, þar sem starfsmenn voru 10 eða fleiri, fengu spurningalista með 84 spurningum. Dreift var 1886 spurningalistum á 62 vinnustöðum. Þar sem margir út- Iendingar starfa í öldrunarþjónustunni var spurningalistinn bæði á íslensku og ensku. Spurt var um lýðfræðileg atriði, líkamlegt álag og líkamsbeitingu, óþægindi frá hreyfi- og stoð- kerfi, andlegt og félagslegt álag, vinnuaðstæður, lífshætti og heilsufar. Spurningarnar um líkam- legt álag og líkamsbeitingu byggðust á norræn- um spurningalista, sem áður hafði verið notaður hjá Vinnueftirlitinu, og spurningarnar urn and- legt og félagslegt álag voru sóttar í norrænan spurningalista um sálfélagslegt álag í vinnu sem hefur nýlega verið þýddur á íslensku. Spurninga- listinn, sem við notuðum, var í aðaldráttum sá sami og lagður hafði verið fyrir hjá starfsmönn- um leikskóla í Reykjavík (Berglind Helgadóttir o.fl., 2000). Sérstökum starfmönnum á hverjum vinnustað var falið að dreifa spurningalistunum og senda þá aftur til rannsókna- og heilbrigðis- deildar Vinnueftirlitsins. Heildarsvörun var 80%. Meirihluti svarenda voru konur eða 95,5%. Hjúkrunarfræðingar voru 16% svarenda, sjúkraliðar 21%, ófaglærðir í um- Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.