Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 47
Fréttamolar... lagsmanna sinna á tveggja ára fresti handbók þar sem fag- og kjaramálum eru gerð mjög góð skil. Allt er þetta gert til að upplýsa félagsmenn um réttindi þeirra. Ef hins vegar koma upp ágrein- ingsmál á vinnustað ber hjúkrunarfræðingum að leita réttar síns hjá trúnaðarmanni á vinnustaðn- um. Dugi afskipti trúnaðarmannsins ekki til, kemur til kasta félagsins. Trúnaðarmaðurinn er fulltrúi félagsins á vinnustaðnum og þær lög- bundu skyldur, sem honum eru lagðar á herðar, eru í raun skyldur félagsins. Trúnaðarmaðurinn byrjar á því að reyna að leysa vandamálin á vinnustaðnum sjálfum en gangi það ekki verður félagið að grípa inn í. Trúnaðarmaðurinn á rétt á því að félagið styðji við bakið á honum. Það styrkir trúnaðarmanninn ef atvinnurekendur vita að hann hefur félagið með sér. iii. Skipulag Skrifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur mjög vel utan um trúnaðarmannakerfið. Þar er skráð hverjir eru trúnaðarmenn, hvar þeir starfa, hvenær þeir hófu störf og almennar upp- lýsingar um vinnustaðinn og símanúmer. Gríðar- lega mikilvægt er að upplýsa félagið um þegar nýir trúnaðarmenn koma til starfa til að réttar upplýsingar séu til staðar hjá skrifstofu félagsins hverju sinni. Til að auðvelda þessa vinnu eru til sérstök eyðublöð handa trúnaðarmönnum að fyllaút. Til að trúnaðarmaðurinn nýtist sem skyldi verð- ur almennum félagsmönnum að vera kunnugt um hlutverk trúnaðarmannsins og félagsins. Þessi lesning hefur án efa skerpt á hlutverkinu fyrir hinum almenna félagsmanni. Til stendur á næstu vikum að setja inn á heimasíðu félagsins hverjir eru trúnaðarmenn á hverjum vinnustað. Það ætti einnig að auðvelda félagsmönnum að hafa samband við trúnaðarmenn þegar upp koma mál sem þarf að leysa. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga státar af fjöl- rnennu og góðu trúnaðarmannakerfi. Virðum þann lögvarða rétt sem fram hefur fengist með baráttu formæðranna. Flöfum ávallt í huga mik- ilvægi þess að félagið hafi á að skipa góðum og traustum trúnaðarmönnum sem starfa fyrir fé- lagsmenn og félagið. Rauöi kjóllinn Nú er tími til kominn aö sýna rauða kjólinn, tákn til aö auka vitund al- mennings um aö konur fá hjartasjúkdóma og aö hjartasjúkdómar eru þeir sjúkdómar sem draga flestar konur til dauöa. í febrúarmánuði var rauöi kjólinn notaöur sem tákn um öll Bandaríkin til aö vekja athygli almennings á hjartasjúkdómum meðal kvenna. Bandarískum hjartasamtökin og Hjarta-, lungna- og blóöstofnun bandaríska heilbrigöisráöuneytisins stóöu fyrir þessu átaki meö stuðn- ingi frá ýmiss konar samtökum, 70 talsins. Athygli var vakin á hættunni á aö konur fái hjarta- og æöasjúkdóma. Staöreyndin er sú aö þriöja hver kona deyr af völdum hjarta- og æöasjúkdóma og tvær af hverjum þremur konum, sem fengiö hafa hjartaáfall nær sér aldrei full- komlega. Bandarisku Hjartasamtökin gáfu út nýjar leiöbeiningar til aö hvetja lækna til aö meöhöndla konur til aö draga úr líkunum á að fá þessa sjúkdóma. Þessar leiðbeiningar voru birtar i febrúarhefti vísindaritsins Circulation. Læknar eru eindregið hvattir til aö gera ráö fyrir því aö all- ar konur i sjúklingahópnum séu i ákveðinni hættu á aö fá hjarta- og æöasjúkdóma. Þeim konur, sem eru í mestri hættu, ætti aö veita lyfjameðferö af full- um krafti í með ACE-hamlandi lyfjum (ACE-blokkara), beta-hamlandi lyfjum (beta-blokkum), Statin-lyfjum (blóöfitulækkandi lyfum), aspiríni og blóðþrýstingslækkandi lyfjum. "Læknar verða aö gera sér grein fyrir því að þeir geta haft áhrif á dánar- tíöni og heilsuleysi meðal kvenna vegna þessara sjúkdóma," er haft eftir einum sérfræöingi á sviöi hjartalækninga. Sjá nánar frétt á www.hjarta.is og áhugaverðar slóðir: „Evidence-Based Guidelines for Cardiovascular Disease Prevention in Women". Circulation, 10. feb. 2004. (http://circ.ahajournals.Org/cgi/content/full/109/5/672); "Tracking Women's Awareness of Heart Disease: An American Heart Assn. National Study." Circulation, 10. feb. 2004. (http://circ.ahajournals.Org/cgi/content/full/109/5/573); The National Institutes of Health's red dress campaign to raise awareness of women's heart disease (www.hearttruth.com). Þorgeröur Ragnarsdóttir, forstööumaöur Sjónarhóls Þorgeröur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Sjónarhóls. 37 umsóknir bárust um starfið sem auglýst var laust til umsóknar 15. febrúar. Þorgeröur Ragnarsdóttir er fædd 1958 og ólst upp í austurbæ Reykja- víkur frá þriggja ára aldri. Hún lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 1982, meistaraprófi frá Háskólanum í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum 1992 og stundar nú MPA-nám viö Háskóla íslands. Hún starfaöi viö hjúkrun í Danmörku og á Landspítalanum á árunum 1982- 1994, ritstýrði Tímariti hjúkrunarfræöinga 1994-1999 og var fram- kvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs 1999-2004. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.