Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 36
Elsa B. Friðfinnsdóttir Ráðningar læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga Rétt til þess að stunda hjúkrun hér á landi og kalla sig hjúkrunarfræðing hefur: 1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, sbr. 2. gr., 2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á hjúkrunarleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu. Svo segir í 1. grein hjúkrunarlaga nr. 8/1974. I 4. grein sömu laga segir: „Ekki má ráða aðra en hjúkrunarfræðinga skv. 1. gr. til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa við sjúkrastofnanir, elliheimili, heilsuvernd eða hjúkrun í heimahúsum." Lögverndun starfa hjúkrunarfræðinga er því ótvíræð og beinlínis lögbrot ef aðrir en þeir sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra stunda sjálfstæð hjúkrunarstörf. Þessi lagaá- kvæði eru ekki einungis til að vernda rétt hjúkr- unarfræðinga heldur ekki síður til verndar skjól- stæðingum hjúkrunar. Með slíkri lagasetningu á að vera tryggt að þeir sem þurfa á hjúkrunarþjón- ustu að halda fái hana frá fagfólki sem hefur nauðsynlega menntun og faglega færni til starfans. Ábendingar hjúkrunarfræðinga A hverju vori berast tilkynningar og kvartanir til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (F.i.h.) um ráðningu læknanema í stöður hjúkrunarfræð- inga. Fljúkrunarfræðingar hafa einnig lýst á- hyggjum vegna þessa á fundum félagsins. Haust- ið 2002 sendi hjúkrunarfræðingur stjórn F.í.h. erindi þar sem hugsanleg áhrif slíkra ráðninga á stöðu hjúkrunarfræðinga, mat lækna og almenn- ings á hjúkrun og hjúkrunarfræðingum voru taldar. Þar var nefnt að: - Almenningur fái þau skilaboð að hjúkrunar- nám jafngildi 2-3 ára námi í læknisfræði þótt staðreyndin sé sú að læknanemar fái enga kennslu í hjúkrunargreinum í námi sínu. - Læknar séu styrktir í þeirri trú að þeir séu færir um að veita hjúkrun eftir 2-3 ára nám í læknisfræði. Þessi ráðstöfun viðhaldi einnig viðhorfi ýmissa lækna að hjúkrunarstarfið sé fyrst og fremst fólgið í aðstoð við þá og sé jafnvel á færi „góðra kvenna" án nokkurrar sérmenntunar. - Hjúkrunarnemar hljóti að velta fyrir sér hvers vegna þeir eigi að leggja þetta fag fyrir sig ef 2.-3. árs læknanemar, sem hafa aldrei lært neitt um hjúkrun, eru af hjúkrunarforstjórum taldir hæfir til að taka vaktir hjúkrunarfræð- inga. - Það sé látið ótalið þegar hjúkrunarlög eru brotin sem kveða á um að einungis hjúkrunar- fræðingar hafi rétt til að stunda hjúkrun. Slíkt þoli ekki aðrar fagstéttir sem nær undantekn- ingarlaust leiti leiða til að hindra að fólk vinni innan fagsviðs sem það hefur ekki menntun til að stunda. 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.