Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 29
PISTILL Nýtt starf - nýtt tækifæri Farið er yfir reynslu viðkomandi, hvernig árang- ursríkast sé að kynna sig í starfsleit og hvernig búa megi sig undir starfsviðtöl. Að auki fá þeir sem koma í viðtal bókina Frá umsókn til atvinnu að gjöf. Frá umsókn til atvinnu I bókinni er sagt frá mikilvægum atriðum varð- andi atvinnuleit. Miklu skiptir að koma sér á framfæri á árangursríkan hátt á vinnumarkaðn- um og því betur sem til tekst því meiri líkur eru á velgengni í starfi. Þegar farið hefur verið í gegnum starfsmissinn er mjög mikilvægt að við- komandi geri sér grein fyrir persónulegri hæfni sinni og líti í eigin barm. Tilgangurinn með því er að forgangsraða þáttum sem tengjast atvinnu- leit og vali starfs almennt. Fyrsta skrefið í at- vinnuleit er því ekki að setja saman ferilskrá heldur leggja mat á eigin persónu. I Ijósi þess að við verjum um einum þriðja hluta ævi okkar í vinnunni er mikilvægt að skoða hvaða starfsum- hverfi veitir mesta ánægju því þeir sem eru óá- nægðir í vinnu verða oft óánægðir með sjálfa sig. Til að gera sér grein fyrir sjálfsmati er gott að meta helstu persónuleikaþætti, styrkleika og veikleika og biðja til dæmis vini og samstarfs- menn að gera slíkt hið sama. Menn þurfa að átta sig á því hvað þeir vilja, þ.e. í hvernig starfsum- hverfi þeir vilja starfa. Vitnað er í kenningar Johns Hollands en hann var bandarískur sál- fræðingur sem skipti mönnum í sex flokka eftir persónueiginleikum. Hann taldi að áhugasvið fólks beindi því inn á ákveðin starfssvið þannig að fólk í sömu störfum hefði oft svipuð áhuga- mál og segði það til um í hvers konar starfi ein- staklingum myndi líða vel. Flokkarnir eru: Raun- sæir einstaklingar, en áhugi þeirra beinist mest að efnislegum þáttum, rannsakandi einstakling- ar, en áhugi þeirra beinist að vinnu með hugtök og hugmyndir, hefðbundnir einstaklingar, en á- hugasvið þeirra beinist að því að hafa allt í röð og reglu og vinna í vel skipulögðu umhverfi. Þá eru það listrænir einstaklingar, en áhugasvið þeirra beinist að vinnu við túlkun, tjáningu og sköpun á sviði orða, tónlistar, leiklistar eða annars slíks. Framtakssamir einstaklingar sækja í átakaum- hverfi og vilja vinna þar sem mikið er um að vera. Félagslyndir einstaklingar hafa áhuga á að vinna með öðru fólki, þeim fellur vel við að miðla upplýsingum, þjálfa og kenna og aðstoða annað fólk. Hjúkrunarfræðingar eru dæmi um starfsstétt í þessum síðast- nefnda hópi. í bókinni er enn fremur fjallað um ráðningarferli, hvernig gera á ferilskrá, svo sem hvaða upplýsingar þurfa að koma þar fram, hvaða mistök eru algengust og hvernig hagnýta má internetið og tölvupóst til að koma ferilskrá á framfæri. Þá er fjallað um kynningarbréf og fylgiskjöl, atvinnuviðtöl og ráðn- ingarsamninga. Starfshópur og stuðnings- og ráðgjafarteymi Erna Einarsdóttir, sviðstjóri starfsmannamála hjá Landspít- ala-háskólasjúkrahúsi, segir að starfshópur hafi verið stofnað- ur til að aðstoða þá sem verða fyrir uppsögnunr vegna aðhalds- aðgerða. Þjónusta starfshópsins felst meðal annars í að veita stuðning og fá ráðgjöf, svo sem einstaklingsráðgjöf og stuðn- ing við þá sem sagt hefur verið upp störfum, s.s. um réttar- stöðu þeirra. Þá er veitt aðstoð við gerð starfsferilskrár og fólk búið undir starfsviðtal. I þriðja lagi er veitt aðstoð við að finna annað starf innan LSH. Starfsmenn, sem missa vinnuna vegna núverandi aðgerða, koma til greina og ganga fyrir að öllu jöfnu ef sambærileg störf Iosna innan spítalans. Þeir þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð hjá skrifstofu starfs- mannamála. 1 fjórða lagi eru veittar upplýsingar um tengiliði við ráðningarskrifstofur og stéttarfélög og veittar leiðbeining- ar um atvinnuleysisskráningu. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu starfsmannamála á upplýsingaveitu spítalans, www.landspitali.is. Þá segir Erna einnig starfa stuðnings- og ráðgjafarteymi til að aðstoða þá sem eru undir álagi eða lenda í áföllum sem hafa veruleg áhrif á líðan þeirra og starfsgetu og getur fólk leitað þangað líka, en þetta er þverfaglegt teymi með sálfræðingum, félagsráðgjöfum og öðrum sérfræðingum sem geta aðstoðað. Hægt er að leita til stuðningsteymisins í heild eða einstakra meðlima þess, munnlega eða skriflega. Fulltrúi stuðnings- teymisins hefur aðsetur á skrifstofu starfsmannamála og þangað er hægt að senda formlega beiðni til stuðningsteymis- ins. Um helgar og utan hefðbundins skrifstofutíma er vakt- prestur í forsvari fyrir stuðningsteymið og kemur málum í rétt- an farveg. Einstaklingar, sem leita til stuðningsteymisins, eiga kost á 1-4 viðtölum. I stuðningsteyminu eru 12 starfsmenn og er teymið skipað til tveggja ára í senn. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.