Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 14
Valgerður Katrín Jónsdóttir r Fátækt og heilsufar á Islandi Harpa Njáls, félagsfræðingur og starfsmaður Borgarfræða- seturs, leggur áherslu á að stjórnvöld hafi fest með lögum um almannatryggingar að hér á landi skuli vera velferðar- kerfi sem styður þá sem ekki geta framfleytt sér og fjöl- skyldum sínum, svo sem fólk sem verður fyrir veikindum, örorkuþegar, atvinnulausir eöa aldraðir, og eigi þeir rétt á bótum frá ríkinu. Engu að síður kemur fram í bók hennar „Fátækt á Islandi við upphaf nýrrar aldar“ að þeir sem bjuggu við sára fátækt á ís- landi 1997-1998 voru um 7% þjóðarinnar og engar líkur eru á að dregið hafi úr fátæktinni á síðustu árum. Hún bendir á að kjör fátækra á íslandi eru lakari en kjör sambærilegra hópa á hinum Norðurlöndunum. Island hefur sérstöðu meðal Norð- urlandaþjóðanna vegna þess að þjóðin ver minnstu hlutfalli af landsframleiðslu til velferðarútgjalda miðað við aðrar Norður- landaþjóðir og flestar aðrar vestrænar þjóðir. Þannig verjum við minna fé til öryrkja, aldraðra og eftirlifenda og umtalsvert minna fé til stuðn- ings við barnafjölskyldur en hinar Norðurlanda- þjóðirnar þó hér sé hlutfall barna undir 1 7 ára hæst. Svipaðar niðurstöður fær Sigríður Jónsdóttir í rannsókn sinni sem nefnist „Það er erfitt að geta ekki séð fyrir sér sjálfur" sem gerð var á fólki sem hafði notið fjárhagsaðstoðar Félagsþjónust- unnar í Reykjavík til langs tíma og fram fór 1997. Þar kemur í Ijós að fólk á Islandi bjó við meiri fátækt en niðurstöður sambærilegra rann- sókna á Norðurlöndunum sýndu sem gerðar voru í 4 höfuðborgum á langtímastyrkþegum fé- lagsþjónustu. Rannsóknin Ieiddi enn fremur í ljós að fólk í þessari stöðu átti við meiri heilsu- farsvanda að stríða en hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum. I einum hluta bókar Hörpu Njáls eru viðtöl við nokkrar fjölskyldur sem búa við fátækt. Við val á þátttakendum var leitað til ýmissa aðila og þeir beðnir um ábendingar um einstaklinga sem búa við fátækt. Meðal annars var Ieitað til Félags- starfs eldri borgara, Öryrkjabandalagsins, Félags einstæðra foreldra, Eflingar-stéttarfélags og fleiri. Viðmælendur urðu að uppfylla þau skilyrði | að hafa búið við fátækt í a.m.k. tvö ár, að hafa ekki átt við fíkniefnavanda, áfengisvanda, spila- fíkn eða annan vanda að stríða sem hægt er að kenna um stöðu fólks og erfiðan fjárhag. I þriðja lagi þurfti fólk að hafa leitað til Félagsþjónust- unnar eftir aðstoð, til hjálparstofnana, fjölskyldu sinnar eða annað. Það vekur athygli að flestar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að einhver innan þeirra hefur misst heilsuna, annaðhvort foreldrarnir eða Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.