Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 37 f' Smári bjargar Austfjörðum SAUÐFÉ bítur gras á sumrin og er slátrað á haustin. Peirra er ekki flókið ævistarf. Forseti bæjarstjórnar í samein- uðu sveitarfélagi á Austfjörðum, Smári Geirsson, lýsti á svipað- an hátt framtíð þegna sinna, í ríkisútvarpinu sl. laugardag. Hún er sú að þeir eru aðeins færir um verksmiðju- störf - annaðhvort í síld eða áli og skeytti hann engu ástand mála á há- lendi Austfjarða, hrein- dýr, gæsir og landsins gæði eru aukaatriði. Hann ber hag mann- fólksins nefninlega fyrir brjósti. Ef það getur ekki unnið í verksmiðjum getur það ekkert annað gert. Er þetta virkilega satt, kæru Austfírðingar, eruð þið virkilega sauðir sem getið ekkert sjálfír? Verðið þið allir að bíta það gras sem fyrir ykkur er sett og farið síðan í sláturhús á haustin? Ég vona, segir Baldvin Krisljánsson, að Austfírðingar gefíst ekki upp heldur kalli á breyttar áherzlur. Forseti bæjarstjórnarinnar ykk- ar sagði að störfum í frumatvinnu- greinum ykkar færi fækkandi og því yrði að mæta með einhverju eins og álverksmiðju, enda væri hún eft- irsóttur vinnustaður, það sýndi reynslan hér heima sem erlendis. Getið þið ekkert sjálfir? Fór eitt- hvað úrskeiðis einhvers staðar; tap- aðist sjálfsbjargargenið í þeim þjóð- flokki sem byggir Austfirði? Eða er ykkar ágæti forseti, sem ber hag ykkar svo innilega fyrir brjósti, dæmi um eitthvað sem hef- ur farið úrskeiðis hjá þeim sem hafa ekki náð að horfa í kringum sig? Er ísland öðruvísi en önnur lönd? Af hverju biðjið þið hann ekki um tækifæri til að skoða aðra mögu- leika, eins og þær þjóðir, sem hann miðar lífskjör ykkar við, hafa fundið út. Hversvegna getur þessi maður stutt stefnu sem eyðir milljörðum af sköttum okkar í erlenda „lottómiða“, sem eiga að skila hing- að einni og einni verksmiðju, bara af því að Finnur Ingólfsson og Landsvirkjun vilja það? Hversvegna geta Austfirðingar ekki lært af reynslu annarra þjóða, - t.d. Kanada og Nýja Sjálands - sem fundu út að fólkið þeirra vill ekki vinna í verksmiðjum og fóru því að nýta lottómilljarðana í menntun, markaðsrannsóknir og stuðning við fólk sem vildi stofna eða efla sín eig- in fyrirtæki. Sneru um leið af þeirri braut að mylja undir fyrirtæki í frumhráefnisiðnaði. Gengu meira segja svo langt að afturkalla 10-15 ára gömul virkjanaleyfi og rekstrar- leyfi fyrir virkjanir og hráefnis- bræðslur þeim tengd. Borðdiíkar U p p s e t n i n g a h ú ð i n 11 ve r íi s gö i (i (7 4 , sími 5 52 5 2 7U Ástrah'u - þar sem þáverandi forsætisráð- herra, Paul Keating, sló af eldri stóriðju- stefnu í frægri ræðu fyrir 6 eða 7 árum, þar sem hann lýsti efnahag landsins sem banana- lýðveldi, veldi sem byggðist á öflun hrá- efnis sem væri selt úr landi, þar sem aðrar þjóðir yrðu efnaðar á annars og þriðja stigs úrvinnslu og sölu. Sama ríkisstjóm lagði síðan allt undir til þess að færa Ástrali úr kola- mokstri inn í hátækni og iðnað sem byggðist á menntun og þeirri afkomu sem fólkið í landinu sóttist eftir. Bandaríkjanna - þar sem byrjað er að rífa niður virkjanir og vinna til baka land sem drekkt var undir lón, með kostnaði sem hleypur á millj- örðum dollara. Hvað dregur hráefnisbræðslur til Austfjarða? Það er fyrst og fremst ódýrt land, ódýr orka og ódýrt hráefni (þar emð þið meðtaldir, kæm Austfirð- ingar) sem dregur erlendar hráefn- isbræðslur til landa eins og íslands, Indlands, Ghana, Venesúela og Kína. Þetta eru þau lönd sem við keppum við og lífskjör Austfirðinga verða borin saman við, fái Smári, Finnur og Landspillir að ráða. Fátækar þjóðir horfa iðulega framhjá seinni tíma vandamálum til þess að brauðfæða börnin sín. Stundum reyndar af því að valdhaf- ar verða ríkir á því að velta vanda- málum á framtíðina. Svo fátækir eru Austfirðingar ekki að þeir þurfi að sætta sig við orð Smára forseta um að hann vilji verksmiðju í dag, skítt með framtíðina. Uppgjöf Smára forseta Smári gefst upp fyrir nýlegri skýrslu Byggðastofnunar sem gefur til kynna mikinn brottflutning af Austurlandi á komandi árum, og kallar á stóra lottómiðann. Ég vona að aðrir Austfirðingar gefist ekki líka upp heldur kalli á breyttar áherslur. Ef ekki fengist nema helmingur af ráðstöfunarfé Smára og félaga gæti það skapað gríðarleg margfeldisáhrif verði því ráðstafað í takt við þróun landanna í kringum okkur (hinn helminginn má Smári fá og deila með verkfræðingum og forstjórum Lansdvirkjunar). Fólk hefur alltaf farið þangað sem menntun og framtíð þess færir þeim auknar tekjur og betri lífsskilyrði, hafi það tækifæri til. Undirritaður rekur lítið fyrir- tæki, sem byggir á menntun, úr- vinnslu og markaðsþekhingu og sækir sjálfbært hráefni til Aust- fjai-ða. Fyrirtækið er í dag 3 ára gamalt, veitir nú 10 manns vinnu í 3 mánuði á ári, 1-2 á ársgrundvelli og tvöfaldar sína veltu árlega - svo fremi skammsýnir forsetar eyði- leggi ekki hráefnið okkar. Höfundur er rekstrarfræðingvr. Yfir 1.200 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfislhroun Baldvin Kristjánsson ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 967. þáttur Úr ýmsum áttum. 1) Próf. Þorkell Jóhannesson sendi mér svofellt símbréf sem ég birti með þökkum og ekld öðrum athugasemdum: „Kæri Gísli: Ég var að lesa í morgun pistil- inn þinn í Morgunblaðinu í gær með tilvitnun í síldarþrautir ís- landsbersa, sem Halldór Lax- ness rakti í Guðsgjafaþulu og gerði úr flókinn bendil í blaða- mannastfl. Ég tel mig að vísu skilja þessa „sfldarfrétt". Mér varð hins vegar á að fletta yfir á næstu opnu og þá sé ég fyrir- sögnina: „ísafjörður 8% yfir meðaltali á tíma.“ Fyrir neðan stendur: „Isafjörður var fyrir of- an meðaltal hvað varðar áætlun á tíma eða 8% á tímabilinu frá því í maí-júlí, að sögn ...“ Ég las svo fréttina alla og ég held ég geti með góðum vilja sagt, að ég skilji sennilega merkinguna, en ég er þó ekki viss. Hitt þykist ég svo viss um, að Islandsbersi myndi ekki hafa haft slíkan þjón- ustufulltrúa hjá sér í sfldinni forðum og vísað er til í fréttinni í blaðinu. Eg er alveg sama sinnis. Það hlýtur að vera í hæsta máta vafasamt fyrir stórt þjónustufyr- irtæki í harðri samkeppni að hafa þjónustufulltrúa, sem skilst illa eða ekki! Með bestu kveðjum." 2) Skilríkir menn gáfu mér fyrir nokkrum árum þá bók bóka sem heitir ABC et cetera. Hún er að mestu um skyldleika orða og sögu þjóða og öldungis afbær sinnar tegundar, dálítið þung á köflum að vísu. Höfundar eru bræður í Bandaríkjunum, Alex- ander og Nicholas Humez, og munu eiga ættir að rekja til Grikklands. Ég vek aftur athygli á þessari bók, því að hún er óþrjótandi uppspretta speki og fróðleiks, í líkingu við Njálu, Bibliuna og Kristnihald undir Jökli. 3) í 962. þætti fjallaði ég nokk- uð um nafnið Arngrímur. Um heildarmerkingu þess komst ég ekki að ákveðinni niðurstöðu, enda ekki alltaf hlaupið að henni, þegar við forn, samsett nöfn er að fást. Nú hefur Arngrímur Sigurðs- son í Reykjavík sýnt mér þá vin- semd, að senda mér allmikið les- mál með hugsanlegum skýring- um nafnsins. Verð ég nokkurn tíma að melta þann lærdóm með mér. Því lengra sem ég hætti mér inn í myrkvið mannanafna- fræða (onomatographia, onom- astics), þeim mun villtari verð ég, eins og nærri má geta. Ég læt mér nægja sem snöggvast að vitna í John Ayto: „Naming is magical“, og má þá þýða magical með „dularfullur, yfírnáttúrleg- ur, óútskýranlegur“, eftir því sem hver vill. 4) Veðurfréttamenn sumir hafa að talsverðu leyti orðið við tilmælum umsjónarmanns um meginland Evrópu, „annars staðar í Evrópu“ o.s.frv. Og ekki má það minna vera en maður þakki fyrir sig, sagði skáldið. 5) Og fyrst Evrópa kemur til tals, skal enn heitið á fólk að segja Evró, en ekki ?Júró. Það er Evróvisjón og Evróland. Við eigum nefnilega heirna í Evi-ópu, en ekki ?Júrópu. 6) Jón Einar Jakobsson lög- fi-æðingur í Reykjavík minnir okkur á muninn á umboðsmaður og umbjóðandi. Umboðsmaður, segir Jón, er sá sem umboð hef- ur; umbjóðandi er hins vegar sá sem umboð veitir. Þetta er hár- rétt og munurinn skýlaus, enda er tekið fram í Árna Böðvarssyni að umboðsmaður sé andrætt við umbjóðandi. 7) Málfarsráðunautum fjöl- miðlanna verður seint fullþakkað mikilvægt og árangursríkt starf. Umsjónarmaður hefur fengið leyfi til að birta kafla úr siðasta málfarsbréfi frá Helgu Jónsdótt- ur sem nú gegnir starfi þessu hjá Ríkisútvarpinu. Einhvern veginn hefur þetta efni orðið út- undan hjá mér hingað til: „Á einu sviði erum við Islendingar sparsamari en margar aðrar þjóðir. Það er í vísunum til eign- ar eða umráða. Svona gætum við t.d. lýst meiðslum manna: Einn slasaðist á fæti, annar á hand- legg og sá þriðji nefbrotnaði. Á ensku væri þetta orðað einhvern veginn svona: „Einn meiddi fót sinn, annar handlegg sinn og sá þriðji braut nef sitt.“ í íslensku eru eignarfornöfn ekki notuð um líkamshluta nema í formlegu máli og skáldskap (lítil börn eigna sér líkamshluta sína en venjast fljótt af því). I frétta- texta eða skýrslu væri hægt að segja: Vinstri fótur hans styttist við slysið. Og í ljóðrænum texta: Augu hennar skína sem stjörn- ur. (Takið eftir því að nafnorðin eru ekki höfð með greini.) í daglegu tali tölum við um hárið, fótinn, bakið, höfuðið, magann, augun (á/í okkur): Hárið á mér er úfið, ég er slæmur í baki, ég meiddi mig í fætinum, annar fóturinn á hon- um er styttri en hinn, mér er illt í augunum o.s.frv. I málinu ríkir sem sé þegjandi samkomulag um það að ekki þurfi að taka fram hverjum líkamshlutarnir tilheyri; enginn er í vafa um það að það er minn fótur sem ég er að tala um þegar ég kvarta um að mér sé illt í fætinum. í seinni tíð virðist þó sem tilfínning manna fyrir þessu sé að breyt- ast. T.d. heyrist nú stundum í hársápuauglýsingum talað um „hárið mitt“ og húðkremsselj- endur tala um „húðina þína“. Takið eftir að nafnorðin eru með greini. Um daginn fór ég í klipp- ingu. Þá sagði hárgreiðslukonan mér að færa mig aftar í stólnum, „það er betra íyrir bakið þitt“. Þetta eru sjálfsagt ensk áhrif en einnig tilraun til að nálgast við- mælandann á blíðlegan og þægi- legan hátt, eins og barn! Sporn- um gegn þessu orðalagi í ís- lensku!“ ★ Hlymrekur handan kvað: Allt er afstætt í heimi hér, hermdi Einstein sálugi mér, og ég sá, er ég fann einn Neanderdalsmann, hvílík stjama hún Stína mín er. Auk þess leggur umsjónar- maður til að í stað e.spinning (um líkamsæfingar sem nú eru í tísku) komi íslenska orðið spinna, sbr. tinna og vinna. Við förum í spinnu. Samsvarandi sögn er eins. MAMMA Allt sem þig vantar ÞUMALÍNA s. 551 2136 www.mbl.is SÍBS'Fólk! Hittum.lt á Hótbl Söqu í daq kl. 13.45 SÍBS og Norrænu hjarta- og lungnasamtökin (Nordiska Hjárt- och Lunghandikappades Förbund, NHL) efna til hátíðarsamveru í Súlnasal Hótel Sögu kl. 13.45 laugardaginn 22. ágúst. Tilefnið er 50 ára afmæli NHL (stofnað á Reykjalundi 1948) og 60 ára afmæli SÍBS (stofnað á Vífilsstöðum 1938). Á dagskrá er m.a. ávarp forseta íslands, stutt erindi tengd verkefnum samtakanna, tónlist o.fl. - Kaffiveitingar. Við vonumst til að starfsmenn og annað SÍBS- fólk sjái sér fært að koma og taka þátt í afmælisfagnaðinum. Stjórn SÍBS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.