Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 28
Valgeröur Katrín Jónsdóttir # m m m m m \ Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk hefur í flestum tilfellum búið við þá stöðu að meiri eftirsókn er eftir að fá það til starfa en framboð starfsmanna hefur ver- ið. Þetta hefur haft í för með sér að hjúkrunarfræðingar hafa t.d. lítið þurft að leita eftir þjónustu ráöningarskrif- stofa. Þær breytingar, sem nú standa yfir á Landspítala-há- skólasjúkrahúsi, geta þó breytt þeirri stöðu sem verið hef- ur. Davíð Freyr Oddsson er guðfræðingur að mennt og starfar sem ráðgjafi hjá Mannafli. Ritstjóri Tímarits hjúkr- unarfrœðinga sótti Davíð heim á skrifstofur Mannafls til að fá upplýsingar um hvernig hann hefur aðstoðaö fólk og fyrirtæki þar sem endurskipulagning á sér staö. Davíð segir það í flestum tilfellum mikið áfall fyrir fólk að missa vinnuna. Það veldur vanda, sárindum og tilfinningaróti bæði hjá þeim sem sagt er upp og hinum sem eftir eru á vinnustaðnum. Við endurskipulagningu fyrirtækja er oft stór- um hópi fólks sagt upp og Davíð segir þá aðstoð, sem hann bjóði upp á, ekki felast í því að útvega fólki vinnu heldur að- stoða það við að koma undir sig fótunum að nýju, hjálpa því við að loka sig ekki af og draga sig inn í skel sína, endurmeta stöðuna og hjálpa fólki við að búa sig undir að leita að nýju starfi. „Fólk, sem kemur hingað, er í sumum tilfellum niður- brotið og fer í gegnum ákveðið sorgarferli. Fæstir eru búnir að sætta sig við orðinn hlut. En aðrir Iíta meira á uppsögnina sem möguleika og tækifæri og eru fljótari að feta sig inn á nýjar slóðir," segir Davíð. Margvíslegir erfiðleikar fylgja uppsögnum. Davíð nefnir vanda þeirra sem þurfa að segja fólki upp, það sé síður en svo auð- velt og hann hafi rætt við marga í þeirri stöðu. Þá er það vandi hinna sem eftir eru því þeir jafn- vel líta svo á að hópurinn, sem sagt er upp, fái góða aðhlynningu og sé aðstoðaður við að fá ný tækifæri en hinir sitji eftir í gömlu störfunum. En starf Davíðs snýst þó fyrst og fremst um sam- og að leyfa fólki að tjá sig um það sem er efst í huga. Boðið er upp á þrjú viðtöl. I fyrsta viðtalinu eru málin skoðuð og rædd með tilliti til ástands og stöðu viðkomandi. Einstaklingurinn fær tæki- færi til að ræða afstöðu sína til uppsagnarinnar, hvernig honum líður og umfjöllun um hvað telst eðlilegt í þeim efnum. Þá er rætt um afstöðu hans til framtíðarinnar og væntinga hans. í öðru viðtalinu er gerð greining á sterkum hliðum og veikum hjá viðmælandanum og markmiðum hans. Boðið er upp á persónuleikapróf til að greina styrk og veikleika auk árangursríkrar markmiðssetningar. Markmið viðtalsins er að einstaklingurinn átti sig betur á hvað hann hef- ur fram að færa og hvar hann þarf að styrkja sig, miðað við framtíðarmarkmið sín. Einstaklingar gera aðgerðaráætlun til að fylgja eftir markmið- um. Boðið er upp á tvenns konar próf, persónu- leikapróf fyrir stjórnendur og sérfræðinga og styrkleikamat fyrir starfsmenn í þjónustu, sölu og almennum skrifstofustörfum. I þriðja viðtal- inu er gerð greining á markaðsstöðu, aðstoð við gerð ferilskrár og ráðgjöf varðandi starfsviðtöl. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.