Morgunblaðið - 11.12.1977, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
STJÖRNUBÍÓ: HARRY OG WALTER GERAST
BANKARÆNINGJAR
(„Harry and Walter go to New York“)
Það verður ekki sagt um H&W., að hún sé beinlínis
frumleg. Leikstjórinn hefur ábyggilega brugðið sér af og
til á THE STING og BUTCH CASSIDY AND THE
SUNDANCE KID í leit eftir innblæstri. En hvað með
það, H&W er oft bráðfyndin og það á hún fyrst og fremst
að þakka dásamlegum „sl leik þeirra Caans og Gould, og
oft skemmtilega rugluðum bröndurum og uppákomum.
Eins eiga allir aðrir leikarar hrós skilið.
ANÆSTUNNI
HAFNARBIO: FOR
THELOVEOFBENJI
I.íkl <>;> hvarvcl.na aiinuis
sladar hlaul barna-
un^l i ii^amy ncl i n BE.N.II
ÚKa'lis a<)s<'»kn h«il<‘ii(lis. I»a<)
var |n í vol lil limdib h.já kvik-
mviiclahiisinu aO h.jóOa un^iini
Koslum sínuin uppá Iramhald
mvndarinnar FOR TIIE I.O\ E
OE BEN.II scin \ar l'rumsviid
im IoihIís í sumar.
I siðasta mánuði birgSi
Tónabió sig upp. er þa8 gekk
frá nýjum samningi við kvik-
myndadreififyrirtæki8 sem
þa8 hefur umbo8 fyrir hér-
lendis, United Artist. Þessir
samningar gilda oftast yfir
framleiSslu siSasta árs. en
þar sem risafyrirtækin vestra
hafa nú á siSari árum tekiS
þá stefnu að framleiSa færri
en betri myndir. þá þurfa
kvikmyndahúsin hérlendis að
leita viðar fanga. Þetta er
ágætis þróun, sem einnig
gefur gestunum tækifæri að
sjá aðra framleiðslu en engil-
saxneska.
Kvikmyndaframlei8sla
stórfyrirtækjanna bandarisku
er ekki ósvipuð vinfram-
leiðslu að þvi leyti að hún er
ærið misjöfn frá ári til árs. Og
þeir. sem reka Tónabió. geta
verið harðánægðir með það
sem þeir bjóða gestum sinum
næstu misserin, þvi það er
eitt það jafnbesta frá United
Artist um langt árabil. En lit-
um nú á myndimar:
0 Næst nýjasta Bond-myndin
og sú niunda i þessari feykivin-
sælu seriu, er The man with
the golden Gun. að venju er til
lítils að rifja upp efni hinna
upprunalegu skáldsögu eftir
lan Fleming. svo hefur þeim
verið breytt i myndagerðínni
En hér á Bond semsagt i höggi
við manninn með gullbyssuna.
Scaramanga, og umhverfið er
einhvers staðar i SA-Asíu Með
aðalhlutverkið fer Rogers
M oore, en með titilhlutverkið
fer gamall kunningi úr hryll-
ingsmyndunum, Christopher
Lee. Leikstjóri er Guy Hamil-
ton.
0 The Pom Pom Girls nefnist
nýleg, bandarísk mynd, sem
einhvers staðar hefur rekið á
fjörur þeirra Tónabíósmanna.
Engin stórmynd mun hér vera
á ferðinni, en með aðalhlut
verkið fer einn þeirra Carra-
dine-feðga, Robert Með
önnur, stór hlutverk fara Jenni-
fer Ashley og Bill Adler Leik-
stjóri er Joseph Ruben
0 Em umtalsverða mynd síð-
ari ára er vafalaust One Flew
Over The Cuckoo's, og loks,
eftir nokkura ára bil, er nú von
á henni í Tónabíó um jólin.
„Gaukshreiðrið", eins og hún
hefur verið títtnefnd á íslensku,
hefur fengið ómælt pláss hér á
siðunni sem annars staðar, i
gegnum árin, svo það er að
bera í bakkafullan lækinn að
bæta hér nokkru við Þó má
geta þess að myndin vann það
afrek að hljóta öll fjögur eftir-
sóttustu OSCARSverðlaunin i
fyrra, þ e fyrir besta leikstjórn
(Milos Forman) bestan leik í
karlhlutverki (Jack Nichol-
son), og bestan leik í kvenhlut-
verki (Lousie Fletcher, þá var
myndin og valin besta mynd
ársins.
^ Ný kynslóð er vaxin úr grasi
síðan dansa- og söngvamyndin
West Side Story sló öll fyrri
aðsóknarmet í Tónabíó hér á
árum áður Það er því orðið
tímabært að stilla þessari gam-
alkunnu mynd upp á nýjan
leik, bæði fyrir þá sem aldrei
hafa fengið tækifæri til að sjá
hana og eins þá fjölmörgu sem
gætu hugsað sér að grípa tæki-
færið r nýjan leik W.S.S. fjall-
ar um átök á milli tveggja
flokka ungra vandræðaungl-
inga í West Side hverfi N Y
Inn í myndina spinnast ástamál
á milli leiðtoga eins flokksins
og systur höfuðpaurs annars.
Samdráttur þeirra hlýtur harm-
sögulegan endi, en myndin er
öll í nútímaballettstil
West Side Story hlaut feyki-
góðar viðtökur á sinum tíma,
m.a 10 Oscarsverðlaun. Með
aðalhlutverkin fara Natalie
Wood, Russ Tamblyn og
George Charkiris; dansatriði
’eru útsett af Jerome Robbins,
en leikstjórnin er í höndum
Robert Wbe.
0 Sagan af prinsinum og betl-
aranum, The Prince and the
Pauper, eftir Mark Twain, er
mörgum kunn. Nú nýlega var
hún kvikmynduð af sömu aðil-
um og gerðu myndina The
Three Musketeers, en að
daginn Bregður sér í allra kvik-
inda liki Með önnur hlutverk
fara Herbert Lom og Lesley
Ann Down, sem sjónvarps-
gónurum er kunn úr þáttunum
„Húsbændur og hjú". Að
venju leikstýrir Blake Edwards
og Henry Mancini sér um mús-
íkina
^ Sr vestri sem beðið hefur
verið eftir með hvað mestri
eftirvæntingu á síðari árum er
tvimælalaust The Missouri
Breaks. Henni stjórnar einn
kunnasti leikstjóri Bandaríkja-
manna í dag, Arthur Penn,
sem áður hefur getið sér gott
orð fyrir vestra sína (m.a The
Left Handed Gun og Little
Big Man.) En það var leikara-
TUTTUGU
FYRIR
TÓNABÍÓ
þessu sinni leikstýrir Richard
Fleischer. Með aðalhlutverkin
fara engir aukvisar: Oliver
Reed. Raquel Welch. Mark
Lester. Ernest Boronaine,
George C. Scott. Rex Harri-
son og Charlton Heston. sem
virðist ómissandi i þessari gerð
mynda
0 Sú mynd, sem mest kom á
óvart á yfirstandandi ári og
varð ein sú langvinsælasta, var
óþekkt byrjendaverk litilsmet-
ins leikara Þetta er kvikmyndin
Rocky. sem nú hefur farið sig-
urför um allan heiminn og er
væntanlega i Tónabíó fyrri
hluta næsta árs Hún fjallar um
óþekktan boxara, (Rocky), sem
allt i einu fær tækifæri lifs sins;
að keppa við heimsmeistarann
Höfundur myndarinnar og
aðalleikari er Sylvester. (Sly)
Stallone, en hann hefði geng-
ið með söguna lengi í magan-
um áður en hann fékk einhvern
til að gera hana að veruleika
(m a vegna þess, þó að blank-
ur væri, þá harðneitaði Sly
jafnan að selja kvikmyndarétt-
inn nema hann fengi aðalhlut-
verkið).
Það tókst að lokum, og fram-
haldið má segja að sé skráð i
kvikmyndasöguna Auk vin-
sældanna hlaut John G. Avild-
sen Oscarsverðlaunin í ár fyrir
besta leikstjórn og myndin var
einnig kjörin mynd ársins af
bandarisku kvikmyndaakadem-
iunni
0 Einn lánlausasti lögreglu-
stjóri sem sögur fara af,
Jacques Lolouseau, verður á
ferðinni enn á ný eftir áramót-
in, i nýjustu myndinni um
Bleika pardusinn, The Pink
Panther Strikes again. Þessi
nýjasta mynd i hínum bráð-
skemmtilega myndaflokki hef
ur orðið einna vinsælust þeirra
allra, og Peter Sellers ku vist
fara á kostum, likt og fyrri
valið i aðalhlutverkin sem þótti
marka tímamót i kvikmynda-
sögunni, þvi með þau fara þeir
tveir leikarar sem mestrar virð-
ingar hafa notið á síðustu ára-
tugum; Jack Nicholson og
Marlon Brando. Nicholson fer
fyrir hópi útlaga sem valda bú-
sífjum i Missouri-fylki,
skömmu fyrír síðustu aldamót,
en Brando hefur það verkefni
að útrýma slikum óaldarlýð
Myndin er svo lýsing á klækja-
brögðum þeirra, en það olli
mönnum vonbrigðum hversu
sjaldan þessir afburðaleikarar
voru báðir á tjaldinu
0 Myndirnar Andrey Rose og
Carrie þykja báðar all-vel gerð-
ar hryllingsmyndir. Sú fyrr-
nefnda er með Marsha Mas-
on. Anthony Hopkins og
John Beck i aðalhlutverkum
en er leikstýrð af Robert Wise.
