Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 12.04.1979, Síða 1
112 SÍÐUR 86. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gleðilega páska . * 1:8— ' k V * jPCLJ 11 3—iM' * TSN. m' j * ' ^ iJk íT j n jr ]• ® * jfiJNÍL Kl I : Ljósm. Emilía. Kampala fallin og Amin flúinn Kampala. 11. aprfl. Reuter. AP. HERLIÐ Tanzaníumanna og landflótta Ugandamanna tók í dag Kampala, höfuðborg Uganda, og Uganda-útvarpið tilkynnti, að átta ára harðstjórn Idi Amins forseta væri lokið. Utvarpið sagði, að Amin væri „ekki lcngur við völd“ og skoraði á þjóðina að sameinast um að „útrýma þeim örfáu morðingjum sem enn stæðu uppi.“ Borgarbúar fögnuðu herliðinu og notuðu tækifærið til þess að rupla og ræna í verzlunum og á heimilum embættismanna. Heim- ildir í Dar Es Salaam herma, að bráðabirgðastjórn verði mynduð eftir einn til tvo daga. Innrásarliðið mun halda sókn sinni áfram til síðasta virkis Amins, Jinja, sem er um 70 km austur af Kampala. Préttir þaðan segja frá særðum hermönnum sem staulist um og öðrum hermönnum sem fari um ruplandi og rænandi. Óstaðfestar fréttir herma, að Amin sjálfur sé flúinn austur til Tororo nálægt landamærum Kenya. í tilkynningu sem var lesin í útvarpinu frá Pyite Ojok ofursta, yfirmanni Þjóðfrelsishers Uganda, er skorað á allar „friðelskandi þjóðir heims að styðja málstað þjóðfrelsisins og fordæma fyrrver- andi fasistastjórn". Öllum her- mönnum Amins var skipað að gefast upp og skorað var á íbúa Kampala að halda rósemi sinni. Útvarpið sagði, að yfirmaður innrásarliðsins, Tito Okello of- ursti, væri kominn til Kampala. Seinna hringdi Amin í blað í Kenya og sagði að það væri „fjar- stæða“ að hann væri ekki lengur við völd. Hann kvaðst vilja stað- festa að hann væri enn við völd og Uganda á valdi sínu. frá Kampala," sagði hefði 90% „Ég tala hann. En dvalarstaður Amins var mönnum ráðgáta og hann var ýmist sagður í bát á leið yfir Viktoríuvatn, í flugvél á leið til flugstöðvar í Norður-Uganda, í bíl á leið til súdönsku landamæranna með súdanskt vegabréf eða í fang- elsi í Kenya. Ellefu framámenn teknir af lífi í í ran Teheran. 11. apríl. Reuter. AP. ELLEFU úr hópi kunnustu stjórnmálamanna og herforingja á dögum keisarastjórnarinnar í íran voru líflátnir í dag og þar með hafa 93 fyrrverandi embættismenn verið teknir af lífi síðan í febrúarbyltingunni. Einn hinna líflátnu var Abbas Alu Khalatbari fyrrum utanríkis- ráðherra og framkvæmdastjóri Cento, sem var ákærður fyrir að leyfa starfsmönnum leynilögregl- unnar Savak að starfa í sendiráð- um írans erlendis. Hann kvaðst hafa verið neyddur til þess. Leynilegir dómarar yfirheyrðu hina líflátnu í Qasr-fangelsi í Teheran þar sem um 1.300 pólitískir fangar eru í haldi. Kvöldblöðin í Teheran birtu við- bjóðslegar myndir af líkunum. Annar úr hópi hinna líflátnu var fyrrverandi yfirmaður Savak, Hassan Pakravan hershöfðingi, sem bar ábyrgð á handtöku trúar- leiðtogans Khomeinis fyrir 15 árum. Hann var sagður hafa varið stefnu keisarans unz yfir lauk. Meðal annarra sem voru líflátn- ir vorií síðasti yfirmaður Savak, Nassir Moghadem hershöfðingi, síðasti yfirmaður lífvarðar keisarans, Ali Neshat hers- höfðingi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, yfirmaður herdómstóls, sem dæmdi morð- ingja Ali Razmara forsætisráð- herra 1951, fyrrverandi borgar- stjóri Teheran og fleiri. Samtöl flugmanna í „kraftaœrka- vélinni” þurrkuð út Washington, 11. apr. Reuter. SEGULBANDSUPPTAKA með samtölum í flugstjórnarklefa TWA-vélarinnar, sem snerist skyndilega tvívcgis í háloftun- um og féll svo þúsundir feta í sl. viku, hefur verið eyðilögð af ásettu ráði að sögn talsmanns flugumferðarmála í Bandaríkj- unum. Talsmaðurinn, Dennis Feldman, sagði að enginn vafi léki á, að þetta hefði verið gert viljandi. Hann sagði, að allir í áhöfn vélarinnar hefðu verið teknir til yfirheyrslu til að leita skýringa á því hver hefði þurrkað út samtölin úr svarta kassanum. Venja er að þurrka út samtöl að flugi loknu ef allt hefur verið með felldu en ekki ef eitthvað ber út af. Sá úr áhöfninni sem uppvís verður að þessu á á hættu að missa vinnuleyfi sitt og verða að gjalda 1 þús. dollara í sekt. Vélin, sem er Boeing 727, var í innanlandsflugi frá New York til Minneapolis. Eftir að vélin sner- ist í loftinu féll hún um átta km niður en flugstjóranum tókst að ná stjórn á vélinni og lenti hann í Detroit. Aðeins þrír slösuðust við þennan atburð sem varla á sér nokkra hliðstæðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.