Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 9
GREIN Fátækt og heilsufar MEIRA EN EINN MILLJARÐ- UR AF SEX MILLJÖRÐUM ÍBÚA HEIMSINS FÆR EKKI FULLNÆGT GRUNNÞÖRFUM SÍNUM FYRIR MAT, VATN, HREINLÆTI, HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTU, HÚSNÆÐI OG MENNTUN. nægjandi hátt borgaralegra, menningarlegra, fjárhagslegra, stjórnmálalegra og félagslegra rétt- inda. Haft er eftir Mahatma Gandhi að fátækt sé ein versta tegund ofbeldis sem fyrirfinnst. Fátækt getur stafað af lágum tekjum, því að brýnustu nauðsynjum er ekki fullnægt eða hvoru tveggja. Allir þurfa að fá grunnþörfum sínum fullnægt en þær eru hreint vatn, matur, orka til að lifa og starfa, vernd fyrir umhverfinu, skjól og öryggi, möguleiki til persónulegs þroska, mennt- unar og góðrar heilbrigðisþjónustu. Þeir sem búa við fátækt berjast við að fá ýmsum grunnþörfum sínum fullnægt. Þessi barátta hefur í för með sér minnkandi reisn fyrir einstaklinginn og dregur úr honum þrótt. Andlit fátæktarinnar eru mörg. Fátækt er ástand sem hefur í för með sér valdaleysi, niðurlægingu og takmarkaðan eða engan aðgang að ýmsum gæðum og þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Fátæktin hefur áhrif á öll samskipti hins fátæka við umhverfið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur bent á fimm meginsvið fátæktarinnar. I fyrsta lagi fjárhagslega hlið er snertir tekjur, lífsstíl og vinnuaðstæður. I öðru lagi hina mannlegu hlið er snýr að heilsufari og menntun. I þriðja lagi stjórnmálalega hlið, svo sem réttinn til að hafa áhrif og völd í samfélaginu, í fjórða lagi félags- og menningarlega hlið, svo sem stöðu og virðingu, og að lokum varnarleysishlið, þar sem fátæktin hefur í för með sér óöryggi, hættur og varnarleysi. Til að unnt sé að breyta lífi hinna fátæku er nauðsynlegt að skilja þessi mismunandi svið. Nauðsynlegur undanfari þess að draga úr fátækt á öllum þessum sviðum er að jafna kjör kvenna og karla og ólíkra kynþátta. Fátæktarmörk Fátæktarmörk eru venjulega notuð til að skilgreina fátækt. Fá- tæktarmörk skilja hina fátæku frá hinum sem meira mega sín og eru ólík milli landa og byggjast á skilgreiningu hvers lands fyrir sig. Fátæktarmörkin grundvallast á tekjum sem nauðsyn- legar eru til að kaupa nauðsynjar eða þjónustu. Alþjóðabank- inn skilgreinir fátækt á alheimsvísu með hliðsjón af fátæktar- Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.