Myndin fjallar um ung hjón og
dóttur þeirra, sem telur sig
endurfædda og telur sig muna
ýmislegt úr fyrra lifi Hefur
meira að segja upp á föður
sinum fyrrverandi C:rrie fjall-
ar einnig um yfirskílvitlega
hluti Aðalsögupersónan,
skój^stúlkan Carrie (Sissy
Spaceeck). er útundan hjá
skólasystkinum sinum, og þeg-
ar húi) ætlar að ná sér niðri á
þeim uppgötvar hún að hún
hefur yfir yfirnáttúrulegum
kröftum að ráða, sem hún er
fljót að færa sér i nyt Leikstjóri
myndarinnar er einn af efni-
legum, yngri leikstjórum
Bandarikjanna, Brian
DePalma.
0 Annie Hall er nýjasta m>nd
háðfuglsins Woody Allen. sem
fyrir aðeins nokkrum vikum
stytti okkur stundir í myndinni
Love And Death. Þessi nýjasta
mynd hans er ekki jafn farsa-
kennd og þær fyrri, en hún
segir frá lifi hans siðustu árin,
þá ekki sist af ástasambandi
hans og leikkonunnar Diane
Keaton, sem leikur hér á móti
honum, likt og í flestum fyrri
myndum Allens. Gagnrýnend-
ur telja Annie Hall jafnbestu
mynd þessa einstaka leikstjóra.
Harðjaxlarnir Lee Marvin og
Roger Moore leiða saman
hesta sina i gamansamri ævin-
týramynd sem gerist i Austur-
Afriku í byrjun fyrri heimsstyrj-
aldar Þeir félagarnir hafa feng-
ist við veiðiþjófnað, en nú fá
þeir mun betur borgað verk-
efni: að sprengja i loft upp
þýskt herskip sem er i felum i
éinum árósnum . Myndin
nefnist Shout At The Devil og
leikstjórn annast Peter Hunt.
0 Robert Aldrich (The Dirty
Dozen. The Longest Yard,
Hustle.) hefur eignast stóran
hóp aðdáenda hérlendis, likt
og annars staðar Nýjasta
mynd þessa leikstjóra nefnist
Twilight’s Last Gleaming. og
fjallar um striðsóðan hershöfð-
ingja sem næstum er búinn að
koma af stað þriðju heims-
styrjöldinni Með aðalhlutverk-
in fara Burt Lancaster,
Joseph Cotten, Melvyn
Douglas. Richard Widmark
og Paul Winfield.
0 Sú mynd sem þótti hvað
liklegust til að vinna Oscars-
verðlaunin i Sr var nýjasta
mynd leikstjórans Hal Ashby
(Haarold And Maud, The Last
Detail. Shampoo), Bound for
Glory, Hún fjallar um hluta úr
æviferli þjóðlagasöngvarans og
baráttumannsins Woody
Guthrie (eldri), og þykir góð
lýsing á hörmungum krepp-
unnar miklu vestan hafs sem
urðu svo kveikjan að uppreisrv
arsöngvum Woodys Með aðal-
hlutverkið fer David Carra-
dine.
0 Bækur Alistairs MacLeans
seljast jafnan eins og heitar
lummur hvar sem þær eru
gefnar út, og eru þar að auki
allar vel til þess fallnar að
verða kvikmyndaðar Break-
heart Pass. eða Launráð t
Vonbrigðaskarði, eins og bók-
in nefnist á íslensku, er þar
engin undantekning Með aðal-
hlutverk fara Charles Bronson
og kona hans. Jill Ireland.
Ben Johnson, Richard
Crenna. Charles Durning og
Ed Lauter.
