Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 8
Valgerður Katrín Jónsdóttir Alþjóöadagur hjúkrunarfræöinga, 12. maí 2004 Fátækt og heilsufar Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga, 12. maí, verður á þessu ári helgaður baráttunni gegn fátækt. Fátækt er eitt af helstu vandamálum mannkynsins en talið er að 1,2 millj- aröar manna búi við sára fátækt og hafi minna en einn bandaríkjadal til ráðstöfunar daglega og skorti þar með nauðsynjar, svo sem mat, vatn, klæði, húsnæði og aðgang aö heilbrigðisþjónustu. 2,8 milljarðar til viðbótar eru tald- ir lifa á minna en tveimur dölum á dag. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Alþjóðasamtökum hjúkrunarfræðinga, ICN, er slæmt heilsufar fylgisystir fátækt- arinnar og þeir 1,2 milljarðar, sem búa við sára fátækt, þjást af mörgum alvarlegustu sjúkdómum sem herja á mannkynið, svo sem ýmsum kvillum sem stafa af næringarskorti. Ogn fátækt- arinnar felst í þeim vítahring að hinir fátæku hafa ekki aðgang að heilbrigðiskerfinu, menntun sem getur aukið tekjur þeirra eða öðru sem getur breytt stöðunni. An góðrar heilsu minnka möguleikarnir á að flýja fátæktina. Gott heilsufar er undirstaða fjárhagslegrar og félagslegrar framþróunar. Þegar fólk á ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum verður það móttækilegt fyrir alls kyns sjúkdómum og dánartíðnin hækkar. Góð heilsa er undirstaða almennrar vellíðanar og hef- ur áhrif á einstaklinginn á allan hátt. Miklu skiptir varðandi framlag til fjölskyidu og samfé- lags hvort viðkomandi er fullur orku eða orkulít- ill, þreyttur eða stöðugt með verki. ICN leggur áherslu á að vekja hjúkrunarfræðinga til aukinn- ar vitundar um samspil heilsufars og fátæktar í þeim tilgangi að bæta heilsu og draga úr fátækt. Hvað er fátækt? En hvað er fátækt? Til að skilja hvað hugtakið merkir þarf fyrst að skilgreina það. Fátækt hefur verið skilgreind af Sameinuðu þjóðunum sem það ástand manneskju að búa við langvinnan eða stöðugan skort úrræða, öryggis og krafts sem er nauðsynlegur til að njóta á full- Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.