Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 + Faöir okkar. EIRÍKUR HJARTARSON, ratvirkjameistari, lést aö Hrafnistu 4. apríl. Börnin. + Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, TORFI ÞORBJÖRNSSON, Nökkvavogi 12, iést aö elliheimilinu Grund 3. apríl. Margrét Ólafadóttir börn og tengdabörn. Elskulegur sonur okkar og bróöir, GUNNAR ÓLAFSSON, Hraunbæ 13, lést 5. apríl. Guórlóur Jónsdóttir, Olafur Gunnarsson, Jóna og Hafdfs Ólafsdaetur. Móöir okkar, RAGNA MATTHÍASDÓTTIR fré Holti, Ljósheimum 20, andaöist í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 5. apríl. Ragnheiöur Indriðadóttir, Birgir Indriöason. Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, FRIÐRIK ÓSKAR SIGURÐSSON, Kleppsvegi 74, lést 5. apríl. Una Indrióadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöir okkar og tengdafaöir, JÓN BERGMANN JÓNSSON fré Litla-Langadal, andaöist í Sjúkrahúsi Akraness, sunnudaginn 5. april. Börn og tengdabörn. + Eiginmaöur minn, MAGNÚS MAGNUSSON, jérnsmiöur, Þórufelli 4, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 8. þ.m. kl. 3. Blóm vinsamlega afþökkuö. Guömunda Þ. Eyjólfsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐFINNA GUDMUNDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju í dag þriðjudag 7. apríl kl. 2. Ásgeir Þorsteinsson, Sigrún Hallgrímsdóttir, Guömunda Þorsteinsdóttir, Guölaugur Hannesson barnabörn og barnabarnabörn. + Alúöarþakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÓNNU MARÍU JÓNSDÓTTUR. Jón Stefánsson, Jónína Sigurðardóttir, Jóhann Stefénsson, Oddný Ásmundsdóttir, Margrét Stefénsdóttir, Óli Haukur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Loftur Bjarnason frd Bólstað - Minning Loftur Bjarnason fyrrum bóndi á Bólstað í Steingrímsfirði er horfinn af sjónarsviði hins mann- lega lífs. Sú er leið okkar allra, en þau spor sem menn marka á ævigöngunni eru misjafnlega djúp. Loftur fæddist á Bólstað 18. júlí 1895. Foreldrar hans Bjarni Bjarnason og Björg Sigurðardóttir bjuggu þar rúmlega hálfan fjórða áratug. Loftur, sem mun hafa verið yngstur sinna systkina, þeirra er upp komust, tók við jörðinni þegar faðir hans lét af búskap og bjó á Bólstað í 29 ár. Hann kvæntist Pálfríði Áskelsdóttur frá Bassa- stöðum, mikilli myndarkonu og áttu þau saman átta börn. Enda þótt við Loftur værum sveitungar kynntumst við lítið fyrr en ég var fullorðinn maður og hann einn stærsti bóndinn í Kaldrananeshreppi, átti fjárstofn góðan og skorti hvorki land né lausa aura. Okkar fyrstu samskipti voru þau, að ég hafði tekið mér starf hjá Eftirlits- og fóðurbirgðafélagi Kaldrananeshrepps og heimsótti hann sem aðra bændur þeirra erinda vegna. Til að byrja með mun hann ekki hafa borið sérstaka virðingu fyrir þessu starfi, frekar litið á það sem óþarfa íhlutun um einkahagi manna og ekki er ólíklegt að hann hafi litið svo á að ég, sem fram til þess tíma hafi fremur lítið þurft fyrir lífinu að hafa, væri manna ólíklegastur að gefa Bólstaðar- bóndanum forskrift í búnaðarmál- um. Ég kom fyrst til hans á hrá- slagalegum haustdegi og þegar ég hafði þegið þar rausnarlegar veit- ingar, lítur bóndinn til mín, brosir hálffrosnu brosi erfiðismannsins, sem fárra hvíldarstunda hafði unnt sér á liðnu sumri. — „Jæja, þú munt vera kominn til að telja skjáturnar." „Onei, Loftur minn, ég læt duga það sem þú segir mér um þína sauðfjáreign." „Jæja, heldurðu að það sé óhætt?" „Við látum það ráðast." Og þannig var það þau ár, sem ég sinnti þessu starfi. Oftast var hann