Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 61
Mikilvægi góörar skráningar í sjúkraskrá skráa u.þ.b. 5% þeirra tilvika sem tilkynnt voru til embættisins á árunum 1991-2001. Ahugavert er að velta því fyrir sér hvort hægt hefði verið að fækka þeim með betri og nákvæmari skráningu í sjúkraskrár. Aðgangur að sjúkraskrá Samkvæmt reglugerð um sjúkraskrár og skýrslu- gerð varðandi heiibrigðismál skal geyma sjúkra- skrá á tryggum stað og þess vel gætt að einungis þeir starfsmenn, sem nauðsynlega þurfa, eigi að- gang að skránni. Mismunandi er eftir stofnunum hver ber ábyrgð á vörslu og meðferð sjúkraskráa en oftast er það yfirlæknir eða forstöðumaður. Heilbrigðisstarfsmenn eiga ekki að hafa aðgang að hvaða sjúkraskrá sem er, einungis þeir sem þess þurfa hverju sinni. Töluvert vantar þó á að þessu sé fylgt nógu fast eftir, t.d. eru ekki til skýrar reglur um aðgang á sjúkraskrám nema á heilbrigðissviði. Alltof oft liggja sjúkraskrár frammi þannig að næstum hver sem er getur lit- ið í þær. Líklega væri hægt að komast fyrir þetta að miklu leyti þar sem sjúkraskrár eru færðar á rafrænan hátt og strangar reglur gilda um að- gang. Samkvæmt tilmælum landlæknis skal sú viðmiðun höfð að varðveisla sjúkragagna í tölvu- kerfum á heilbrigðisstofnunum sé í engu lakari en varsla slíkra gagna á pappír og gera megi meiri kröfur um aðgangsöryggi. Framtíðarsýn Samkvæmt reglugerð um sjúkraskrár og skýrslu- gerð varðandi heilbrigðismál er heimilt að tölvu- færa sjúkraskrár enda sé þess gætt við tölvu- færsluna að um er að ræða upplýsingar um einkahagi sjúklings sem ekki eru ætlaðir al- menningi til skoðunar. 1 heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er fjallað um fjármögnun tölvuvæð- ingar vegna miðlægrar sjúkraskráningar og tel ég það brýnt mál en gæta þarf þess að trúnaður við sjúklinga sé tryggður og þjónusta við þá bætt. Mikilvægt er að samfella sé á upplýsingum úr sjúkraskrám og þeim sem þess þurfa sé tryggður aðgangur að upplýsingunum. Skýrt verður að kveða á um hverjir mega skrá og lesa gögn úr sjúkraskrá og möguleikar stétta eiga að vera mis- munandi, þeim getur verið skipt í hópa eftir starfssviði og hverjum hópi fyrir sig úthlutaður sá aðgangur sem hann þarf starfs síns vegna. Æskilegt er að hægt sé að tengja síðari komur sjúklings eða legur við fyrri skráningar og myndi það til dæmis nýtast vel hjá Læknavaktinni sem þjónar íbúum höfuðborgarsvæðisins utan dagvinnutíma en hefur enn ekki aðgang að sjúkraskrárkerfi heilsugæslustöðvanna og verður því að styðjast eingöngu við framburð sjúklinganna. Það þarf varla að benda á hversu gíf- urleg hætta á misnotkun getur skapast vegna þessa, t.d. sjúkl- ingar sem hafa fengið góða og gilda höfnun á meðferð eða á- vísun Iyfja hjá sínum heimilislækni geta þarna nýtt sér „gat í kerfinu" og er sérstakt að þetta skuli ekki hafa verið meira misnotað. Samkvæmt stefnumótun heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins urn upplýsingamál er stefnt að því að koma á tölvusamskiptum milli aðila sem tengjast heilbrigðisþjón- ustu og skipulagningu hennar á Islandi með uppbyggingu heilbrigðisnets. Þannig gætu samskipti á milli sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, öldrunarstofnana og annarra sjúkrastofn- ana vonandi orðið markvissari og betri. I grein þessari hefur verið komið víða við en ég vona að les- endur geri sér betri grein fyrir mikilvægi nákvæmrar skráning- ar í sjúkraskrár og hugsanlegum afleiðingum ófullnægjandi skráningar. Með markvissri uppbyggingu og nýtingu tölvu- tækni ætti að vera hægt að auka gæði og hagkvæmni heilbrigð- isþjónustunnar og stuðla þannig að því að veita landsmönnum fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á að veita hverju sinni. Heimildalisti: 1) Birna Bjarnadóttir (2003). Fyrirlestur í Endurmenntunarstofniin Háskóla íslands í sept- ember. Útbýti. 2) Dögg Pálsdóttir (2003). Fyrirlestur í Endurmenntunarstofnun Háskóla islands I ágúst. Útbýti. 3) Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2001). Almenn kröfulýsing fyrir sjúkraskrárkerfi. 4) Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.(2001). Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. 5) Landlæknisembaettið - öryggi sjúkragagna, apríl 2000. 6) Lög um réttindi sjúklinga, 28. mai 1997, nr. 74. 7) Lög um sjúklingatryggingu, 25. maí 2000, nr. 111. 8) Lög um heilbrigðisþjónustu, 28. september 1990, nr. 97. 9) Reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varöandi heilbrigðismál, 1991, nr. 227. 10) Sigurður Guðmundsson (2003). Fyrirlestur I Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands i september. Útbýti. 11) Stefnumótun í upplýsingamálum innan. heilbrigðiskerfisins, rit 1 - 1997. Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.