Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Blaðsíða 37
FRA FELAGINU Ráöningar læknanema í stööur hjúkrunarfræðinga Þessi lýsing hjúkrunarfræðingsins er dæmigerð fyrir þær áhyggjur sem hjúkrunarfræðingar lýsa í samtölum við fulltrúa F.í.h.. Könnun F.í.h. I kjölfar þessara umræðna ákvað stjórn F.í.h. á fundi sínum 4. nóvember 2002 að kanna meðal hjúkrunarforstjóra hversu algengt væri að lækna- nemar væru ráðnir í stöður hjúkrunarfræðinga. Dr. Flerdís Sveinsdóttir, þáverandi formaður F.í.h., sendi bréf til 63 heilbrigðisstofnana þar sem m.a. var spurt um: fjölda Iæknanema sem ráðnir hefðu verið á hjúkrunarsvið stofnunarinn- ar á árinu 2001, á hvaða námsári læknanemar þeir sem ráðnir hefðu verið væru, hvort hjúkrun- arfræðingur væri ávallt á vakt með læknanema og hversu oft það kæmi fyrir að læknanemi tæki vakt án þess að hjúkrunarfræðingur starfaði á sömu vakt. Svör bárust frá 44 stofnunum. A 8 af þessum 44 stofnunum störfuðu læknanemar þegar könnunin var gerð. Af þessum 8 stofnun- um, þar sem læknanemar voru í stöðum hjúkr- unarfræðinga, var um að ræða fimm öldrunar- stofnanir. Af svörum frá þessum 8 stofnunum er ljóst að nokkuð er um að læknanemar gegni störlum hjúkrunarfræðinga. I einhverjum tilfell- um skipa þeir einu hjúkrunarfræðingsstöðuna á hverjum tíma skv. vaktskrá en eru þá alla jafna með hjúkrunarfræðing á bakvakt. Fyrir kemur að nemarnir starfa á ábyrgð annarra stétta, s.s. lækna. Fram kom að á sumum stofnunum starfa læknanemarnir sem hópstjórar, þ.e. „skipuleggja hjúkrunina“ á vaktinni. Einnig kom fram að á a.m.k. einni stofnun taka læknanemarnir til lyf. Algengast virðist að læknanemar, sem ráðnir eru í stöður hjúkrunarfræðinga, séu á 3.-4. námsári. Könnun þessi og niðurstöður birtust í hefti á vegum stjórnar F.í.h. í apríl 2003. Ólögmæt og óviðunandi þjónusta slíkrar þjónustu. Hún verður aldrei viðunandi. Fullyrða má að ráðningar Iæknanema í störf hjúkrunarfræð- inga eru neyðarúrræði hjúkrunarforstjóra sem ekki hafa náð að manna lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Þeim ber skv. er- indisbréfi (sem reyndar er síðan 1980) að sjá til þess að lög- um um heilbrigðisþjónustu sé framfylgt þannig að veitt sé hjúkrunarþjónusta á viðkomandi stofnun. Hins vegar vekja slíkar ráðningar alltaf furðu. Hvernig má það vera að þeir sem helst eru í þeirri stöðu að vera leiðtogar í hjúkrun Iíti þannig á að það geti á einhvern hátt verið viðunandi fyrir skjólstæð- inga hjúkrunar og boðlegt fyrir hjúkrunarstéttina að fá nem- endur í annarri faggrein til að sinna sérhæfðum störfum hjúkrunarfræðinga? Hvenær yrðu hjúkrunarfræðingar ráðnir í stöður aðstoðarlækna? Til að réttlæta slíkar ráðningar er oft nefnt að það sé áreiðanlega hverjum læknanema hollt að kynnast aðhlynningarstörfum af eigin raun. Þá má spyrja hvort slík kynning á störfum samstarfsstéttar ætti ekki að vera hluti læknanámsins, mun stærri hluti og skipulagðari en nú er? Ef læknanemar sækja í störf hjúkrunarfræðinga til k)mn- ingar og til að læra getur vart talist heppilegt að þeir hinir sömu nemar „taki að sér“ störf þeirrar stéttar sem þeir eru að kynnast og læra af. 1 ljósi þeirrar miklu og nauðsynlegu umræðu, sem fram fer hér á landi um þessar mundir um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna, mistök í heilbrigðisþjónustunni og öryggi sjúklinga, er enn mikilvægara en áður að störfum hjúkrunarfræðinga gegni ein- göngu þeir sem búa yfir tilskilinni menntun og hæfni. AI- menningur á rétt á, og á að gera kröfu til þess, að njóta bestu hugsanlegu hjúkrunarþjónustu. Fjöldi rannsókna hefur sýnt hve hjúkrun er mikilvæg í bataferli og lífslíkum sjúklinga. Hjúkrunarfræðingar eiga rétt á að samstarfsmenn þeirra í heilbrigðisþjónustunni virði sérfræðiþekkingu þeirra og sér- hæfingu. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun fylgjast náið með ráðningu læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga og bein- ir þeim tilmælum tii deildar hjúkrunarstjórnenda f F.í.h. að hjúkrunarforstjórar sameinist um að ráða ekki læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga. Ótvfrætt er að ráðning læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga brýtur í bága við gildandi hjúkrunarlög. Læknanemar á 3. og 4. námsári hafa ekki fræðilegan grunn til að stunda hjúkr- un, hafa ekki fengið þjálfun í hjúkrunarstörfum, hafa ekki Iært stjórnun og skipulagningu verk- ferla sem er grundvöllur hópstjórnunar. Sú hjúkrunarþjónusta, sem læknanemar veita, getur því ekki staðist þær kröfur sem gera verður til Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.