fjárflesti bóndinn og alltaf sá fóðurbirgasti. I nokkra vetur kenndi ég elstu börnum Bólstaðarhjónana og dæt- ur þeirra unnu á heimili okkar. Þannig uxu kynnin með árunum. Loftur hafði mikla ánægju af hestum, enda átti hann á sínum síðari búskaparárum gæðinga og gerði vel við þá. Sjálfsagt getur varla ólíkari menn en okkur Loft, þrátt fyrir það voru öll okkar samskipti góð. Hann barðist harðri baráttu til að verða sjálfum sér nógur og hlífði hvorki sjálfum sér né fjöl- skyldunni í þeim lífsleik. Kannske gerði ég mér aldrei fulla grein fyrir því hve hörð sú barátta var fyrstu árin, því fyrir komu þau augnablik að ég öfundaði hann vegna þess hve stór hann varð af sjálfum sér. — — Nú er Loftur farinn. Síðustu árin hygg ég að hafi verið honum- góð. Afrakstur manndómsáranna var það mikill að hann þekkti ekki tímanlegar áhyggjur elliáranna. Hann gat litið björtum öldungs- augum til góðra afkomenda. Hann sveik aldrei sína samtíð. Lagði ef til vill stundum of mikið á sig vegna þess trúnaðar. Mér verður tæpast borið það á brýn, að ég hengi mig á hvers manns snaga, en ég átti margar glaðar stundir með Lofti á Blóm- stað og er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum. Það er ekki sársaukalaust fyrir gamlan Strandamann að aka norður yfir Selá og líta kuml býlisins sunnan undir brúnum Trékyllisheiðar, þar sem einn um- svifamesti bóndi byggðarinnar bjó fram um miðja öld. En þó er það huggun harmi gegn, að bak við þessi kuml býr gömul saga og að stórbóndinn sem nú er nýlega til grafar genginn var þar ein svipmesta söguhetjan. Þorsteinn frá Kaldrananesi. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Það hefur ekki horfið úr huga mér, síðan mönnum tókst að lenda á tunglinum. hvort gera megi ráð fyrir, að þjóðfélag okkar verði nú enn veraldlegra en það er. Hvað segið þér um þetta? Eg hygg, að svarið við spurningu yðar sé fólgið í þeim hrífandi atburði, þegar geimfararnir lásu úr ritningunni, er þeir sendu jarðarbúum jólakveðju um árið. Þeir höfðu náð hinzta takmarki mannlegra afreka, en hugur þeirra var bundinn við Guð og eilífðina. Davíð sagði mörgum öldum áður en menn flugu til tunglsins: „Þótt eg stigi upp í himininn, þá ertu þar. Þótt eg gerði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt eg lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið yzta haf, einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.“ (Sálm. 139, 8-10). Guð hefur lagt eilífðina í brjóst manninum, og hvert sem maðurinn leggur leið sína, munu hugsanir um Guð fylgja honum. Hann kann að ná upp í hæstu hæðir menntunar, tækni og vísinda, en þessar greinar fá ekki eytt hugsunum um Guð úr vitund hans. Maðurinn var skapaður Guði til handa. Þá guðlegu ákvörðun getur hann ekki flúið. + Móöir mín, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HALLBJÖRNSDÓTTIR, Irá Einarslóni, Þverholti 2, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 5. apríl. Guöbjörg Þorvaldsdóttir, Auöunn Guömundsson, Þóra Steina Þóróardóttir, Geir Ssatan Einarsson, Gunnar Auöunsson, Sigurlaug Anna Auóunsdóttir, Þorvaldur Auöunsson, Sigrlóur Ásta Geirsdóttir. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, PETER COLOT, 1025 E. Taylor Run Pkwy. Alexandríu VA., lést 5. apríl. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag fslands. Auóur Jónsdóttir Colot, Hildur Vegmo Colot, Geröur Vegmo colot, Guómundur Asgeirsson, Þóra Sesselja Rose Colot, Peter Exton, Freyja Valerie Colot Lynn, Andrew E. Lynn, Peter Adrien Brooks Colot, