Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Síða 36
Elsa B. Friðfinnsdóttir Ráðningar læknanema í stöður hjúkrunarfræðinga Rétt til þess að stunda hjúkrun hér á landi og kalla sig hjúkrunarfræðing hefur: 1. sá sem fengið hefur leyfi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, sbr. 2. gr., 2. sá sem fengið hefur staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á hjúkrunarleyfi í landi sem er aðili að samningi um Evrópskt efnahagssvæði eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu. Svo segir í 1. grein hjúkrunarlaga nr. 8/1974. I 4. grein sömu laga segir: „Ekki má ráða aðra en hjúkrunarfræðinga skv. 1. gr. til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa við sjúkrastofnanir, elliheimili, heilsuvernd eða hjúkrun í heimahúsum." Lögverndun starfa hjúkrunarfræðinga er því ótvíræð og beinlínis lögbrot ef aðrir en þeir sem fengið hafa til þess leyfi ráðherra stunda sjálfstæð hjúkrunarstörf. Þessi lagaá- kvæði eru ekki einungis til að vernda rétt hjúkr- unarfræðinga heldur ekki síður til verndar skjól- stæðingum hjúkrunar. Með slíkri lagasetningu á að vera tryggt að þeir sem þurfa á hjúkrunarþjón- ustu að halda fái hana frá fagfólki sem hefur nauðsynlega menntun og faglega færni til starfans. Ábendingar hjúkrunarfræðinga A hverju vori berast tilkynningar og kvartanir til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (F.i.h.) um ráðningu læknanema í stöður hjúkrunarfræð- inga. Fljúkrunarfræðingar hafa einnig lýst á- hyggjum vegna þessa á fundum félagsins. Haust- ið 2002 sendi hjúkrunarfræðingur stjórn F.í.h. erindi þar sem hugsanleg áhrif slíkra ráðninga á stöðu hjúkrunarfræðinga, mat lækna og almenn- ings á hjúkrun og hjúkrunarfræðingum voru taldar. Þar var nefnt að: - Almenningur fái þau skilaboð að hjúkrunar- nám jafngildi 2-3 ára námi í læknisfræði þótt staðreyndin sé sú að læknanemar fái enga kennslu í hjúkrunargreinum í námi sínu. - Læknar séu styrktir í þeirri trú að þeir séu færir um að veita hjúkrun eftir 2-3 ára nám í læknisfræði. Þessi ráðstöfun viðhaldi einnig viðhorfi ýmissa lækna að hjúkrunarstarfið sé fyrst og fremst fólgið í aðstoð við þá og sé jafnvel á færi „góðra kvenna" án nokkurrar sérmenntunar. - Hjúkrunarnemar hljóti að velta fyrir sér hvers vegna þeir eigi að leggja þetta fag fyrir sig ef 2.-3. árs læknanemar, sem hafa aldrei lært neitt um hjúkrun, eru af hjúkrunarforstjórum taldir hæfir til að taka vaktir hjúkrunarfræð- inga. - Það sé látið ótalið þegar hjúkrunarlög eru brotin sem kveða á um að einungis hjúkrunar- fræðingar hafi rétt til að stunda hjúkrun. Slíkt þoli ekki aðrar fagstéttir sem nær undantekn- ingarlaust leiti leiða til að hindra að fólk vinni innan fagsviðs sem það hefur ekki menntun til að stunda. 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.