Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 15
GREIN Fátækt og heilsufar á Islandi Hringferli fátæktar og heilsufars (The Cycle of Poverty and Pathology) Llr bókinni Fátækt á islandi viö upphaf nýrrar aldar, bls. 46" börnin. Oft á fólk einnig erfitt með að sækja þann rétt sem því ber í kerfinu, t.d. örorku- bætur. Einn viðmælandinn í bókinni segir: „Ég var búin að vera heilsulaus í fleiri ár áður en sótt var um örorkubætur, ég hætti að geta unnið um fimmtugt og fékk örorkustyrk í 15 ár. Eg var 65 ára þegar ég fékk fullar örorkubætur. Mínar að- stæður voru þær að ég var heilsuskert og gat ekki stundað fulla vinnu, en ég vann smávegis við skúringar. En tekjurnar voru ekki meiri en það á mánuði að ég gat ekki veitt mér að kaupa súkkulaðipakka á þessum árum.“ „Það að búa við langvarandi fátækt hefur niður- brjótandi áhrif á þá sem við þau kjör búa og skömmin, sem ætti að vera skömm samfélagsins, fylgir þeim,“ segir Harpa Njáls. Hún bendir á að margir fái ómælda aðstoð frá vinum og fjöl- skyldu. Harpa segir samfélagið vera að búa til vandamál með því að hafa stóran hóp undir fá- tæktarmörkum og bendir á að á árunum 1986- 1995 hafi um 10% þjóðarinnar verið undir fá- tæktarmörkum. „Þetta er smánarblettur á ís- lensku samfélagi," segir Harpa. Hún bendir á að þeim sem lenda t.d. í slysum sé kippt út úr sam- félaginu án nokkurs fyrirvara, í öllum tilfellum hefur það veruieg áhrif á fjármálin, fólk lendir í vanskilum og missir iðulega húsnæði sitt. Heilsubresturinn leiðir þannig til fátæktar. Langvarandi fátækt dregur úr lífsánægjunni, sumum er ráð- lagt að taka inn þunglyndislyf, jafnvel börnum, og aðrir missa lífslöngunina eins og fram kemur hjá einum viðmælandanum. „Ég hef oft hugsað út í það - það er eins gott að skaparinn læt- ur ekki annað hvort okkar falla frá og deyja - við eigum ekki fyrir jarðarförinni. Það var líka fyrst eftir að ég lenti í þessu, þá kom það nokkrum sinnum fyrir að ég var að hugsa um að svipta mig lífi - það er engin launung á því. En það hefði ekki leyst neinn vanda því þá hefði hún setið eftir í súpunni, bless- unin.“ Harpa Njáls bendir á að stjórnvöld á Islandi hafa ekki útfært hvað lágmarksframfærsla kostar þó raunverulega sé miðað við að fólk hafi lífeyri/tekjur til að standa undir Iágmarksfram- færslu. Hún segir að það liggi fyrir á öllum Norðurlöndum hvaða framfærsluþættir eru taldir nauðsynlegir til að fólk komist af. Hér á landi eru þessir þættir útfærðir í opinberum gögnum félagsmálaráðuneytisins frá 1996, þ.e. “Leiðbeining- ar um reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð sbr. 21. gr. Iaga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.“ Þar kemur skýrt fram að lágmarksfjárþörf fjölskyldu skal taka mið af fram- færslukostnaði, þ.e. nauðsynlegum færsluþáttum sem einnig eru skilgreindir. Þar segir enn fremur að lágmarksfjárþörf skuli taka mið af bótum frá Tryggingastofnun ríkisins og fram- færslukostnaður miðast við hámarkslífeyristekjur Trygginga- stofnunar. Samkvæmt þessari skilgreiningu ættu lífeyris- greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins að duga til að standa undir framfærslukostnaði fólks. Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.