Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 17
GREIN Fátækt og heilsufar á Islandi Hún bendir á að 64% þeirra sem búa við fátækt á Islandi eru með börn á framfæri samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem norræna ráðherra- nefndin lét gera á öllum Norðurlöndum og tók til 10 ára tímabils (1986-1995). Hún bendir enn fremur á að Islendingar hafi verið aðilar að mannréttindasáttmála Evrópu frá 1954, og mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er frá 1948 en þar segir: „Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til ör- yggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyr- irvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert." Sigrún Björnsdóttir er skólahjúkrunarfræðingur í einum af grunnskólum borgarinnar. Hún segir að það hafi opnast fyrir henni nýr heimur er hún hóf störf í skólanum fyrir tæpum tveimur árum. „Það er mjög mikil fátækt hjá sumum þeirra barna sem hjá okkur eru,“ segir hún. Hún segir Félagsþjónustuna oft koma til að ræða við for- eldra því þeir eigi greinilega ekki nóg til hnífs og skeiðar. I skólanum er boðið upp á skólamáltíðir en sum börnin hafa ekki efni á að borða og þurfa að horfa á félagana í matartímum, kannski með lélegt eða ekkert nesti sjálfir. „Það er mjög mikil fátækt í Reykjavík," segir Sigrún. Hún bætir við að skólinn hafi hér áður verið með gæslu fyrir börnin eftir skólatíma en nú, eftir að ÍTR tók við henni, þurfi allir að greiða fullt gjald fyrir gæsl- una og það hafi í för með sér að sumir foreldrar hafa ekki efni á að greiða gjaldið og þá fari börn- in oft ein heim og slíkt hafi alvarleg áhrif á and- lega heilsu þeirra. Hún segir börnin einnig illa klædd, þau eigi sum hver ekki skjólfatnað og kennarar og starfsfólk komi oft með föt með sér sem börn þeirra eru vaxin upp úr til að bæta úr mesta skortinum. Foreldrarnir, sem eru oft og tíðum láglaunafólk, búi þar að auki í lélegu húsnæði. Þannig sé skortur á öllum sviðum og setji mark sitt á börn- in til frambúðar. Harpa segir að lágmarksviðmið, þ.e. algild fá- tæktarmörk (absolute poverty) séu gjarnan kennd við Rowntree sem beitti þeim í upphafi 20. aldar. Þessi skilgreining er talin mjög þröng, þ.e. hvort fólki takist að uppfylla lágmarksnæringarþörf sína. Starfsmenn Félagsmálastofnunar Reykjavíkur könnuðu hve mikinn mat væri unnt að kaupa fyrir upphæð sem ætluð var hjónum með tvö börn. Þeir settu saman matseðil sem var eini mögulegi matseðillinn ef upphæðin átti að duga og báru hann undir sjúkrasérfræðing Borgarspítalans og fengu umsögn hans um hvernig nýta mætti féð til að fá sem mesta hollustu. Nið- urstaðan var að daglegri hitaeiningaþörf fjölskyldunnar var ekki fullnægt, mörg vítamín, þar með c-vítamín voru undir dagsþörf. Harpa Njáls kemst því að því að skilgreining Rown- trees á algildri fátækt árið 1901, sem miðaðist við lágmarks- næringarþörf, ætti við á íslandi í upphafi 21. aldarinnar. Það að fá ekki fullnægt lágmarksnæringarþörf stuðlar að heilsu- leysi þegar fram í sækir. Þó fátæktin hafi þannig verið kortlögð hér á landi eru engar aðgerðir fyrirhugaðar hjá stjórnvöldum til að leiða fólk úr gildru fátæktarinnar og bæta þannig heilsufar þess hluta þjóð- arinnar sem líður skort. Aðgerðir stjórnvalda beinast helst að því að lækka kostnað þegar fólk á við Iangvarandi veikindi að stríða. Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sagði í samtali við Tímarit hjúkrunar- fræbinga að réttur tekjulágra fjölskyldna, sem bera mikinn kostnað vegna læknishjálpar, lyfjakaupa og þjálfunar, hafi verið rýmkaður um síðustu áramót. í þeim tilgangi að koma til móts við tekjulágar barnafjölskyldur eru viðmiðunarmörk árs- tekna, sem liggja til grundvallar endurgreiðslu vegna mikils kostnaðar við Iæknishjálp, lyf og þjálfun, hækkuð um ríflega 13%. Reglurnar fela í sér að fjölskylda, sem hefur allt að 1750 þúsund krónur í árstekjur, fær endurgreidd 90% af sjúkra- kostnaði umfram 12.250 krónur á þriggja mánaða tímabili. Þegar fjölskyldutekjur eru allt að 2,6 milljónir á ári og sjúkra- kostnaður fer fram yfir 18.550 krónur á þremur mánuðum endurgreiðir Tryggingastofnun þrjá fjórðu umframkostnaðar- ins. Við fjölskyldutekjur, sem eru allt að 3,7 milljónum króna á ári, endurgreiðir Tryggingastofnun 60% af sjúkrakostnaði umfram 25.900 krónur á þriggja mánaða tímabili. Einnig er tekið tillit til fjölda barna í hverri fjölskyldu þannig að viðmið- unartekjur eru lækkaðar um 260 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn. Heimildir: Harpa Njáls (2003). Fátækt á islandi viö upphaf nýrrar aldar. Hin dulda félagsgerö borg- arsamfélagsins. Reykjavik. Háskólaútgáfan. Harpa Njáls (2000). Áhrif efnalegra aöstæðna á félagslega þátttöku unglinga og líöan (óbirt). Reykjavík: Félagsvísindadeild Háskóla islands. Halldórsson, M., Cavelaars, A.E.J.M., Kunst, A.E., og Mackenbach, J.P. (1999). Socio- economic differences in health and well-being of children and adolescents in lceland. Scandinavian journal of Public Health. ISSN 1403-4948. Sigriöur Jónsdóttir (1997). Það er erfitt aö geta ekki séð fyrir sér sjálfur: Rannsókn á aö- stæðum Reykvíkinga sem fengið hafa fjárhagsaðstoö til langs tima. Reykjavik: Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Tímarit hjukrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.