Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 44
Helga Birna Ingimundardóttir Skipulag trúnaöarmanna- kerfis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Trúnaöarmannakerfi Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga byggist annars vegar á lögum nr. 94/1986, um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna, og hins vegar á reglugerö um trúnaðarmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga sam- þykkta í stjórn félagsins 3. júní 1994. í lögum nr. 94/1986, um kjarasamning opinberra starfsmanna, er m.a. fjallað um skilgreiningu á því hverjir teljast trúnaöarmenn, kjöri þeirra og hlutverki, upplýsingaskyldu yfirmanna viö trúnaöar- menn og réttindi trúnaðarmanna. Reglugerö um trúnaöar- menn, er stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sam- þykkti í júní 1994, skerpir enn frekar á hlutverki og skyld- um trúnaöarmanna annars vegar og félagsins hins vegar gagnvart trúnaöarmönnum (bls. 44 í handbókinni). Skipulag trúnaöarmannakerfis Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga Skipulag trúnaðarmannakerfis Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga á stofnunum í dag byggist á 1. grein reglugerðarinn- ar, um skipan og kosningu trúnaðarmanna. Þar segir m.a. að höfuðreglan sé sú að einn trúnaðarmaður er kjörinn á vinnu- stað þar sem eru a.m.k. fimm starfsmenn. A stærri stofnunum skal miðað við að einn til tveir trúnaðarmenn séu fyrir hvert svið skv. skipulagsheild hjúkrunar. Þá má einnig kjósa trúnað- armann fyrir tiltekið félagssvæði ef ekki er unnt að uppfylla á- kvæðin um lágmarksfjölda félagsmanna. Hjúkrunarfræðingar í stjórnunarstöðu skulu að öllu jöfnu ekki gegna starfi trúnað- armanns. Samkvæmt félagaskrá Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í mars 2004 eru starfandi hjúkrunaríræðingar tæplega 3.000 talsins, þar af eru rúmlega 160 hjúkrunarfræðingar einnig starfandi sem trúnaðarmenn á vegum félagsins á tæplega 50 stofnunum, vítt og breitt um landið. Hlutverk og skyldur trúnaöarmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Um hlutverk og skyldur trúnaðarmanna er fjallað í 2. og 4. grein reglugerðarinnar. Skv. henni starfa trúnaðarmenn sem tengiliðir milli félagsmanna og félagsins annars vegar og milli félagsmanna og stofnana hins vegar. Trúnaðarmönnum ber að standa vörð um réttindi og skyldur félagsmanna, kynna sér ýtarlega kjarasamning félagsins og upplýsa félagsmenn um ný og breytt kjaraatriði. Trúnaðarmönnum ber að taka við kvörtunum og fyrirspurnum félagsmanna og krefja vinnuveit- endur um lagfæringar ef þess er þörf og tilkynna það á skrifstofu félagsins. Trúnaðarmönnum ber að fylgjast með þegar nýir félagsmenn ráða sig á stofnun og kynna þeim hver þeirra trúnaðarmað- ur er ásamt helstu atriðum kjarasamningsins og kjörum á stofnuninni. Trúnaðarmönnum ber að kynna félagsmönnum stöðu samningamála þegar tilefni er til, annast fundarboð, sjá um atkvæða- greiðslu í félaginu á viðkomandi vinnustað og annast önnur trúnaðarstörf á vegum félagsins. i. Tengiliöur Á vinnustöðum geta komið upp ýmis mál sem þarl að Ieysa með samkomulagi stofnunar og starfsmanns. Reynslan hefur sýnt að viðfangs- efni trúnaðarmanna eru einkum tengd kjara- samningum, s.s. vegna vinnufyrirkomulags og ráðningarkjara. Trúnaðarmanni er ætlað að gæta þess að samningar séu haldnir á viðkomandi vinnustað og lög ekki brotin á starfsfólki. Hann er, eins og fram kemur í reglugerð félagsins um trúnaðarmenn, tengiliður milli félagsmanna og vinnuveitanda annars vegar og félagsmanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hins vegar. Honum ber að leitast við að eiga góð tengsl við þá sem hann þarf að eiga samskipti við og stuðla að sáttum þegar til ágreinings kemur. Trúnaðar- maður getur auðveldað samskipti milli þessara aðila og gert bæði starfsfólki og stjórnendum mikið gagn enda á hann jafnan greiða leið að öll- um upplýsingum varðandi samninga um kaup og Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.