Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.04.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1980 Alþingi í dag: Hækkun söluskatts - lækkun olíugjalds ALÞINGI kemur saman til starfa í dag eftir tæplega viku páskahlé. Meðai mála sem á dagskrá verða í vikunni eru m.a. stjórnarfrumvörp um l'/2% hækkun söluskatts og lækkun olíugjalds til fiskiskipa úr 5% í 2,5%, sem ekki vannst timi til að afgreiða sem lög í fyrri viku. Sáttafundir með ASÍ og VSÍ og BSRB og ríkinu SÁTTAFUNDIR verða í kjaradeil- um Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins og BSRB og ríkisins í dag, en síðdegis í gær höfðu ekki verið boðaðir nýir sáttafundir í farmannadeilunni, flugmannadeilunni eða með sjó- mönnum og útgerðarmönnum fyrir vestan. Banaslys á bif- hjóli á Akureyri Akureyri, 8. apríl. BANASLYS varð á mótum Byggðavegar og Ilamarsstígs síðdegis á föstudaginn langa. Fimmtán ára piltur á léttu bif- hjóli, lenti þar í árekstri við lítinn sendiferðabíl og beið þegar bana að því er talið er. Pilturinn kom sunnan Byggða- veg og lenti á vinstra framhorni bílsins sem ók vestur Hamarsstíg en þarna er blindhorn. Pilturinn hét Ragnar Ragnars- son, fæddur 26. janúar 1965, og átti heima í Skarðshlíð 40 F. Hann var mjög efnilegur skákmaður og iðkaði einnig orgelleik í tómstund- um. Eldri bróðir hans fórst einnig í bílslysi fyrir nokkrum árum. Sv.P. Veggskreyting áskólafyrir vangefin börn: Fann „fjársjóð“ í Sundahöfninni á ísafirði „ÞÚ finnur alla vega engan fjársjóð í þessari för,“ var það sem m.a. var sagt heima til að fá mig ofan af því að reyna búninginn, en annað varð nú upp á teningnum,“ sagði Jón Grímsson sjómaður, er blaðamaður Mbl. hitti hann, íklæddan froskmanna- búningi, með peningakassa í höndum við Sundahöfn- ina á Isafirði á föstudaginn langa. Jón er ísfirðingur og starfar sem sjómaður í Bandaríkjunum. Hann er hérlendis í mánaðar- leyfi og ákvað að athuga, hvort ekki væri allt í lagi með búning- inn og brá sér því í höfnina þennan tiltekna dag, þótt napurt væri. „Eg er að hugsa um að selja græjurnar, en vildi vera viss um að þær væru í lagi. Kassinn var hérna þó nokkuð úti í höfn og búið að brjóta hann upp. Þetta er áreiðanlega þýfi, en þjófarnir hafa þó troðið honum í plastpoka áður en þeir losuðu sig við hann. — í honum? Þetta virðist að mestu vera pappírsrusl, en þó er hér ávísun, sýnist mér. Jón afhenti lögreglunni á staðnum síðan kassann. í honum reyndist vera ávísun að upphæð kr. 179 þús. kr., skjöl o.fl. Ekki hafði verið tilkynnt um neinn þjófnað, en við nánari athugun kom í ljós, að innihaldið var eign Menntaskólans á Isafirði og að brotist hafði verið inn í mötu- neyti skólans eftir að páskaleyfi hófst þar, eða aðfaranótt 2. apfil, og kassinn, ásamt lausafé að upphæð 20—30 þús. kr. num- inn brott. Lögreglan hafði upplýst málið og náð innbrotsþjófunum, áður en páskahelginni lauk, en þeir hafa áreiðanlega ekki reiknað með því, þegar þeir losuðu sig við kassann, að nokkur ætti erindi í höfnina á þessum árs- tíma, og að þannig kæmist upp um þá. „Ef listamaðurinn vill bjóða listaverk- ið á lægra verði'* „MÁLIÐ er óafgreitt, en mér finnst iistaverkið of dýrt og ég tel að listamaðurinn eigi næsta leik ef hann vill ræða við mig og bjóða listaverkið á lægra verði,“ sagði Ingvar Gíslason menntamálaráðherra í samtali við Mbl. i gær þegar hann var inntur eftir því hvernig stæði með afgreiðslu á veggskreytingu þeirri sem Einar Hákonarson listamaður vann að beiðni skólanefndar Lyngásskólans fyrir vangefin börn, Styrktarfélags vangefinna og í samráði við arkitekt skólans sem er í byggingu í Safamýri. Veggskreytingin er á 50 m2 vegg og var miðað við kostnað samkvæmt heimild í lögum um að 2% af byggingarkostn- aði megi veita í listskreytingu. Samkvæmt þeirri hugmynd sem nú liggur fyrir er kostnaður áætlaður 10 millj. kr., 5 millj. kr. í uppbyggingu listaverksins og 5 millj. kr. til listamannsins. Morgunblaðið hafði einnig samband við Einar Hákonarson: „Ég hef verið að bíða eftir ákvörðun ráðherrans, en ég get ekki séð annað en að það sé verið að bjóða upp á prútt jafnvel þótt búið sé að slá upp veggnum sem myndin átti að steypast í. Ég er ekki að bjóða neitt, ég var beðinn um að vinna þetta verk og í samtali við starfsmenn mennta- málaráðuneytisins fyrir páska var mér tjáð að mér yrði til- kynnt um ákvörðun í málinu. Við það hefur setið og síðan hefur ekkert verið rætt við mig.“ Sextán bandarískir þingmenn í heimsókn Sextán bandarískir öldunga- deildarþingmenn og þingmenn heimsóttu Island um síðustu helgi á leið sinni á fund Alþjóða þing- mannasambandsins sem haldinn er í Ósló um þessar mundir. Komu bandarísku þingmennirnir hingað sl. föstudag og fóru síðdegis á laugardag. M.a. skoðuðu þeir stöð varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, heimsóttu Reykjavík og nágrenni og heilsuðu upp á þing- menn í Alþingishúsinu. — í kassanum? í honum virðist að mestu vera pappírsrusl, en þó er hér ávisun, sýnist mér, sagði Jón, er hann kikti ofan í kassann. Ljósm. Mbl. Friða Proppé. Frá fundinum i sjávarútvegsráðuneytinu í gær, en hann sátu m.a. starfsmenn ráðuneytisins. fiskifræðingar. fulltrúar sjómanna. útgerðarmanna og fiskvinnsiunnar. Ljósm. Kristján Lýkur vetrarvertíð bátanna í apríllok? Rætt um framhald þorskveiða á fundi hagsmunaaðilja Á FUNDI hagsmunaaðilja í sjáv- arútvegi með sjávarútvegsráð- herra í gær komu fram hugmynd- ir útgerðarmanna og sjómanna um að vetrarvertíð bátaflotans standi út aprílmánuð. Samkvæmt þeim reglum, sem miðað hefur verið við, hefði vertíð átt að ljúka 26. apríl þar sem afli fyrstu þrjá mánuði ársins var svo mikill sem raun bar vitni. Ýmsar hugmynd- ir komu fram á fundinum og má nefna, að uppi voru raddir um fækkun neta og takmörkun róðra. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framhald þorsk- veiðanna, en sjávarútvegsráð- herra mun ræða þessi mál á fundi rikisstjórnar í dag eða á morgun. Þorskaflinn fyrstu þrjá mánuði ársins var liðlega 170 þúsund lestir og af þeim afla komu bátar að landi með rúmlega 96 þúsund lestir, en togararnir 74 þúsund lestir. Heildarbotnfiskaflinn fyrstu þrjá mánuði ársins varð rúmlega 218 þúsund lestir. Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs varð þorskaflinn rúmlega 124 þúsund lestir, þannig að aukning í þorsk- afla á milli ára er rúmlega 45 þúsund tonn. Á fundinum með sjávarútvegs- ráðherra í gær voru fulltrúar sjómanna, útgerðarmanna, fisk- vinnslunnar og fiskifræðingar, auk starfsmanna í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Eins og fram kom í ársbyrjun hafa fiskifræðingar lagt til að þorskafli fari ekki yfir 300 þúsund lestir í ár, en nú er þegar búið að veiða meira en helming þess afla. Á hádegi í gær lauk viku þorskveiðibanni báta- flotans. Viðskiptaráðherra í samtali frá London: „Búast má við lækk- andi bensínverði er líður á árið“ „VIÐ hefjum samningaviðræður í fyrramálið við British National Oil Corporation um kaup á 100 þúsund tonnum af gasolíu,“ sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi þar sem hann var staddur í London. „Það verður að öllum líkindum samið um verðgrundvöll sem verður ckki einj sveiflukenndur og Rotterdamverð ið, en verðið verður væntanlegí ekki lægra en það sem nú gildir i Rotterdammarkaði. Það er þi lægra enþað sem við erum að seljí heima á íslandi nú. því þar er un dýrari birgðir að ræða. Ef þettí verð helst áfram má því búast vi( að bensín lækki eitthvað í verði ei líður á árið. íslendingar nota nú um 250 þús tonn af gasolíu á ári, en miðað er vii að olían frá British National komi ti landsins eftir mitt ár, en þá verðí ekki aðrir samningar í gildi um kau] á gasolíu. I íslenzku samninganefnd inni eru forstjórar olíufélaganna ráðuneytisstjóri og Jóhannes Norda bankastjóri, en samkvæmt upplýs ingum Tómasar má reikna með ai samningar verði undirritaðir ; fimmtudag eða föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.