Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 25
VIÐTAL Guörún Marteinsson - Frjór og skemmtilegur frumkvööull í dag, höfum haldið saman og við kenndum flest- ar meira og rninna í námsbrautinni fyrstu árin. En svo báðu nunnurnar á Landakoti mig um að taka við hjúkrunarstjórn þar og þar átti ég svo yndisleg ár eða frá 1978. Þau 12 ár, sem ég var þar, var mikil og góð samvinna við læknana því þarna var mikið af góðum læknum og ég fékk svo til allt sem ég bað um. Við fengum barnaheimili og byggðum upp deildina.“ Sigurlín Gunnarsdóttir segir það ekki hafa verið auðvelt fyrir Guðrúnu að taka við af systur Hilde- gard sem stýrt hafði spítalanum um áratugaskeið og allt var því í föstum skorðum. „Af mínum kynnum við systur Hildegard vissi ég að hún var mjög sátt og ánægð með eftirmann sinn. Starfið var Guðrúnu mjög kært og hún kom mörgu góðu til leiðar sem leiddi stöðugt til markvissrar hjúkr- unar og betri vinnuskilyrða fyrir starfsfólkið. Henni var ljóst að gott, ánægt og vel menntað starfslið væri lykillinn að öllum framförum í hjúkrun. Það var einn af meginkostum Guðrúnar að laða til spítalans gott starfslið og hlúa að því. Hún lagði metnað sin í að styðja og styrkja það með öllum ráðum til frekari menntunar og fræðslu bæði innan spítalans sem utan. Hún vissi að það var leið farsældar fyrir sjúklinga og starfs- fólk og fyrir Landakotsspítalann á öllum sviðum." Ingibjörg Guðmundsdóttir rifjar upp samstarf þeirra Guðrúnar á Landakoti. „Samstarf okkar stóð í 10 ár og þær sem unnu með okkur og áttu sinn þátt í að hrinda hugmyndunum í framkvæmd voru aðallega Þórunn Olafsdóttir, Alda Halldórs- dóttir, Katrín Pálsdóttir og Bryndís Konráðsdóttir ásamt dugmiklum deildarstjórum. Guðrún setti hjúkrunarþjónustu á Landakoti strax hugmynda- fræðilegan ramma og vann í samráði við starfsfólk að setningu markmiða og framkvæmdaáætlun. Þar kom strax í ljós ný aðferð og ný hugsun í hjúkrunarstjórnun. Þetta varð okkur samstarfs- fólki hennar ómetanleg leiðsögn og veganesti í störfum okkar og oftar en ekki var ekki hætt fyrr en skilgreindum markmiðum var náð. Þetta bætti líka vinnubrögð og metnað hjúkrunarfræðinga og leiðbeindi okkur í átt að faglegri vinnubrögðum og það jók starfsánægju og tryggði okkur jafnari mönnun og ánægðara starfsfólk," segir Ingibjörg. Og hún bætir við að helstu hjúkrunarviðfangs- efni, sem þróuðust undir handleiðslu Guðrúnar, hafi verið hjúkrunarferli, skráning hjúkrunar, sjúklingafræðsla á hinum ýmsu deildum, sérhæfð hjúkrun krabbameinssjúklinga, sjúkrahústengd heimahjúkrun sem var undanfari Heimahlynningar krabbameinssjúklinga, einstak- lingshæfð hjúkrun, atvikaskráning og stöðugt fræðslustarf á deildum og stofnunum í hinum margvíslegustu málefnum hjúkrunar. Faðir Guðrúnar, Guðmundur Marteinsson, Katrín dóttir hennar, eiginmaðurinn Guðni Oddsson og barn. Þórunn Ólafsdóttir er ein þeirra sem kynntust Guðrúnu á Landakoti. „Ég var kölluð í viðtal er ég sótti um sem hjúkrun- arfræðslustjóri á Landakoti og þannig hófust kynni okkar. Guðrún var og er einstök kona. Hún var frjó, framsýn og langt á undan sinni samtíð við skipulagningu og uppbyggingu hjúkr- unar. Hún hafði einstakt lag á að umgangast fólk og var jafn elskuleg við alla. Hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla við starfsfólkið og draga fram það jákvæða í hverjum og einum. Hún hafði verulega mótandi áhrif á mig sem hjúkrunarfræð- ing og manneskju. Hún tók jákvætt í hugmyndir mínar, leið- beindi mér á sinn ljúfa hátt og gerði mér grein fyrir hvað skipti máli og hvað ekki. Hún var veraldarvön og víðsigld, þekkti vel til í Bandaríkjunum og leitaði því oft fanga þar til að finna lausnir og nýjar áherslur í hjúkrunarstjórnun." Þegar Guðrún Iauk störfum segist hún hafa farið að leika sér. „Fór til vinkonu minnar í Þýskalandi og flakkaði til Bandaríkj- anna og Englands og nú er ég farin að vinna aftur, það er virki- lega gaman," segir Guðrún brosandi og bendir á púða sem hún hefur verið að sauma. Hún segir marga vini sína hafa dáið á síðustu mánuðum og hún verið langt niðri af þeim sökum. „En dóttir mín benti mér á að fara í dagvist í Þorrasel og þangað fer ég tvisvar í viku, við erum nokkurn veginn búnar að skipta um hlutverk, nú er hún móðirin og ég dóttirin,“ segir hún brosandi og bætir við að um Ieið og hún hafi komist innan um fólk hafi allt gjörbreyst. „Er búin að sauma fjóra púða, byrjuð á þeim fimmta, hef ekki saumað síðan í Kvennaskólanum og það er nú orðið svolítið langt síðan!" Og svo segist hún vera að Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.