Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22  FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
i
ERLENT
Hermdar-
verk
í Alsír
AÐ minnsta kosti 12 manns
biðu bana og um 100 særðust
þegar öflug sprengja sprakk á
fjölsóttum markaði með not-
aða bíla skammt frá Algeirs-
borg í gær. Eru skæruliðar
bókstafstrúarmanna grunaðir
um verknaðinn en frá því í
nóvember hafa 300 manns
fallið fyrir þeirra hendi. Stjórn-
arhermenn sátu í gær um
skæruliða í gamla hverfinu í
Algeirsborg, Casbah, en þar
hafa þeir hreiðrað um sig og
myrt 20 íbúa þar á síðustu
mánuðum til að sýna hverjir
fari með völdin í hverfinu.
Sonur Cosbys
skotinn
ENNIS Cosby, einkasonur
bandaríska leikarans Bills
Cosbys, var í gær skotinn til
bana við bifreið sína við hrað-
braut í Los Angeles.
Cosby var að því er virðist
myrtur eftir að hann hafði lok-
ið við að skipta um dekk á
Mercedes-Benz-bifreið hans.
Að sögn lögreglu varð kona
vitni að árásinni á Cosby.
Viðræður
íLima
ALBERTO  Fujimori,  forseti
Perús, velti í gær fyrir sér
næstu skref-
um  í  gísla-
málinu   en
marxísku
skæruliðarn-
ir, sem hafa
74  menn  á
valdi  sínu  í
japanska
sendiráðinu í
Uma,   hafa    Fl«,mon
fallist  á viðræður.  Leiðtogi
þeirra, Nestor Cerpa, leggur
hins vegar áherslu á, að í þeim
verði meðal annars rætt um,
að félögum þeirra í perúskum
fangelsum verði sleppt. Fuji-
mori hefur þvertekið fyrir það.
Óviðráðanleg
mengun
OLÍUMENGUNIN við Japans-
strendur heldur áfram að
breiða úr sér og vart hefur
orðið við nýjan leka úr flaki
rússneska olíuskipsins. Hefur
olían borist upp að ströndinni
á 500 km löngu svæði í sex
héruðum og nú er óttast, að
hún mengi líka strendur í hér-
uðunum Yoyama og Niigata.
Þar eru sjávarútvegur og
ferðamennska í fyrirrúmi,
mikið skelfiskeldi og friðlönd
fyrir fugla.
Stjjórn Majors
í minnihluta
IAIN Mills, einn af þingmönn-
um   breska
íhaldsflokks-
ins,> er látinn
og þaðmerk-
ir að íhalds-
flokkur Johns
Majors  for-
sætisráð-
herra  er  í
minnihluta á
þinginu.         M^or
Flokkurinn hefur nú 322 þing-
sæti  og  stjórnarandstöðu-
flokkarnir 323.
Umdeildar yfirlýsingar Díönu prinsessu um bann við jarðsprengjum
Heitir að halda
baráttunni áfram
London. Reuter.
HEIMSÓKN Díönu prinsessu til An-
góla lauk í gær en prinsessan hefur
legið undir ámæli í Bretlandi vegna
yfirlýsinga sinna um að banna eigi
jarðsprengjur. Engu að síður telja
margir að prinsessan hafí styrkt
mjög stöðu sína með förinni en hún
hefur heitið því að halda baráttunni
gegn jarðsprengjum áfram. Díana
ferðaðist um Angóla í fylgd fulltrúa
Rauða krossins.
Ferð Díönu stóð í fjóra daga og
heimsótti hún m.a. sjúkrahús þar
sem lágu fjölmörg fórnarlömb jarð-
sprengja. Hvatti hún til þess að
„þessi skelfilegu vopn" yrðu bönnuð
um allan heim en sú yfirlýsing kom
illa við marga í heimalandi hennar.
Hins vegar er fullyrt að hún hafi
fengið mun meiru áorkað í átt að
útrýmingu jarðsprengja  en  teKist
hefur á þeim fjöldamörgu fundum
og ráðstefnum sem haldnar hafa
verið um málið. „Um leið og Díana,
prinsessa af Wales, ákvað að fara
til Angola að kynna sér jarðsprengj-
ur og afleiðingar þeirra, vissi ég að
það yrði stóra málið á þessu ári. Slíkt
er vald prinsessunnar," sagði einn
dálkahöfunda The Daily Telegraph.
