Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 21
VIÐTAL Rjóörið - Ný þjónusta viö langveik börn og aöstandendur allar vaktir með hjúkrunarfræðingum eða þroskaþjálfum," segir hún og bætir við að auk þess verði kona í eldhúsinu sem sjái um að elda allan venjulegan heimilismat, og annað aðstoð- arfólk hafi einnig verið ráðið. í húsinu er örygg- iskerfi, myndavél sem hægt er að flytja milli her- bergja ef þörf er á að fylgjast með tilteknu barni sérstaklega, og sjúkrakallkerfi. Úr einu herbergjanna Guðrún segist leggja áherslu á að börnunum finnist spenn- andi að koma til þeirra. Þá sé það mikill kostur að hjúkrunar- fræðingarnir, sem vinna þarna, séu einnig í heimahjúkruninni og þekki því börnin vel og haldi áfram að sinna þeim hvort sem það er heima hjá þeim eða í Rjóðrinu. Þau börn, sem eru í skólum, halda áfram að sækja þá og hún segir t.d. einn starfsmann vera sjúkraliða, leikskólakennara og grunnskóla- kennara og því kostur fyrir börn, sem sækja skóla, að hafa slík- an starfsmann innan veggja heimilisins. Þá hefur verið ráðinn til starfa listmeðferðarfulltrúi sem mun aðstoða börnin við skapandi starf. Eitt rúm verður fyrir bráðainnlögn en alls verða í húsinu níu fullorðinsrúm og tvö barnarúm en auk þess gefst foreldrum tækifæri til að vera með börnum sínum. I hverju herbergi er sjón- varp og myndbandstæki, góðir skápar undir föt barnanna, sem þau hafa með sér, og annan bún- að, svo sem hjálpartæki. I herbergjunum eru einnig lyftukerfi, brautir í loftinu og lyfta á bað- herberginu sem hægt er að nota við að baða börnin í baðkeri og sturtu. „Heimilið er hugsað sem hvíldarinnlögn fyrir foreldra fatlaðra og langveikra barna í heimahúsum en einnig sem endurhæfing og framhald af vistun á barnaspít- alanum,'1 segir Guðrún og bætir við að húsið sé mjög vel staðsett með tilliti til endurhæfingar þar sem í næsta húsi sé endurhæfing og sund- laug sem stóð tii að leggja niður í sparnaðarskyni en hætt hefði verið við það. Húsið er á friðsæl- um stað við sjóinn, í næsta húsi er líknardeildin og húðdeild Landspítala á næstu grösum og í húsunum fyrir ofan Rjóðrið búa um 30 einstakl- ingar í sambýlum. 30-40 börn hafa óskað eftir að komast að og segir Guðrún að þau muni vera til skiptis á heimilinu og í Rjóðrinu, þrjár vik- ur heima og viku í Rjóðrinu. Tvisvar í viku verði skiptidagar. Börnin þurfa öll á hjúkrun að halda og því hafi foreldrar verið mjög bundnir af þeim, þau þurfi sólarhringsumönnun og erfitt hafi verið að fá pössun fyrir þau. Mörg barnanna eru vand- meðfarin í hreyfingu, mörg með stoðvandamál og hreyfihöml- un, sum eru óvær og gráta jafnvel allan sólarhringinn. 011 börnin eigi það sameiginlegt að þurfa endurhæfingu. Sótt er um vistun hjá læknum og hjúkrunarfræðingum. Guðrún bendir á að ekkert taki við þegar börnin eru orðin 18 ára og þyrfti að stofna annað heimili fyrir þá sem eru 18 og eldri. Draumurinn sé að byggja annað heimili við hliðina á Rjóðrinu fyrir þann aldurshóp og hver veit nema slíkt heimili geti risið á næstu árum með aðstoð góðra manna. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.