Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 39
PISTILL „Nurce practitioners" störf NP skilað góðum árangri. Dæmi um það er að ástand vistmanna er almennt betra, meira er gert að því að meta vistmenn, nánara eftirlit er með lyfja- töku og sjúklingar og aðstandendur fá meiri ráðgjöf. Einnig hefur komið í ljós að sjúkrahúslegum vist- manna fækkar, Iyf eru oftar notuð á viðeigandi hátt og leitað er til læknis tímanlega og honum gefnar nákvæmari upplýsingar um skjólstæðinginn (Mezey and McGivern, 1999). Möguleikar NP hér á landi eru ótal margir og hafa þeir ekki nándar nærri allir verið taldir upp hér en af ofangreindu er Ijóst að full þörf er fyrir hjúkrun- arfræðinga með þessa menntun. Við hjúkrunarfræðingar þurfum að taka þátt í þróun heilbrigðisþjónustunnar og einn þáttur í þeirri þróun og sannarlega í takt við tímann er að víkka starfssvið hjúkr- unarfræðinga. Heimildir Cooper, R. A. (2001). Health care workforce for the twenty-first century: the impact of nonphysician clinicians. Annual Review of Medicine, 52, 51-61. Hamric, A. B., Spross, J. A., og Hanson, C. M. (1996). Advanced nursing practice: An in- tegrative approach. Philadelphia: W. B. Saunders. International Council of Nurses (2004). [Á veraldarvefnum) www.ICN-APNetwork.org [28. april 2004). Log um heilbrigðisþjónustu. (2004). Reykjavik: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Mezey, M. D., og McGivern, D. 0. (1999). Nurses, Nurse Practitioners. Evolution to Advanced Practice. New York: Springer. Pearson, L. J. (2004). Sixteenth Annual Legislative Update. Nurse Practitioner, 29, 26. Helga Jónsdóttir, dósent „Nurse practitioners" og hjúkrunarstarfiö Á undanförnum árum hefur starfsheitið „nurse practi- tioner" komið æ oftar fyrir í umfjöllun hjúkrunarfræðinga um störf sín. „Nurse practi- tioners" er ekki viðurkennt starfsheiti á Islandi en greinilegt er að ýmsum finnst starfsheitið spennandi: að í því felist möguleikar fyrir hjúkrunarfræðinga. Má þar nefna aukið sjálf- stæði í störfum og ákvarðanir um lyfjagjafir og lyfjaávísanir. Varnaglar eru einnig slegnir: hjúkrunarfræðingar spyrja sig m.a. hvaða þarfir „nurse practitioners" myndu uppfylla í íslensku heilbrigðiskerfi og hvort um sé að ræða raunverulega þróun á hjúkrunarstarfinu. I þessari umfjöllun verður nokkrum spurning- um þessu tengdum velt upp en langt er frá því að um tæmandi umfjöllun sé að ræða. „Nurse practitioners“ eiga upptök sín í heilbrigðis- þjónustu Bandaríkjanna og hefur fjölgað þar veru- lega á sfðustu árum. „Nurse practitioners" var ætlað að starfa í heilsugæslu til að sinna heilsufarsvanda- málum í dreifbýli eða afskekktum héruðum og með- al fátækra og niinnihlutahópa í stórborgum þar sem læknaskortur var og er umtalsverður og stórir hópar fólks án heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur ekki geng- ið eftir og nú starfa „nurse practitioners" mun víðar í heilbrigðis- kerfinu, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur víðar í hinum vest- ræna heimi. „Nurse practitioners" var ekki síður ætlað að veita heilbrigðisþjónustu sem yrði ódýrari en læknisjíjónusta og þeir áttu beinlínis að koma í staðinn fyrir lækna að vissu marki. I þessu sambandi er mikilvægt að átta sig á því að bandarísk heilbrigðis- þjónusta er verulega frábrugðin þeirri íslensku. Rekstur hennar byggist á viðskiptasjónarmiðum og greiðslustýring á j)jónustunni mótar í verulegum mæli störf heilbrigðisstarfsmanna. Heilbrigðis- þjónusta í viðskiptaumhverfi stuðlaði þannig að fjölgun á „nurse practitioners". Sífellt háværari kröfur um aukin aflcöst nú á síð- ustu árum hafa engu að síður komið niður á svigrúmi „nurse prac- titioners“ til starfa og veldur það þeim verulegum áhyggjum. „Nurse practitioner" starfsheitið er yfirleitt veitt að loknu fram- haldsnámi á meistarastigi í hjúkrunarfræði og er þannig hliðstætt starfsheitinu klínískur sérfræðingur. Oft er miðað við tiltekinn skjólstæðingahóp, t.d. fjölskyldur, börn, konur eða aldraða, þegar fjallað er um heilsugæslu en „nurse practitioners" gegna einnig margvíslegum störfum í bráða- og gjörgæslujrjónustu. „Nurse practitioners" eru þjálfaðir til þess að veita fjölþætta, aðgengilega og áreiðanlega heilbrigðisjrjónustu sem er fjölskyldu- og samfélag- smiðuð, byggð á samvinnu við skjólstæðinga og varir um einhvern tíma (Hanna, 2000). Veruleg áhersla er lögð á heilsufarsmat, sjúk- dómamiðaða lífeðlisfræði, lyfjafræði, fræðslu og almenna heil- brigðishvatningu byggða á því að fyrirbyggja sjúkdóma. Þannig er námið fjölbreytl, en starfssviðið hefur í vaxandi mæli afmarkast af forsendum læknisfræðinnar. Samhliða læknisfræðimiðaðri nálgun er Iitið á „nurse practitioners“ sem sérfræðinga í hjúkrun. Þegar hlutverk „nurse practitioners" er skoðað er nauðsynlegt að velta lý'rir sér öðru hlutverki hjúkrunarfræðinga með meistara- gráðu, þ.e. klínískum sérfræðingum eða sérfræðingum í hjúkrun („clinical nurse specialists“/„advanced nurse practitioners“). Frá Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.