Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 56
Utdrættir úr lokaritgerðum meistara Eftirtaldir hafa lokið meistaranámi frá Manchester háskóla, Royal College of Nursing Institute í tengslum við Háskólann á Akureyri. Ragnheiður Alfreðsdóttir • Rof við umhverfið • Baktal • Letjandi starfsandi kom þannig fram að viðmælendur fundu fyrir óöryggi og vanlíðan í hópnum og þá skorti styrk eða orku til að takast á við störf sín. Starfsandi á legudeildum. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa Ijósi á sýn hjúkrunarfræðinga á starfsumhverfi, einkanlega hvað eflir eða letur starfsandann. Einnig var leitast við að skilja þýðingu starfsum- hverfisins fyrir hjúkrunarfræðinga. Aðferö: Gerð var fyrirbærafræðileg rannsókn þar sem tekin voru 9 viðtöl við fjóra deildarstjóra og 10 viðtöl við fjóra hópa hjúkrunar- fræðinga sem störfuðu á lyflæknis-, handlæknis-, barna-, öldrunar- og geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Umræða: Aukinn skilningur á starfsanda á legudeild gæti nýst stjórnendum og öðru starfsfólki til þess að stuðla að eflandi starfsanda og draga úr letjandi starfsanda. Hjúkrunarfræðingar búa yfir þekkingu og reynslu til að stuðla að eflandi starfsanda. Hins vegar þarf að draga þá þekkingu og reynslu fram í dagsljósið og hrinda henni í framkvæmd. Það myndi kosta heilbrigðiskerfið lítið en gæti skilað töluverð- um árangri í starfi legudeilda. Eflandi starfsandi og hagræðing eiga samleið. Sólveig Guðlaugsdóttir Niðurstööur benda til aö starfsumhverfið skiptist í starfsþætti og starfsanda. Starfsþættir eru tímabundnir áhrifaþættir í starfsumhverfinu t.d. deildarstjórinn sem er áhrifamikill þáttur, starfsmaðurinn, skipu- lagsform hjúkrunar á deildinni, utanaðkomandi þættir o.fl. Starfsþættirnir hafa áhrif á að efla eða letja starfsandann ásamt áhuga einstaklingsins eða hópsins. Starfsandinn er hinn óáþreifanlegi þáttur starfsumhverfisins en kjarni hans eru samskipti. Starfsandinn er viðkvæmt fyrirbæri sem ávallt þarf að sinna og er á stöðugri hreyfingu milli tveggja póla. Þessir pólar eru annars vegar eflandi starfsandi, þar sem ríkja samskipti sem hvetja til stöðugrar þróunar og sjálfsviðhalds eflandi starfsanda, hins vegar letjandí starfsandi þar sem sam- skipti eru hindruð eða jafnvel stöðnuð. Aðaleinkenni eflandi starfsanda eru: • Opin boðskipti • Umhyggja fyrir sjálfum sér og öðrum • Heildarsýn • Eflandi starfsandi kemur skýrt fram þegar viðmælendur finna fyrir öryggi og vellíðan og fá stuðning og styrk til að takast á við störf sín. Aðal einkenni letjandi starfsanda eru: • Umhyggjuleysi gagnvart sjálfum sér og öðrum • Hindranir í starfsumhverfinu Því er aldrei lokiö Reynsla mæöra sem eiga börn meö ein- hverfu Mæður barna með einhverfu líta á líf sitt sem bar- áttu fyrir börnum sínum. Þegar önnur börn vaxa og þroskast burt úr hreiðrinu halda börn með ein- hverfu áfram að þurfa áforeldrum sínum að halda j eins lengi og foreldrarnir endast til. Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu mæðra sem eiga börn með einhverfu og skoða samskipti foreldra og fagfólks frá sjónarhóli mæðranna sem tóku þátt í rannsókninni. Rannsóknarspurningin var: „Hver er reynsla þín af því að vera móðir barns með einhverfu?" Rannsóknaraðferðin var eigindleg og byggð á hug- myndafræði Gadamers um túlkunarfyrirbærafræði. Niðurstöður byggðust á hljóðrituðum djúpviðtölum við tíu mæður barna með einhverfu. Víðtölin voru skráð frá orði til orðs og síðan þemagreind í fimm aðalflokka af rannsakanda. Hver flokkur hafði síðan undirþemu. Mæðurnar voru á aldrinum 30 til 49 ára og börn þeirra á aldrinum 6 til 16 ára. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.