Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 7 Ofnþurrkaö Oregonpine Teak Eik Mjög hagstætt verð. Timburverzlunin VÖlundur hf. KLAPPARSTIG 1. SÍMI 18430 með ,Linytron Plus‘ myndlampa er japönsk tækni í hámarki. Greiöslukjör HAFNFIRSK MENNINGARVAKA fjórða • tíl • ellefta • april • 1981 Ldag_________________________ Þriðjudagur 7. apríl: Kl. 20.30 Kammertónleikar í Hafnarfjarðarkirkju: Elín Guðmundsdóttir, sembal Gunnar Gunnarsson, flauta Ingi Gröndal, lágfiðla Jóhannes Eggertsson, selló Þorvaldur Steingrímsson, fiðla ámorgun___________________________ Miðvikudagur 8. apríl: Kl. 21.00 Leiksýning í Bæjarbíói: „Jakob eða agaspursmálið" eftir Ionesco endursýnt. Á midstjórnariundi iramsóknarmanna viðurkenndi Steingrímur Hermannsson, að íyrir hendi væri leynisamn- ingur um samstariið í ríkisstjórninni. Þetta plagg segir ritstjóri Tímans hins vegar aðeins að „finna í hugskoti stjórnarandstöðunnar**. Neitunarvald til handa aítur- haldsöflunum í Alþýðuhandalaginu samrýmist ekki að hans mati þeirri nýstárlegu fullyrðingu, að Framsóknar- flokkurinn sé „kjölfesta** stjórnarsamstarfsins. Vindhanar Það er til marks um þá litlu trú, sem menn hafa á stefnu og starfi Pramsóknarflokksins i núverandi ríkLsstjórn. að miðstjórnarfundur flokksins. sem fram fór um síðustu helgi. vekur ekki hinn minnsta áhuga utan þröngra flokksraða. Tal ráða- manna flokksins um að- gerðir i efnahagsmálum eða á öðrum sviðum fer inn um annað eyrað og út um hitt. Þeir hafa svo lengi kyrjað þennan söng án þess að nokkur árangur orða þeirra sjá- ist, að almenningi finnst þeim tíma varið til einskis, sem eytt er i frásagnir af yfirlýsing- um framsóknarmanna um „niðurtalningu** eða hvað sem þeir kalla efna- hagsstefnu sina þessa stundina. Af skrifum Timans i tilefni af þessum mið- stjórnarfundi má ráða. að þar á bæ hafi menn nokkrar áhyggjur af þessu áhugaleysi á mál- efnum Framsóknar- flokksins og stefnu hans. Ritstjóri blaðsins hefur skrifað sig í hátiðarskap i tilefni af þvi, að mið- stjórnin kom saman, en þau ávörp stinga mjög i stúf við flatneskjuna, sem greinilega hefur sett svip sinn á fram- sóknarfundinn. Á sunnudaginn kemst Jón Sigurðsson ritstjóri svo að orði i hugleiðingu sinni, sem ber yfirskrift- inæ Framsóknarflokk- urinn er kjölfestan: „F ramsóknarf lokkur- inn er kjölfesta stjórnar- samstarfsins, og i stöðu islenskra stjórnmála nú, ekki siður en endranær. veltur flest á þvi að framsóknarmenn hafi frumkvæði að farsælum lausnum viðfangsefn- anna. Þjóðleg umbóta- stefna félagshyggju- manna er sú braut er ein getur fært þjóðina út úr þeim vandamálum sem við er að fást.“ Þegar framsóknar- menn eru ekki aiveg jafn hástemmdir og rit- stjóri Tímans i ofan- greindum orðum, láta þeir sér venjulega nsegja að lýsa flokki sínum sem miðflokki. eins og hæfir honum best. Miðflokkar hafa aldrei orðið kjöl- festa í stjórnmálalifi nokkurs lands. Nær væri að kalla þá vindhana, þvi að ráðamenn slikra flokka eru fyrstir til að berast með straumnum og láta stjórnast af raun- verulegu eða ímynduðu almenningsáliti. Saga F ramsóknarf lokksi ns einkennist af sveiflum til hægri eða vinstri. Stefna hans i utanrik- ismálum og þeir áherslu- þættir, sem þar hafa ráðið, er skýrasta dæmið um þetta. Hefði ritstjóri Timans hins vegar sagt, að SÍS-valdið væri kjöl- festan innan Framsókn- arflokksins, væri engin ástæða til athugasemda. „Leyni- plaggið44 í Fréttabréfi fram- kvæmdanefndar Alþýðu- handalagsins kemst Svavar Gestsson formað- ur fiokksins svo að orði, að „undirritað sam- komulag“ milli aðila rik- isstjórnarinnar. sem veiti hverjum stjórnar- aðila „neitunarvald ef hann vill beita því“ sé „í raun og veru meginfor- senda stjórnarinnar“. Þetta samkomulag hefur ekki fengist birt þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Greinilegt er. að fram- sóknarmenn telja sér best henta að vera tvi- ef ekki þrisaga um þetta plagg. f Tímanum á sunnudaginn er meðal annars komist svo að orði í lofgrein ritstjór- ans um Framsóknar flokkinn: „... upplýst er til fulls af aðilum rikis- stjórnarinnar að þetta alræmda „ieyniplagg“ er aðeins að finna i hug- skoti stjórnarandstoð- unnar.“ Hvernig á að skilja þessi orð? Er rit- stjóra Timans ekki kunnugt um. að Svavar Gestsson er ráðherra i núverandi rikisstjórn en ekki stjórnarandstæð- ingur? Steingrímur Her- mannsson vék að leyni- samkomulagi stjórnar- aðila i ræðu sinni á miðstjórnarfundi fram- sóknar. Samkvæmt frá- sögn Timans komst hann þannig að orði: ^Þessi ríkisstjórn hef- ur sett sér aðrar starfs- reglur. en menn neydd- ust til að hafa í sam- starfi við Alþýðuflokk- inn. Þau mál. sem koma fyrir rikisstjórn og ágreiningur kann að vera um, eru ekki leyst með meirihlutaveldi. heldur er lögð á það áhersla að ná samkomu- lagi. Það hefur ætið tek- ist, þótt stundum sé með einhvers konar mála- miðlun. eins og eðlilegt er. Þetta er hinn marg- rómaði leynisamning- ur.“ Ritstjóri Tímans hefði átt að vera búinn að kynna sér viðhorf flokksformanns sins áð- ur en hann hélt þvi enn einu sinni fram, að ekki væri til neinn ieynisamn- ingur innan stjórnarinn- ar. Tilvist samningsins er viðurkennd af Stein- grimi Iiermannssyni og einnig hitt, að kommún- istar hafi neitunarvald innan stjórnarinnar. f frásögnum sínum af þessum samningi hefur Steingrimur hrakist úr einu víginu í annað en frammi fyrir sjálfri mið- stjórn sinni viðurkennir hann tilvist samnings- ins. Nú þurfa ráðherrar að stíga skrefið til fulls og birta samninginn. svo að ritstjóra Tímans verði tilvist hans einnig Ijós. Jeppa- og Weapon-kerrur Vorum aö fá nokkur stykki af notuöum amerískum herkerrum, bæöi fyrir jeppa og stærri bíla. Hagstætt verö. Gísli Jónsson & Co hf. Sundaborg 41, R., sími 86644. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl' AIGLVSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl AL'G- LYSIR í MORGLABLADIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.