Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 38
Skiptar skoðanir erum um ágæti „nurce practitioner" innan hjúkrunarstéttarinnar eins og fram kemur hér á eftir. Skiptar skoöanir Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, MS og „adult nurse practitioner" frá University of North Carolina í Chapel Hill í Bandaríkjunum Nurse practitioners: Starfssviö og möguleikar hér á landi 0^111^1 er nú um allan heim á aö víkka starfssvið hjúkrunarfræöinga og eru „nur- se practitioners" sú starfsstétt sem hefur hlotiö menntun til þeirra starfa víös veg- ar um heiminn. "Nurse practitioners" (NP) eru í stuttu máli sagt hjúkrunarfræðingar sem hafa hlotið sérfræöiþekkingu, þjálfun í flókinni ákvarðanatöku og klíníska færni á víðara starfs- sviöi og flestir hafa þeir meistarapróf. hefur verið gott. Þar hefur hlutverk NP verið umdeilt á meðal hjúkrunarfræðinga og hafa sumir haldið því fram að það færði hjúkrunarfræðinga frá hjúkrun og yfir í læknisfræði og gerði þar með lítið úr einstöku hlutverki hjúkrunarfræðinga. Með tímanum hafa hjúkrunarfræðingar þó í auknum mæli viðurkennt hlutverk NP því að raunin er sú að þeir veita hágæða- þjónustu með því að nota hjúkrunarfræðilega nálgun (Hamric, Spross og Hanson, 1996). Við mat á þeirri þjónustu sem NP veita hefur komið í ljós að störí þeirra eru árangursrík, hag- kvæm og að skjólstæðingarnir eru ánægðir með störf þeirra (Cooper, 2001). Möguleikar hér á landi Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðasamtökum hjúkrunarfræð- inga, ICN, hefur starfssvið hjúkrunarfræðinga verið víkkað í 40 löndum og eru NP viðurkennd starfstétt að lögum, t.d. í Banda- ríkjunum, Kanada, Ástralíu, Englandi og Hollandi. Sem dæmi um þróun á víðara starfssviði hjúkrunar má nefna að áhugi hefur verið í Svíþjóð á að víkka hlutverk hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustunni og byrjuðu Svíar því að bjóða upp á NP- nám í öldrunarhjúkrun árið 2003. Einnig var hlutverk NP kynnt í Hollandi árið 1997 og er það nú stór þáttur í hollenska heil- brigðiskerfinu (International Council of Nurses, 2004). Hlutverk NP Starfssvið NP er breiðara og einnig geta þeir unnið meira sjálf- stætt en almennir hjúkrunarfræðingar. Þeir spyrja sjúklinginn nákvæmlega út í sjúkrasöguna og skrá hana, skoða sjúklinginn, greina vandann, ákveða rannsóknir og veita honum meðferð. I Bandaríkjunum hafa NP leyfi til að skrifa út lyf og er það mis- jafnt eftir fylkjum hversu marga lyfjaflokka leyfið nær yfir. I sumum fylkjum ná leyfin yfir öll lyf en í öðrum öll nema eftirrit- unarskyld lyf (Pearson, 2004). Forvarnir eru mikilvægur liður í starfi NP og fá þeir þjálfun í að gera nákvæmt mat á áhættuþátt- um við söguskráningu og skoðun. Auk þess er stór þáttur í hlut- verki þeirra að veita ráðgjöf um t.d. lyf, mataræði, hreyfingu, svefn og aðferðir við að minnka streitu. 1 Bandaríkjunum þurfa NP að gera samstarfssamning við lækni áður en þeir hefja störf og vinna þá annaðhvort á sömu starfsstöð og hann eða annars staðar en þurfa þó að geta verið í sambandi við hann. Rannsóknir hafa sýnt að samstarf þessara tveggja starfstétta En af hverju er þörf fyrir að hjúkrunarfræðingar víkki starfssvið sitt hér á landi? Af því að heilbrigð- iskerfið er í stöðugri þróun, heilbrigðisþjónustan verður sífellt flóknari samfara tæknilegum framför- um og þarfir íbúanna fyrir þjónustu eru stöðugt að breytast. Læknar verða sífellt sérhæfðari og sinna flóknari vandamálum, heimilislæknar sinna meira af því sem sérfræðingar gerðu áður. Þar sem ér skortur á læknum, t.d. á heilsugæslustöðvum, gætu NP nýst vel í samstarfi við þá og sömuleiðis þar sem skortur er á læknum á landsbyggðinni því að sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu (2004) skulu allir eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Greinarhöf- undur starfaði eina viku á Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði sem NP, en þá var læknislaust þar, og var í símasambandi við vaktlækni á Egilsstöðum þegar þurfti að skrifa lyfseðla og varðandi ráðgjöf og gekk þetta allt saman vel. Það hljóta allir að vera sam- mála um að betra sé að NP veiti þjónustu í svona tilfellum í stað þess að engin þjónusta sé í boði. Á göngudeildum getur menntun NP komið sér vel við mat á ástandi og eftirlit á sjúklingum. Að auki nýt- ast þeir vel í öllu starfi með heilbrigða einstaklinga, t.d. í skólaheilsugæslu, framhaldsskólum og fyrir- tækjum. NP geta tekið leghálssýni við kembileit, einnig koma störf þeirra að gagni á kynsjúkdóma- deildum. Það hefur sýnt sig að á hjúkrunarheimilum hafa Tímarit hjukrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.