Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 45
FRÁ FÉLAGINU Skipulag trúnaðarmanna- kerfis F.í.h. kjör og hvaðeina annað sem máli kann að skipta. Ef upp kemur ágreiningur á vinnustað milli starfsmanna og stjórnenda skal starfsmaðurinn snúa sér til trúnaðarmanns sem aflar sér upplýs- inga á skrifstofu félagsins og kemur þeim upp- lýsingum á framfæri við viðkomandi starfsmann. Af þessari stuttu upptalningu á störfum trúnaðarmanna má berlega sjá að skyldur þeirra og hlutverk er gríðarlega mikil- vægt og stórt. Það að hafa öflugt og virkt trúnaðarmannakerfi skiptir því verulega miklu máli fyrir Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga sem fag- og stéttarfélag. ii. Kjarakröfur Trúnaðarmenn gegna lykilhlutverki þegar móta á kjarakröfur félagsins. Mjög mikilvægt er að kröfugerð félagsins endurspegli vilja og skoðanir félagsmanna á hverjum tíma. Kröfum félags- manna vegna samningagerðar kemur trúnaðar- maður til skila við félagið sem mótar hinar end- anlegu kröfur. Eftir að endanleg kröfugerð liggur fyrir hefjast kjaraviðræður. Vegna þessa var öllum trúnaðarmönnum félagsins sent bréf í upphafi; nýs árs og þeir hvattir til að komast að vilja fé- lagsmanna í komandi kjaraviðræðum haustið 2004 og senda til félagsins. Svör vegna þessa hafa ekki látið á sér standa og nú er það svo að hafin er vinna við að móta kröfugerð félagsins í komandi kjarasamningum. Trúnaðarmaður hefur og mikilvægu hlutverki að gegna þegar kjaravið- ræður eru hafnar, m.a. að upplýsa félagsmenn um gang viðræðna eða upplýsa samninganefnd um vilja félagsmanna um einstök atriði sem til umræðu eru. Með tilkomu tölvupósts og netvæð- ingu hefur þessi þáttur í kjaraviðræðum reynst enn mikilvægari og fljótvirkari eins og berlega kom í Ijós í síðustu samningum vorið 2001. A skjótan og greiðvirkan hátt reyndist unnt að upp- lýsa trúnaðarmenn um gang viðræðna hverju sinni eða kalla til fundar með stuttum fyrirvara. Stuðningur trúnaðarmanna og aðstoð í tveggja daga verkfalli félagsins í maí 2001 reyndist ómet- anlegur og til mikilla hagsbóta fyrir félagið. Þá ber og að minnast á störf trúnaðarmanna og und- irbúning fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamning félagsins fyrst í júní og aftur í ágúst 2001. iii. Samstarfsnefndir Með tilkomu nýs launakerfis 1997 hefur vægi og hlutverk trúnaðarmanna aukist stórlega vegna skipunar samstarfsnefnda á stofnunum. Sam- starfsnefndir gera og endurskoða stofnanasamn- ing á stofnunum. Reynslan hefur sýnt að trúnað- armenn eru oftar en ekki í samstarfsnefndum og gegna lykilhlutverki í að gera stofnanasamning á stofnun, þ.e. þeir eru í forsvari fyrir starfsmenn í þeim viðræðum. Skyldur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnvart trúnaðarmönnum I reglugerð um trúnaðarmenn félagsins er einnig fjallað um skyldur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnvart trúnaðar- mönnum. Til að trúnaðarmenn félagsins geti sinnt sínu starfi sem skyldi verður félagið að upplýsa þá og gera þeim grein fyr- ir hlutverki sínu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skal halda námskeið fyrir trúnaðarmenn a.m.k. einu sinni á ári. Félaginu ber skylda til að upplýsa trúnaðarmenn um stöðu kjaramála og annarra mála er varða hjúkrunarfræðinga. Því ber skylda til að styrkja og aðstoða trúnaðarmenn sína í hverjum þeim málum sem upp geta komið. Trúnaðarmaður á rétt á því að skjóta málum, sem hann einhverra hluta vegna telur sig ekki geta leyst úr, til félagsins og hann á rétt á samantektum frá skrif- stofu félagsins um helstu kjaraatriði. i. Trúnaðarmannanámskeiö Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undanfarin ár staðið fyrir 2-3 trúnaðarmannanámskeiðum á ári. Námskeiðin hafa verið daglöng og dagskrá þeirra með þeim hætti að farið er vel yfir kjara- og réttindamál. Annars vegar er kafað ofan í ein- stakar greinar kjarasamningsins og hins vegar gerð grein fyrir tilteknum réttindaatriðum hverju sinni. Námskeiðin hafa að mestu verið í höndum starfsfólks skrifstofu félagsins en einnig hafa verið fengnir utanaðkomandi aðilar til að fjalla um tiltekin atriði. Námskeiðin hafa ætfð verið vel sótt af trúnað- armönnum og færri komist að en viljað. A trúnaðarmanna- námskeiðum, sem haldin voru á vegum félagsins í janúar og febrúar á þessu ári, var sú breyting gerð að dagskrá þeirra mið- aðist við að nú er samningaár og efnið í samræmi við það. Þessi námskeið voru einkum ætluð þeim trúnaðarmönnum sem hafa sótt námskeið á vegum félagsins áður, þ.e. grunn- námskeið í kjarasamningum og réttindum. Ætlunin er að gera greinarmun á fræðslu annars vegar til hjúkrunarfræðinga, sem eru nýteknir við trúnaðarmannsstörfum, og hins vegar þeirra sem hafa starfað sem trúnaðarmenn um langa hríð. ii. Upplýsingaflæði Heimasíða félagsins auðveldar mjög allt upplýsingastreymi til trúnaðarmanna. A sfðunni má m.a. finna kjarasamninga sem félagið hefur gert við viðsemjendur ásamt stofnanasamning- um sem gerðir hafa verið og eru í gildi á hverjum stað. A síð- unni er einnig að finna heilmikið efni er snýr að kjara- og rétt- indamálum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendir til fé- Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.