Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 38
Skiptar skoðanir erum um ágæti „nurce practitioner" innan hjúkrunarstéttarinnar eins og fram kemur hér á eftir. Skiptar skoöanir Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, MS og „adult nurse practitioner" frá University of North Carolina í Chapel Hill í Bandaríkjunum Nurse practitioners: Starfssviö og möguleikar hér á landi 0^111^1 er nú um allan heim á aö víkka starfssvið hjúkrunarfræöinga og eru „nur- se practitioners" sú starfsstétt sem hefur hlotiö menntun til þeirra starfa víös veg- ar um heiminn. "Nurse practitioners" (NP) eru í stuttu máli sagt hjúkrunarfræðingar sem hafa hlotið sérfræöiþekkingu, þjálfun í flókinni ákvarðanatöku og klíníska færni á víðara starfs- sviöi og flestir hafa þeir meistarapróf. hefur verið gott. Þar hefur hlutverk NP verið umdeilt á meðal hjúkrunarfræðinga og hafa sumir haldið því fram að það færði hjúkrunarfræðinga frá hjúkrun og yfir í læknisfræði og gerði þar með lítið úr einstöku hlutverki hjúkrunarfræðinga. Með tímanum hafa hjúkrunarfræðingar þó í auknum mæli viðurkennt hlutverk NP því að raunin er sú að þeir veita hágæða- þjónustu með því að nota hjúkrunarfræðilega nálgun (Hamric, Spross og Hanson, 1996). Við mat á þeirri þjónustu sem NP veita hefur komið í ljós að störí þeirra eru árangursrík, hag- kvæm og að skjólstæðingarnir eru ánægðir með störf þeirra (Cooper, 2001). Möguleikar hér á landi Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðasamtökum hjúkrunarfræð- inga, ICN, hefur starfssvið hjúkrunarfræðinga verið víkkað í 40 löndum og eru NP viðurkennd starfstétt að lögum, t.d. í Banda- ríkjunum, Kanada, Ástralíu, Englandi og Hollandi. Sem dæmi um þróun á víðara starfssviði hjúkrunar má nefna að áhugi hefur verið í Svíþjóð á að víkka hlutverk hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustunni og byrjuðu Svíar því að bjóða upp á NP- nám í öldrunarhjúkrun árið 2003. Einnig var hlutverk NP kynnt í Hollandi árið 1997 og er það nú stór þáttur í hollenska heil- brigðiskerfinu (International Council of Nurses, 2004). Hlutverk NP Starfssvið NP er breiðara og einnig geta þeir unnið meira sjálf- stætt en almennir hjúkrunarfræðingar. Þeir spyrja sjúklinginn nákvæmlega út í sjúkrasöguna og skrá hana, skoða sjúklinginn, greina vandann, ákveða rannsóknir og veita honum meðferð. I Bandaríkjunum hafa NP leyfi til að skrifa út lyf og er það mis- jafnt eftir fylkjum hversu marga lyfjaflokka leyfið nær yfir. I sumum fylkjum ná leyfin yfir öll lyf en í öðrum öll nema eftirrit- unarskyld lyf (Pearson, 2004). Forvarnir eru mikilvægur liður í starfi NP og fá þeir þjálfun í að gera nákvæmt mat á áhættuþátt- um við söguskráningu og skoðun. Auk þess er stór þáttur í hlut- verki þeirra að veita ráðgjöf um t.d. lyf, mataræði, hreyfingu, svefn og aðferðir við að minnka streitu. 1 Bandaríkjunum þurfa NP að gera samstarfssamning við lækni áður en þeir hefja störf og vinna þá annaðhvort á sömu starfsstöð og hann eða annars staðar en þurfa þó að geta verið í sambandi við hann. Rannsóknir hafa sýnt að samstarf þessara tveggja starfstétta En af hverju er þörf fyrir að hjúkrunarfræðingar víkki starfssvið sitt hér á landi? Af því að heilbrigð- iskerfið er í stöðugri þróun, heilbrigðisþjónustan verður sífellt flóknari samfara tæknilegum framför- um og þarfir íbúanna fyrir þjónustu eru stöðugt að breytast. Læknar verða sífellt sérhæfðari og sinna flóknari vandamálum, heimilislæknar sinna meira af því sem sérfræðingar gerðu áður. Þar sem ér skortur á læknum, t.d. á heilsugæslustöðvum, gætu NP nýst vel í samstarfi við þá og sömuleiðis þar sem skortur er á læknum á landsbyggðinni því að sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu (2004) skulu allir eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Greinarhöf- undur starfaði eina viku á Heilsugæslustöðinni á Vopnafirði sem NP, en þá var læknislaust þar, og var í símasambandi við vaktlækni á Egilsstöðum þegar þurfti að skrifa lyfseðla og varðandi ráðgjöf og gekk þetta allt saman vel. Það hljóta allir að vera sam- mála um að betra sé að NP veiti þjónustu í svona tilfellum í stað þess að engin þjónusta sé í boði. Á göngudeildum getur menntun NP komið sér vel við mat á ástandi og eftirlit á sjúklingum. Að auki nýt- ast þeir vel í öllu starfi með heilbrigða einstaklinga, t.d. í skólaheilsugæslu, framhaldsskólum og fyrir- tækjum. NP geta tekið leghálssýni við kembileit, einnig koma störf þeirra að gagni á kynsjúkdóma- deildum. Það hefur sýnt sig að á hjúkrunarheimilum hafa Tímarit hjukrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.