Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 28
Valgeröur Katrín Jónsdóttir # m m m m m \ Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk hefur í flestum tilfellum búið við þá stöðu að meiri eftirsókn er eftir að fá það til starfa en framboð starfsmanna hefur ver- ið. Þetta hefur haft í för með sér að hjúkrunarfræðingar hafa t.d. lítið þurft að leita eftir þjónustu ráöningarskrif- stofa. Þær breytingar, sem nú standa yfir á Landspítala-há- skólasjúkrahúsi, geta þó breytt þeirri stöðu sem verið hef- ur. Davíð Freyr Oddsson er guðfræðingur að mennt og starfar sem ráðgjafi hjá Mannafli. Ritstjóri Tímarits hjúkr- unarfrœðinga sótti Davíð heim á skrifstofur Mannafls til að fá upplýsingar um hvernig hann hefur aðstoðaö fólk og fyrirtæki þar sem endurskipulagning á sér staö. Davíð segir það í flestum tilfellum mikið áfall fyrir fólk að missa vinnuna. Það veldur vanda, sárindum og tilfinningaróti bæði hjá þeim sem sagt er upp og hinum sem eftir eru á vinnustaðnum. Við endurskipulagningu fyrirtækja er oft stór- um hópi fólks sagt upp og Davíð segir þá aðstoð, sem hann bjóði upp á, ekki felast í því að útvega fólki vinnu heldur að- stoða það við að koma undir sig fótunum að nýju, hjálpa því við að loka sig ekki af og draga sig inn í skel sína, endurmeta stöðuna og hjálpa fólki við að búa sig undir að leita að nýju starfi. „Fólk, sem kemur hingað, er í sumum tilfellum niður- brotið og fer í gegnum ákveðið sorgarferli. Fæstir eru búnir að sætta sig við orðinn hlut. En aðrir Iíta meira á uppsögnina sem möguleika og tækifæri og eru fljótari að feta sig inn á nýjar slóðir," segir Davíð. Margvíslegir erfiðleikar fylgja uppsögnum. Davíð nefnir vanda þeirra sem þurfa að segja fólki upp, það sé síður en svo auð- velt og hann hafi rætt við marga í þeirri stöðu. Þá er það vandi hinna sem eftir eru því þeir jafn- vel líta svo á að hópurinn, sem sagt er upp, fái góða aðhlynningu og sé aðstoðaður við að fá ný tækifæri en hinir sitji eftir í gömlu störfunum. En starf Davíðs snýst þó fyrst og fremst um sam- og að leyfa fólki að tjá sig um það sem er efst í huga. Boðið er upp á þrjú viðtöl. I fyrsta viðtalinu eru málin skoðuð og rædd með tilliti til ástands og stöðu viðkomandi. Einstaklingurinn fær tæki- færi til að ræða afstöðu sína til uppsagnarinnar, hvernig honum líður og umfjöllun um hvað telst eðlilegt í þeim efnum. Þá er rætt um afstöðu hans til framtíðarinnar og væntinga hans. í öðru viðtalinu er gerð greining á sterkum hliðum og veikum hjá viðmælandanum og markmiðum hans. Boðið er upp á persónuleikapróf til að greina styrk og veikleika auk árangursríkrar markmiðssetningar. Markmið viðtalsins er að einstaklingurinn átti sig betur á hvað hann hef- ur fram að færa og hvar hann þarf að styrkja sig, miðað við framtíðarmarkmið sín. Einstaklingar gera aðgerðaráætlun til að fylgja eftir markmið- um. Boðið er upp á tvenns konar próf, persónu- leikapróf fyrir stjórnendur og sérfræðinga og styrkleikamat fyrir starfsmenn í þjónustu, sölu og almennum skrifstofustörfum. I þriðja viðtal- inu er gerð greining á markaðsstöðu, aðstoð við gerð ferilskrár og ráðgjöf varðandi starfsviðtöl. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.