Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 37
FRA FELAGINU Ráöningar læknanema í stööur hjúkrunarfræðinga Þessi lýsing hjúkrunarfræðingsins er dæmigerð fyrir þær áhyggjur sem hjúkrunarfræðingar lýsa í samtölum við fulltrúa F.í.h.. Könnun F.í.h. I kjölfar þessara umræðna ákvað stjórn F.í.h. á fundi sínum 4. nóvember 2002 að kanna meðal hjúkrunarforstjóra hversu algengt væri að lækna- nemar væru ráðnir í stöður hjúkrunarfræðinga. Dr. Flerdís Sveinsdóttir, þáverandi formaður F.í.h., sendi bréf til 63 heilbrigðisstofnana þar sem m.a. var spurt um: fjölda Iæknanema sem ráðnir hefðu verið á hjúkrunarsvið stofnunarinn- ar á árinu 2001, á hvaða námsári læknanemar þeir sem ráðnir hefðu verið væru, hvort hjúkrun- arfræðingur væri ávallt á vakt með læknanema og hversu oft það kæmi fyrir að læknanemi tæki vakt án þess að hjúkrunarfræðingur starfaði á sömu vakt. Svör bárust frá 44 stofnunum. A 8 af þessum 44 stofnunum störfuðu læknanemar þegar könnunin var gerð. Af þessum 8 stofnun- um, þar sem læknanemar voru í stöðum hjúkr- unarfræðinga, var um að ræða fimm öldrunar- stofnanir. Af svörum frá þessum 8 stofnunum er ljóst að nokkuð er um að læknanemar gegni störlum hjúkrunarfræðinga. I einhverjum tilfell- um skipa þeir einu hjúkrunarfræðingsstöðuna á hverjum tíma skv. vaktskrá en eru þá alla jafna með hjúkrunarfræðing á bakvakt. Fyrir kemur að nemarnir starfa á ábyrgð annarra stétta, s.s. lækna. Fram kom að á sumum stofnunum starfa læknanemarnir sem hópstjórar, þ.e. „skipuleggja hjúkrunina“ á vaktinni. Einnig kom fram að á a.m.k. einni stofnun taka læknanemarnir til lyf. Algengast virðist að læknanemar, sem ráðnir eru í stöður hjúkrunarfræðinga, séu á 3.-4. námsári. Könnun þessi og niðurstöður birtust í hefti á vegum stjórnar F.í.h. í apríl 2003. Ólögmæt og óviðunandi þjónusta slíkrar þjónustu. Hún verður aldrei viðunandi. Fullyrða má að ráðningar Iæknanema í störf hjúkrunarfræð- inga eru neyðarúrræði hjúkrunarforstjóra sem ekki hafa náð að manna lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Þeim ber skv. er- indisbréfi (sem reyndar er síðan 1980) að sjá til þess að lög- um um heilbrigðisþjónustu sé framfylgt þannig að veitt sé hjúkrunarþjónusta á viðkomandi stofnun. Hins vegar vekja slíkar ráðningar alltaf furðu. Hvernig má það vera að þeir sem helst eru í þeirri stöðu að vera leiðtogar í hjúkrun Iíti þannig á að það geti á einhvern hátt verið viðunandi fyrir skjólstæð- inga hjúkrunar og boðlegt fyrir hjúkrunarstéttina að fá nem- endur í annarri faggrein til að sinna sérhæfðum störfum hjúkrunarfræðinga? Hvenær yrðu hjúkrunarfræðingar ráðnir í stöður aðstoðarlækna? Til að réttlæta slíkar ráðningar er oft nefnt að það sé áreiðanlega hverjum læknanema hollt að kynnast aðhlynningarstörfum af eigin raun. Þá má spyrja hvort slík kynning á störfum samstarfsstéttar ætti ekki að vera hluti læknanámsins, mun stærri hluti og skipulagðari en nú er? Ef læknanemar sækja í störf hjúkrunarfræðinga til k)mn- ingar og til að læra getur vart talist heppilegt að þeir hinir sömu nemar „taki að sér“ störf þeirrar stéttar sem þeir eru að kynnast og læra af. 1 ljósi þeirrar miklu og nauðsynlegu umræðu, sem fram fer hér á landi um þessar mundir um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna, mistök í heilbrigðisþjónustunni og öryggi sjúklinga, er enn mikilvægara en áður að störfum hjúkrunarfræðinga gegni ein- göngu þeir sem búa yfir tilskilinni menntun og hæfni. AI- menningur á rétt á, og á að gera kröfu til þess, að njóta bestu hugsanlegu hjúkrunarþjónustu. Fjöldi rannsókna hefur sýnt hve hjúkrun er mikilvæg í bataferli og lífslíkum sjúklinga. Hjúkrunarfræðingar eiga rétt á að samstarfsmenn þeirra í heilbrigðisþjónustunni virði sérfræðiþekkingu þeirra og sér- hæfingu. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun fylgjast náið með ráðningu læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga og bein- ir þeim tilmælum tii deildar hjúkrunarstjórnenda f F.í.h. að hjúkrunarforstjórar sameinist um að ráða ekki læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga. Ótvfrætt er að ráðning læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga brýtur í bága við gildandi hjúkrunarlög. Læknanemar á 3. og 4. námsári hafa ekki fræðilegan grunn til að stunda hjúkr- un, hafa ekki fengið þjálfun í hjúkrunarstörfum, hafa ekki Iært stjórnun og skipulagningu verk- ferla sem er grundvöllur hópstjórnunar. Sú hjúkrunarþjónusta, sem læknanemar veita, getur því ekki staðist þær kröfur sem gera verður til Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.