Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 51
Fréttamolar... ingu með gömlum hjúkrunar- og lækningaáhöld- um og Ijósmyndum frá fyrri tíð. Mikið er til af gömlum munum hér sem hafa verið vel varð- veittir. Nefnd hefur verið skipuð tii að vinna að þessari sýningu og er það draumur okkar að hún verði opnuð á alþjóðadegi hjúkrunar, 12. maí. Hvet ég alla sem eiga leið vestur í sumar að skoða sýninguna okkar og þetta fallega hús í Ieiðinni. Óvissuferðin. í pottinum á Suðureyri með grenningardrykki. Síðastliðið vor kvöddum við veturinn með ó- vissuferð sem tókst mjög vel og ætlum við að reyna að endurtaka leikinn þetta vorið. Það er því af nógu að taka þegar verkefnin eru annars vegar hjá okkur hér fyrir vestan en auð- vitað finnum við alltaf tíma til að taka vel á móti öllum sem vilja sækja okkur heim. Bestu kveðjur að vestan, f.h. Vestfjarðadeildarinnar Hildur Elísabet Pétursdóttir, formaður Fréttir frá stjórnarfundi SSN 29.-30. mars 2004 Stjómarfundur SSN var haldinn 29.-30. mars 2004 í Kaupmannahöfn. Með- al rnála, sem tekin voru fyrir á fundinum, voru niðurstöður vinnuhóps sem hefur unniö að undirbúningi tillagna að lagabreytingum fyrir SSN. Megin- markmiðið var að einfalda lögin og flytja ákveðna þætti í reglugerð sem einfaldara er að breyta. Almenn ánægja var með vinnu hópsins og verða lagabreytingarnar staöfestar á stjórnarfundi SSN í haust. Erlín Óskarsdóttir 1. varaformaður, sat í vinnuhópnum fyrir íslands hönd. Haustfundur stjórnar SSN verður haldinn í Vilnius í október 2004 í fram- haldi af ráðstefnu samtakanna sem ber yfirskriftina „Hjúkrun í sífellt fleiri löndum sem tilheyra Evrópu". Auk SSN vinna dönsku og litháísku hjúkrunarfélögin að undirbúningi ráðstefnunnar. Christina Forsberg frá Svíþjóð hefur veriö ráðinn ritstjóri tímarits SSN, Várd i Norden, í staö Martha Quivey sem lætur af því embætti að eigin ósk. Christina var kynnt og gerði hún stutta grein fyrir stöðu blaðsins. Fram kom að nú er um ársbiö eftir birtingu í tímaritinu. Umræður urðu um hvort stækka ætti blaðiö til að stytta biðtímann en ákveðið var að bíða með þaö þar til ákvörðun hefur verið tekin um þaö hvort blaðið verði alfarið rafrænt eða ekki. Á fundinum var rædd þátttaka í erlendri samvinnu, bæði alþjóðlegri og innan Evrópu. Síðari dag fundarins var fjallaö um tvö viðfangsefni þ.e. öryggi sjúklinga og rannsóknir í hjúkrun. Öryggi sjúklinga. Britt Wendelboe geröi grein fyrir vinnu þeirri og laga- setningu sem unnin hefur verið í Danmörku. Umræðan þar hófst ekki fyr- ir alvöru fyrr en árið 2001 en aðeins tók þó tvö ár að fá sett lög um ör- yggi sjúklinga i Danmörku (sett 2003). Það sem gerði kannski gæfumun- inn í því sambandi var að í desember 2001 var stofnaður nokkurs konar þverfaglegur grasrótarhópur sem á að fjalla um öryggi sjúklinga í Danmörku, en þann hóp skipa fulltrúar stjórnenda heilbrigðisstofnana, fulltrúar faghópa og sjúklingasamtaka. Fram kom að í Danmörku eráætl- að aö árlega deyi 1500-5000 manns vegna einhverskonar mistaka. Britt lagði fram tölur fyrir hin Norðurlöndin og kom fram aö slíkar tölur fyrir ísland lægju á bilinu 79-306 (mismunandi eftir rannsóknum). í gögnum þeim, sem Britt kynnti, kom fram aö 9% sjúklinga á dönskum sjúkrahús- um hafi verið berskjaldaöir fyrir AE, þ.e. um 100 þúsund sjúklingar. Hver þeirra er að meðaltali 7 dögum lengur á sjúkrahúsi en ella sem þýðir aö 700 þúsund legudagar eru „óþarfir" á dönskum sjúkrahúsum. Einnig kom fram að 1/3 danskra lækna og hjúkrunarfræðinga velta nú fyrir sér að skipta um starfsvettvang vegna hræðslu við mistök og afleiðingar þeirra. Að loknu framsöguerindi voru umræður og stuttar kynningar frá hinum löndunum. Þeir sem áhuga hafa geta fengiö Ijósrit af glœrum Britt og dönsku lögunum á skrifstofunni. Auk þess má benda á upplýsingará www.patientsikkerhed.dk. Rannsóknir í hjúkrun. Hvert aðildarfélag gerði stuttlega grein fyrir stöðu rannsókna i hjúkrun í sínu heimalandi. SSN hefur unnið að siða- fræðilegum leiðbeiningum um hjúkrunarrannsóknir á Norðurlöndum. Þær hafa verið birtar á öllum tungumálum aðildarlanda SSN í tímariti þess, Várd i Norden, 4. tbl. 2003, og heimasíðu SSN, www.ssn-nnf.org/ssn/index.html. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.