Utanríkisráðherrar fimmtíu landa
munu eiga fund í Ottawa í Kanada
í október þar sem ræddur verður
aiþjóðiegur sáttmáii frá 1980 um
bann við jarðsprengjum. „Þegar orð
prinsessunnar enduróma í eyrum
þeirra og þeir sjá veggspjöld með
myndum af henni og fórnarlömbum
jarðsprengja, er ekki að efa að and-
rúmsloftið mun breytast," sagði í The
Times og fulltrúar Rauða krossins
hlóðu Díönu lofi fyrir framtak hennar.
Díana prinsessa fór á vegum
Rauða krossins og hafði ríkisstjórnin
samþykkt för hennar, enda vart átt
von á gagnrýni. Yfirlýsingar hennar
um jarðsprengjur reyndust hins veg-
ar ganga þvert á stefnu ríkisstjórnar-
innar en Verkamannaflokkurinn lýsti
þegar yfír stuðningi við þær. Einn
aðstoðarráðherra í stjórn íhalds-
manna brást svo reiður við, að hann
sagði Díönu „óútreiknanlega" og að
viðhorf hennar einkenndust af „léleg-
um ráðleggingum".
í gær vísaði Díana á bug gagn-
rýni vegna ferðarinnar, sagðist ekki
starfa á sviði stjórnmála heldur
mannúðar. Kvað prinsessan ferðina
hafa opnað augu sín og baráttan
gegn jarðsprengjum veitt sér aukna
lífsfyllingu.
öíllci 8L
kannabis
leyfð að
nýju
Reuter
DÍANA prinsessa gengur eftir stig sem talinn er öruggur á jarðsprengjusvæði i Huambo i Angóla.
San Francisco. Reuter.
MÖRG hundruð manna röð krabba-
meins- og alnæmissjúklinga mynd-
aðist við klúbb í San Francisco, sem
selur kannabisefni, eftir að dómstóll
í borginni úrskurðaði að opna mætti
hann að nýju. Klúbbnum var lokað
fyrir tæpu hálfu ári vegna þess að
fullyrt var að kannabisefni væru
seld hverjum sem vildi kaupa, ekki
eingöngu sjúkum, eins og lög í Kali-
forníu leyfa.
Nokkrum klukkustundum eftir að
klúbburinn var opnaður höfðu um
700 manns sótt um inngöngu í hann
og um 200 marijúanaskammtar
höfðu selst, að sögn stofnanda
klúbbsins, Dennis Perons. Áður en
honum var lokað voru félagar um
12.000.
Samkvæmt lögum Kaliforníuríkis
mega þeir sem leggja fram læknis-
vottorð kaupa kannabis og neyta
þess en sú reglugerð hefur verið
afar umdeild. Aðallega er um að
ræða þá sem eru í krabbameinsmeð-
ferð og alnæmissjúklinga.
í ágúst sl. vann saksóknari ríkis-
ins, Dan Lungren, mál sem hann
höfðaði til að fá sölustöðum kannab-
isefna lokað. Sakaði hann seljendur
um að selja börnum, fólki með fölsuð
læknisvottorð og raunar hverjum
sem væri kannabisefni.
í nóvember sl. samþykktu kjós-
endur í Kaliforníu regíugerð sem
kveður á um að sjúklingar og nán-
asti aðstandandi þeirra megi eiga
og rækta marjúana til að nota sem
lyf, hafi læknir mælt með því. Full-
yrt er að marjúana slái á ógleði sem
oft fylgir geislameðferð, auk þess
sem það auki matarlyst. Svipuð
reglugerð var samþykkt í Arizona.
Samkvæmt alríkislögum er hins
vegar bannað að neyta kannabis-
efna. Hefur ríkisstjórnin hótað því
að refsa þeim læknum sem gefa úr
læknisvottorð á marijúana. Hins
vegar hefur Dianne Feinstein öld-
ungadeildarþingmaður frá Kaliforn-
íu, sem barist hefur gegn reglugerð-
inni, lýst því yfir að verði marijúana-
neyslan takmörkuð við dauðvona
sjúklinga, muni hún íhuga að láta
af andstöðu sinni.
