Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 33
Aldís Jónsdóttir PISTILL Skoöun okkar skiptir máli og þarf aö heyrast ÞANKASTRIK Skoöun okkar skiptir máli og þarf aö heyrast Á hverjum degi á leiö til vinnu horfi ég á Esjuna og hún er breytileg frá einum degi til annars. Það eitt aö sjá þessar breytingar veit- ir mér ánægju og kraft til aö takast á viö dag- inn. í hraða nútímans missum viö af þessum einfaldleika, aö njóta þess sem lífið býöur upp á hverju sinni. Oft er svo auðvelt að missa sjónar á markmiðum sínum, sjá hvert aöal- markmiðið er og stefna á þaö. Um hver áramót er oft tími til aö vinda ofan af sér og hægja á og horfa yfir farinn veg og gera áætlun til aö vinna aö á næsta ári. Nýtt ár boðar nýja byrjun og nýja möguleika. I hjúkrunarstarfinu eru síbreytilegar aðstæður og á hverjum degi ný verkefni sem við stöndum frammi fyrir og leysum úr eftir bestu getu og kunnáttu. Skólinn og lífið hafa gefið okkur vega- nesti til að takast á við starf okkar sem hjúkr- unarfræðingar. Það er alltaf ánægjulegt að hitta þá sem hafa ver- ið okkur samtímis í náminu. Til eru nokkrir hóp- ar sem hafa myndast eftir útskrift, hittast reglu- lega, bera sama bækur sínar og gera sér glaðan dag þrátt fyrir að þeir vinni á ýmsum stöðum í samfélaginu. I þessum hópum koma oft upp góðar hugmyndir sem koma sér vel í starfi okkar. Það er innan Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, sem er 85 ára á þessu ári, og fagfélaga inn- an þess sem samstaða og hugmyndasmiðja hjúkrunar er. Því er mikilvægt að taka þátt í þeirri vinnu sem þar er því allir hafa eitthvað fram að færa sem er mikilvægt í framþróun hjúkrunar. Síðan erum við hluti af stærra samfélagi sem þarf að heyra rödd okkar en ekki bara raddir stjórnunar og viðskipta eða læknisfræðinnar heldur einnig rödd mannúðar. Þegar einstakling- ur þarfnast hjálpar og hans eigin varnir eru brostnar þarf hann á mannúð og skilningi að halda. Hjúkrun hefur ætíð haft að leiðarljósi að horfa á einstaklinginn og nán- asta umhverfi hans sem heild. tSamstarf við aðrar heilbrigðisstéttir og önn- ur lönd eru einnig mikivægir þættir. Með samstarfinu getum við lært hvert af öðru, hjúkrun til framdráttar og eflingar. Öflug tækni með netvæðingu og það að auðveld- ara er að ferðast til annarra landa gerir það að verkum að upplýsingar flæða fram og til Aldís Jónsdóttir baka. Líta þarf á upplýsingar með opnum huga og vilja til að koma þeim á framfæri til annarra. Einnig þarf að læra að hlusta á hvað aðrir hafa fram að færa og færa okkur það í nyt í starfi okkar sem hjúkrunar- fræðingar, án fordóma. Við hjúkrunarfræðingar erum meira en tölur á blaði eða orð í skipuriti. Skoðun okkar skiptir máli og þarf að heyrast. Gefa þarf hugmyndum okkar rými til að verða að veruleika, ekki stinga þeim ofan í skúffu og láta þær rykfalla. Við þurfum að vera trú sannfæringu okkar og markmiðum. Það sem skiptir okkur máli er samstaða, skýr sýn á markmið okkar og framþró- un hjúkrunar á Islandi. Það skiptir einnig máli að hugsa um sína eigin líðan og heilsu og við verðum að sinna því, annars eigum við á hættu að brenna út andlega og líkamlega í starfinu. Því það hugsar enginn um það nema maður sjálfur. Gefa sér tíma til að vera einn með sjálfum sér og gera þá hluti sem veita manni á- nægju og gleði. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.