Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 21
VIÐTAL Rjóörið - Ný þjónusta viö langveik börn og aöstandendur allar vaktir með hjúkrunarfræðingum eða þroskaþjálfum," segir hún og bætir við að auk þess verði kona í eldhúsinu sem sjái um að elda allan venjulegan heimilismat, og annað aðstoð- arfólk hafi einnig verið ráðið. í húsinu er örygg- iskerfi, myndavél sem hægt er að flytja milli her- bergja ef þörf er á að fylgjast með tilteknu barni sérstaklega, og sjúkrakallkerfi. Úr einu herbergjanna Guðrún segist leggja áherslu á að börnunum finnist spenn- andi að koma til þeirra. Þá sé það mikill kostur að hjúkrunar- fræðingarnir, sem vinna þarna, séu einnig í heimahjúkruninni og þekki því börnin vel og haldi áfram að sinna þeim hvort sem það er heima hjá þeim eða í Rjóðrinu. Þau börn, sem eru í skólum, halda áfram að sækja þá og hún segir t.d. einn starfsmann vera sjúkraliða, leikskólakennara og grunnskóla- kennara og því kostur fyrir börn, sem sækja skóla, að hafa slík- an starfsmann innan veggja heimilisins. Þá hefur verið ráðinn til starfa listmeðferðarfulltrúi sem mun aðstoða börnin við skapandi starf. Eitt rúm verður fyrir bráðainnlögn en alls verða í húsinu níu fullorðinsrúm og tvö barnarúm en auk þess gefst foreldrum tækifæri til að vera með börnum sínum. I hverju herbergi er sjón- varp og myndbandstæki, góðir skápar undir föt barnanna, sem þau hafa með sér, og annan bún- að, svo sem hjálpartæki. I herbergjunum eru einnig lyftukerfi, brautir í loftinu og lyfta á bað- herberginu sem hægt er að nota við að baða börnin í baðkeri og sturtu. „Heimilið er hugsað sem hvíldarinnlögn fyrir foreldra fatlaðra og langveikra barna í heimahúsum en einnig sem endurhæfing og framhald af vistun á barnaspít- alanum,'1 segir Guðrún og bætir við að húsið sé mjög vel staðsett með tilliti til endurhæfingar þar sem í næsta húsi sé endurhæfing og sund- laug sem stóð tii að leggja niður í sparnaðarskyni en hætt hefði verið við það. Húsið er á friðsæl- um stað við sjóinn, í næsta húsi er líknardeildin og húðdeild Landspítala á næstu grösum og í húsunum fyrir ofan Rjóðrið búa um 30 einstakl- ingar í sambýlum. 30-40 börn hafa óskað eftir að komast að og segir Guðrún að þau muni vera til skiptis á heimilinu og í Rjóðrinu, þrjár vik- ur heima og viku í Rjóðrinu. Tvisvar í viku verði skiptidagar. Börnin þurfa öll á hjúkrun að halda og því hafi foreldrar verið mjög bundnir af þeim, þau þurfi sólarhringsumönnun og erfitt hafi verið að fá pössun fyrir þau. Mörg barnanna eru vand- meðfarin í hreyfingu, mörg með stoðvandamál og hreyfihöml- un, sum eru óvær og gráta jafnvel allan sólarhringinn. 011 börnin eigi það sameiginlegt að þurfa endurhæfingu. Sótt er um vistun hjá læknum og hjúkrunarfræðingum. Guðrún bendir á að ekkert taki við þegar börnin eru orðin 18 ára og þyrfti að stofna annað heimili fyrir þá sem eru 18 og eldri. Draumurinn sé að byggja annað heimili við hliðina á Rjóðrinu fyrir þann aldurshóp og hver veit nema slíkt heimili geti risið á næstu árum með aðstoð góðra manna. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.