Frakkland og Þýzkaland bera frétt The Independenttil baka
Sameiginlegt skattakerfi
ESB ekki markmiðið
London. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Frakklandi og
Þýzkalandi báru í gær til baka frétt
brezka blaðsins The Independent,
þess efnis að þessi ríki ásamt fleir-
um hefðu á prjónunum að koma á
sameiginlegu skattakerfi ríkja Evr-
ópusambandsins. Talsmenn brezkra
stjórnvalda sögðust aldrei myndu
samþykkja slíkt kerfi. Talsmaður
framkvæmdastjórnar ESB í Brussel
sagði hins vegar að ekki væri hægt
að útiloka samræmingu skatta í
ríkjum, sem tækju þátt í Efnahags-
og myntbandalagi Evrópu (EMU).
Hluti af áformum um
„sveigjanleika"
The Independent sagði að blaðið
hefði komizt í leyniskjöl í Brussel,
þar sem kæmi fram að nokkur ríki
ESB, þar á meðal Frakkland og
Þýzkaland, stefndu að því að koma
á sameiginlegu skattakerfi fyrir þau
ríki, sem yrðu aðilar að EMU.
Blaðið sagði að þessar hugmynd-
ir væru  hluti  af áformum  um
„sveigjanleika" í Evrópusamband-
inu, þ.e. að sumum aðildarríkjum
yrði gert kleift að ganga lengra á
braut samruna en öðrum. Hins veg-
ar myndu Bretar
líta á þær sem
tilraun   Frakka
og Þjóðverja til
að gera róttæka
breytingu á Evr-
ópusambandinu
og færa það nær
evrópsku   sam-
bandsríki. „í raun myndu þær úti-
loka alla möguleika á að Bretland
gangi í Efnahags- og myntbanda-
lagiði  í  fyrirsjáanlegri  framtíð,"
sagði blaðið.
Áfram í höndum
aðildarríkja
Talsmaður þýzka fjármálaráðu-
neytisins vísaði því á bug í gær að
þýzk stjórnvöld hefðu nokkuð af
EVRÓPAt
þessu tagi á prjónunum. „Fjármála-
og skattastefna verður áfram f
höndum aðildarríkjanna, jafnvel
eftir gildistöku Efnahags- og mynt-
bandalags," sagði hann.
Evrópumála-
ráðherra Frakk-
lands, Michel
Barnier, tók í
sama streng.
Hann sagði frétt-
ina úr lausu lofti
gripna og senni-
lega væri hún
fram komin vegna þess að þing-
kosningar væru á næsta leiti í Bret-
landi. „Frá mínum bæjardyrum séð,
og ég tek virkan þátt í þessum
samningaviðræðum [um EMU], get
ég sagt að ég hef aldrei heyrt um
neitt þessu líkt," sagði Barnier.
Ákvörðun um sameiginlegt
skattakerfi ríkja innan EMU myndi
sennilega megna að sameina brezka
íhaldsflokkinn gegn EMU-aðild, en
skoðanir eru nú mjög skiptar innan
flokksins. Einn af ráðgjöfum Johns
Major forsætisráðherra sagði að
Bretar myndu aldrei láta slikt kerfi
yfir sig ganga.
Ekki útilokað
Embættismenn framkvæmda-
stjórnarinnar í Brussel sðgðu í gær
að samræming skattheimtu væri
eitt af hugsanlegum sviðum, þar
sem hópur aðildarrikja kynni að
vilja ganga lengra en önnur ríki, í
samræmi við hugmyndir um
„svejgjanlega samrunaþróun".
„Ég útiloka ekki þennan mögu-
leika ... hann gæti gengið upp
fræðilega," sagði talsmaður fram-
kvæmdastjórnarinnar. Hann sagði
hins vegar að varasamt væri að
túlka hugmyndir um samræmingu
skattheimtu sem fyrirboða þess að
aðildarríki EMU yrðu að uppfylla
enn fleiri inntökuskilyrði en nú er
gert ráð fyrir. .
B
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60