Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 50
Hildur Elísabet Pétursdóttir Veturinn fyrir vestan Vestfjaröadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga var stofnuð áriö 1970 og voru stofnendur hennar 19 hjúkrun- arkonur sem hér störfuöu. Er deildin því aö veröa 34 ára og hefur allt frá upphafi veriö mjög öflug. Þennan veturinn hefur ekki veriö gerö nein breyting á því og er margt fram undan. Mynd tekin á aðalfundi 2004 17. og 18. október sl. héldum við haustnámsstefnu en hún hefur árum saman verið fastur liður í starfi deildarinnar. Þess- ar námsstefnur eru opnar öllu heilbrigðisstarfsfólki. Yfirskrift- in að þessu sinni var „geðheilbrigði og samfélagið" og var hún sú þriðja og síðasta um þetta þema, en núna var fjallað um meðferð og úrræðamöguleika. Fyrirlesarar voru fjórir, Engil- bert Sigurðsson, læknir, Rósa Marfa Gunnarsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, og Guðný Anna Arnþórsdóttir og Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingar. Páll hefur hjálpað okkur með skipu- lagningu út af þessu þema. Námsstefnan tókst mjög vel og kunnum við fyrirlesurunum bestu þakkir fyrir. Jólafundurinn er alltaf haldinn í byrjun desem- ber með pökkum, jólasveinum og tilheyrandi og þar fá hjúkrunarfræðingar iðulega að hleypa út innibyrgðum leiklistarhæfileikum. Þessir jóla- fundir voru lengi vel í heimahúsum en síðari ár höfum við leigt litla sali. Þessi upplyfting svona rétt fyrir jólin hefur farið vel í okkur og er mæt- ing góð. Aðalfundur er svo haldinn í febrúar þar sem síð- asta ár er gert upp og kosin ný stjórn ef þörf er á. Hjúkkur rækta meö sér leiklistarhæfileikana á jólafundi 2003 í nóvember héldum við almennan félagsfund með fræðslu í- vafi. Finnbogi Karlsson, innkirtlasérfræðingur sem leysti af í Bolungarvík í haust, hélt fyrirlestur um sykursýki og hjarta- sjúkdóma. A fundinum var líka sagt frá félagsráðsfundinum sem haldinn var í október og trúnaðarmaður fræddi okkur um starfsmenntunarsjóð F.í.h. og styrktarsjóð BHM. Með hækkandi sól ætlar Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir á Isafirði, að halda fyrir okkur fyrir- lestur um sjúkdómavæðingu. Þess má geta að hingað koma kvensjúkdómalæknar, barnalæknar og fleiri sérfræðingar á nokkurra mánaða fresti og eru þeir yfirleitt mjög jákvæðir að halda fyrir okkur fyrirlestra. Vonandi verður eitthvað um það í vetur. í vor klára þrír hjúkrunarfræðingar héðan frá ísa- firði fjarnám í Ijósmóðurfræði og verður spenn- andi að fá þær til starfa. Við vonum að þær kynni fyrir okkur lokaverkefnin sín einhverja notalega kvöldstund þegar fer að vora. 17. júní síðastliðinn skipti gamla sjúkrahúsið, sem ekki hefur verið notað sem slíkt frá 1989, um hlutverk og var vígt sem safnahús eftir vel heppnaðar endurbætur. Nú er þar bókasafn, hér- aðsskjalasafn og ljósmyndasafn. I tilefni af þessu stóra afmælisári okkar hjúkrunarfræðinga höfum við ákveðið í samvinnu við Safnahúsið og Heil- brigðisstofnunina í Isafjarðabæ að setja upp sýn- Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.