Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 33
Aldís Jónsdóttir PISTILL Skoöun okkar skiptir máli og þarf aö heyrast ÞANKASTRIK Skoöun okkar skiptir máli og þarf aö heyrast Á hverjum degi á leiö til vinnu horfi ég á Esjuna og hún er breytileg frá einum degi til annars. Það eitt aö sjá þessar breytingar veit- ir mér ánægju og kraft til aö takast á viö dag- inn. í hraða nútímans missum viö af þessum einfaldleika, aö njóta þess sem lífið býöur upp á hverju sinni. Oft er svo auðvelt að missa sjónar á markmiðum sínum, sjá hvert aöal- markmiðið er og stefna á þaö. Um hver áramót er oft tími til aö vinda ofan af sér og hægja á og horfa yfir farinn veg og gera áætlun til aö vinna aö á næsta ári. Nýtt ár boðar nýja byrjun og nýja möguleika. I hjúkrunarstarfinu eru síbreytilegar aðstæður og á hverjum degi ný verkefni sem við stöndum frammi fyrir og leysum úr eftir bestu getu og kunnáttu. Skólinn og lífið hafa gefið okkur vega- nesti til að takast á við starf okkar sem hjúkr- unarfræðingar. Það er alltaf ánægjulegt að hitta þá sem hafa ver- ið okkur samtímis í náminu. Til eru nokkrir hóp- ar sem hafa myndast eftir útskrift, hittast reglu- lega, bera sama bækur sínar og gera sér glaðan dag þrátt fyrir að þeir vinni á ýmsum stöðum í samfélaginu. I þessum hópum koma oft upp góðar hugmyndir sem koma sér vel í starfi okkar. Það er innan Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, sem er 85 ára á þessu ári, og fagfélaga inn- an þess sem samstaða og hugmyndasmiðja hjúkrunar er. Því er mikilvægt að taka þátt í þeirri vinnu sem þar er því allir hafa eitthvað fram að færa sem er mikilvægt í framþróun hjúkrunar. Síðan erum við hluti af stærra samfélagi sem þarf að heyra rödd okkar en ekki bara raddir stjórnunar og viðskipta eða læknisfræðinnar heldur einnig rödd mannúðar. Þegar einstakling- ur þarfnast hjálpar og hans eigin varnir eru brostnar þarf hann á mannúð og skilningi að halda. Hjúkrun hefur ætíð haft að leiðarljósi að horfa á einstaklinginn og nán- asta umhverfi hans sem heild. tSamstarf við aðrar heilbrigðisstéttir og önn- ur lönd eru einnig mikivægir þættir. Með samstarfinu getum við lært hvert af öðru, hjúkrun til framdráttar og eflingar. Öflug tækni með netvæðingu og það að auðveld- ara er að ferðast til annarra landa gerir það að verkum að upplýsingar flæða fram og til Aldís Jónsdóttir baka. Líta þarf á upplýsingar með opnum huga og vilja til að koma þeim á framfæri til annarra. Einnig þarf að læra að hlusta á hvað aðrir hafa fram að færa og færa okkur það í nyt í starfi okkar sem hjúkrunar- fræðingar, án fordóma. Við hjúkrunarfræðingar erum meira en tölur á blaði eða orð í skipuriti. Skoðun okkar skiptir máli og þarf að heyrast. Gefa þarf hugmyndum okkar rými til að verða að veruleika, ekki stinga þeim ofan í skúffu og láta þær rykfalla. Við þurfum að vera trú sannfæringu okkar og markmiðum. Það sem skiptir okkur máli er samstaða, skýr sýn á markmið okkar og framþró- un hjúkrunar á Islandi. Það skiptir einnig máli að hugsa um sína eigin líðan og heilsu og við verðum að sinna því, annars eigum við á hættu að brenna út andlega og líkamlega í starfinu. Því það hugsar enginn um það nema maður sjálfur. Gefa sér tíma til að vera einn með sjálfum sér og gera þá hluti sem veita manni á- nægju og gleði. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.