Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 8
Valgerður Katrín Jónsdóttir Alþjóöadagur hjúkrunarfræöinga, 12. maí 2004 Fátækt og heilsufar Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga, 12. maí, verður á þessu ári helgaður baráttunni gegn fátækt. Fátækt er eitt af helstu vandamálum mannkynsins en talið er að 1,2 millj- aröar manna búi við sára fátækt og hafi minna en einn bandaríkjadal til ráðstöfunar daglega og skorti þar með nauðsynjar, svo sem mat, vatn, klæði, húsnæði og aðgang aö heilbrigðisþjónustu. 2,8 milljarðar til viðbótar eru tald- ir lifa á minna en tveimur dölum á dag. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Alþjóðasamtökum hjúkrunarfræðinga, ICN, er slæmt heilsufar fylgisystir fátækt- arinnar og þeir 1,2 milljarðar, sem búa við sára fátækt, þjást af mörgum alvarlegustu sjúkdómum sem herja á mannkynið, svo sem ýmsum kvillum sem stafa af næringarskorti. Ogn fátækt- arinnar felst í þeim vítahring að hinir fátæku hafa ekki aðgang að heilbrigðiskerfinu, menntun sem getur aukið tekjur þeirra eða öðru sem getur breytt stöðunni. An góðrar heilsu minnka möguleikarnir á að flýja fátæktina. Gott heilsufar er undirstaða fjárhagslegrar og félagslegrar framþróunar. Þegar fólk á ekki fyrir brýnustu lífsnauðsynjum verður það móttækilegt fyrir alls kyns sjúkdómum og dánartíðnin hækkar. Góð heilsa er undirstaða almennrar vellíðanar og hef- ur áhrif á einstaklinginn á allan hátt. Miklu skiptir varðandi framlag til fjölskyidu og samfé- lags hvort viðkomandi er fullur orku eða orkulít- ill, þreyttur eða stöðugt með verki. ICN leggur áherslu á að vekja hjúkrunarfræðinga til aukinn- ar vitundar um samspil heilsufars og fátæktar í þeim tilgangi að bæta heilsu og draga úr fátækt. Hvað er fátækt? En hvað er fátækt? Til að skilja hvað hugtakið merkir þarf fyrst að skilgreina það. Fátækt hefur verið skilgreind af Sameinuðu þjóðunum sem það ástand manneskju að búa við langvinnan eða stöðugan skort úrræða, öryggis og krafts sem er nauðsynlegur til að njóta á full- Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.