0 Og enn luma þeir Tónabiós-
menn á mörgum trompum,
sem eflaust eiga eftir að ginna
fjölda manns i húsakynni
þeirra að ári Á meðal ótalinna
aðdráttarafla má nefna mynd-
ina um harðsvíraða valdabar-
áttuna sem á sér stað innan
hinna stóru sjónvarpshringja
vestan hafs. Nefnist hún ein-
faldlega Network, og var ein
umtalaðasta mynd siðasta árs,
og í hópi þeirra vinsælustu.
Með aðalhlutverkin fara hin
undurfagra Faye Dunaway og
hinn látni breski leikari Peter
Finch. En bæði hlutu þau Osc-
arsverðlaunin i ár fyrir leik sinn
í myndinní. Með önnur stór
hlutverk fara ágætisleikararnir
William Holden og Robert Du-
vall Handritið samdi Paddy
Chayefsky (Oscarsverðlaun) og
leikstjórn annast Sidney Lum-
et.
0 Fyrir allnokkrum árum naut
myndin A Man Called Horse
umtalsverðra vinsælda og slik
velgengni hefur ekki ósjaldan
orðið kveikja að framhalds-
mynd og svo varð að þessu
sinni. The Return Of A Man
Called Horse, nefnist áfram-
haldið sem státar einnig af
Richard Harris i aðalhlutverki
Hér er Englendingurinn á ný
snúinn til byggða Sioux-
indiána og hefur slegist i þeira
hóp Leikstjóri er Irwin Kreshn-
er.
0 Eg er einn af fjölmörgum
aðdáendum hinnar makalausu
sögu Josephs Wambaughs,
The Choirboys. sem fjallar um
eitt óliklegasta lögreglumanna-
gengi sem sögur fara af Bókin
um þessa harðsoðnu slarkara
var hvalreki fyrir meistara þess-
ara sagna. Robert Aldrich Það
er nýjast að fregna af mynd-
gerðinni að það stendur til að
hún verði frumsýnd í næsta
mánuði og Tónabió hefur þeg-
ar tryggt sér sýningarréttinn
hérlendis Með aðalhlutverkin
fara ýmis kunn andlit úr sið-
ustu myndum Aldrichs, eins og
Lou Gossett. Ed Lauter. Don
Stroud og Burt Young.
0 Þá hefur Tónabíó tryggt sér
nýjustu mynd leikstjórans sem
gerði hina upprunalegu
Emmanuelle. Nefnist hún The
Story of O, gerð eftir hinni
klassisku pornografiu Pauline
Regaé (dulnefní)
0 Enn er ótalin sú mynd, sem
hvað frægust er að öllum lik-
indum í þessari upptalningu;
striðsmynd Francis Ford
Coppola, Apocalypse Now.
Um fáar myndir hefur verið
jafn mikið rætt og ritað á siðari
árum, og ber margt til Mynd-
ina byggir Coppola á sögu eftir
Josep Conrad og færir hana i
nútimabúning, nánar tiltekið
gerist hún í Viet-Nam styrjöld-
inni Coppola hefði getað tekið
sér hvaða verkefni sem er fyrir
hendur, eftir vinsældir God-
father- myndanna, og U A
bauð honum gull og græna
skóga ef hann kæmi til þeirra,
verkefnið var aukaatriði Copp-
ola lagði é brattann með 15
millj $ og eins og hálfs árs
tíma til stefnu. Nú eru rösk tvö
ár liðin, og útgjöldin hafa rösk-
lega tvöfaldað áætlunina Og
þeim hjá U.A er ekki orðið um
sel En þeir, eins og flestir
aðrir, hafa tröllatrú á Coppola
og eru þess fullvissir að kvik-
myndasöguleg mynd sé nú
komin á klippiborðið Og það
fáum við að sjá á næsta ári. því
Tónabió stendur til boða að fá
myndina glænýja Með aðal-
hlutverkin fara Marlon
Brando, Robert Duwall og
Martin Sheen.
0 Það er upplagt að Ijúka
þessari kynningu eins og hún
byrjaði — á Bond-mynd. Ég
slæ því botninn í þessi skrif
með myndinni The Spy Who
Loved Me. Sú mynd gengur
nú víða um heim fyrir fullum
húsum. Að venju er spæjarinn
að bjarga veröldinni, og óþarft
að fara nánar útí þá sálma Þá
er og kvennastóðið frítt að
venju, en með önnur hlutverk
fara m.a Curt Jiirgens og
Walter Gotell. Marvin
Hamlisch sér um tónlistina og
kvikmyndatakan er i höndum
Claude Renoir.