Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 16
Rannsóknin Fátækt á íslandi felur m.a. í sér það nýmæli að sett er fram aðferð til að nálgast og útfæra til gjalda lágmarks- framfærslu og meta hvort lífeyrir Tryggingastofnunar og lægstu laun dugi til að standa undir þeim útgjöldum. Þar er byggt á framfærsluþáttum sem hið opinbera hefur skilgreint. Niðurstöður sýna að lágmarksframfærsla einstaldings var 100.750 krónur á mánuði í nóvember árið 2000. Alla bótaþega vantaði 40.000 - 50.000 krónur á mánuði til að hafa fyrir lág- marksframfærslu. Ljóst er að fátækt á íslandi er tilkomin vegna brotalama í velferðarkerfinu. I bókinni Fátækt á Islandi eru lagðar fram tillögur til úrbóta sem talið er að draga muni úr fátækt. Þær felast m.a. í því að hækka lífeyri til jafns við lágmarksframfærslu einstaklings og að dregið verði úr skerð- ingum á lífeyri og barnabætur. Flarpa taldi nauðsynlegt að fá úr því skorið hvað slíkar aðgerðir kostuðu hið opinbera og fékk Þjóðhagsstofnun til að reikna það út. Niðurstaðan er sú að út- gjöld velferðarkerfisins, sem voru 19,1% af landsframleiðslu árið 1999, verði nálægt 22,5% af landsframleiðslu. ísland yrði þrátt fyrir það enn með lægst útgjöld til velferðarmála af landsframleiðslu á Norðurlöndunum en lífskjör lágtekjufólks og lífeyrisþega myndu stórbatna og fátækum fækka verulega. í bók sinni vitnar Harpa í líkan Díönu B. Dutton af vítahring fátæktar og sjúkdóma. Dutton segir hina fátæku almennt við verri heilsu en þá sem betur eru settir félags- og efnalega í samfélaginu, en einnig hitt að verra heilsufar leiði til minni vinnugetu og lægri tekna. I samspili fátæktar og sjúkdóma segir Dutton að greina megi ákveðna lykilþætti í lífi og að- stæðum fátæks fólks: óhagstæð og erfið umhverfisáhrif, and- legt álag, félagslega einangrun, óheilbrigðan Iífsstíl og ófull- nægjandi heilsugæslu. Allt leiðir þetta til verra heilsufars. í líkaninu er gert ráð fyrir að menntun hafi áhrif á efnahag, fólk með meiri menntun hefur almennt hærri tekjur. Hinir ó- menntuðu verða oft að taka að sér áhættusöm og óþrifaleg störf. Dutton nefnir líka andlegt álag sem fylgir fátæktinni og slíkt álag getur haft áhrif á heilsufarið, bæði andlega og líkam- lega. Það fylgir einnig fátæktinni að búa ekki aðeins við and- legar og líkamlegar þrautir heldur einnig við smán. Fólk er brennimerkt, það lifir við niðurlægingu ásamt auðmýkingu vegna viðhorfa annarra. Slík viðhorf valda einstaklingunum skaða og skerða sjálfsvirðingu þeirra. Félagsleg einangrun er annar fylgifiskur andlegs álags hjá lágtekjufólki. Takmörkuð félags- og menningarleg þátttaka endurspeglar vanmátt og hömlur og er einkenni hinna fátæku. Félagsleg einangrun er sérstakt vandamál hinna fátæku og lágtekjuhópar eru einnig íl minni félagslegum samskiptum en þeir sem eru betur efnað- ir. Þetta endurspeglast í rannsókn Hörpu Njáls um aðstæður fátækra á Islandi við upphaf nýrrar aldar. Ofullnægjandi heilsuvernd er einn þáttur í líkani Duttons. Vert er að benda á í þessu sambandi að samkvæmt mati Tryggingastofnunar ríkisins hefur lyfjakostn- aður hækkað um 44% á árunum 1990-1996 og læknisþjónusta, sem hefur verið ódýr, hækkað verulega. Harpa Njáls greinir nokkra þætti hjá viðmælend- um sínum sem iangvarandi erfiðleikar og bágar aðstæður hafa í för með sér. Þannig nefna allir tíu viðmælendur hennar að þeir finni fyrir kvíða, þunglyndi, þreytu, heilsutapi, missi efnalegs ör- yggis og sorgartilfinningu. Níu tala um vanmátt vegna barna, lélega sjálfsmynd og reiðitilfinningu. Atta nefna verki í baki og höfði, sjö álitshnekki, fimm breytta sjálfsímynd og tveir erfiðleika í hjónabandi og sjálfsvígs- eða dauðahugsanir. Þá nefna allir viðmælendur verri heilsu eða stöðu, minni vinnugetu, félagslega einangrun, andlegt álag, tilfinningalegt álag, niðurlægingu og auðmýkingu, takmarkaða félagslega þátttöku, litla þátttöku í menningaratburðum, minni fé- lagsleg samskipti og lélegra mataræði. Níu nefna skerta sjálfsvirðingu, átta telja vanda fátæktar koma niður á börnunum og þrír segja börn sín með þráláta sjúkdóma. Börn og fátækt Heilsa barnanna er því í húfi. Rannsókn Hörpu Njáls var gerð árið 2000 og fjallar um áhrif efna- legra aðstæðna á félagslega þátttöku unglinga og líðan og nær til unglinga í 9. og 10. bekk grunn- skóla Reykjavíkur. Niðurstöðurnar sýna að ungl- ingar, sem sögðust búa við erfiðan efnahag, höfðu lakari heilsu bæði andlega og líkamlega en hinir sem bjuggu við betri aðstæður. Saman- burðarrannsóknir Matthíasar Halldórssonar og fleiri 1999 og 2000 sýndu að þeir sem búa við verri félagslegar og efnalegar aðstæður búa jafn- framt við lakara heilsufar. Rannsóknin sýndi skýr tengsl milli heilsufars barna 2-17 ára og félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra því að þau sem ver eru sett búa jafnframt við verra heilsufar. Harpa bendir á hve það fer illa með börn að búa við fátækt. Börn, sem alast upp við skort, hafa minni möguleika á þátttöku í félagslífi og byrja snemma að standa hjá og stór hluti barna er þannig lamaður til lífstíðar. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.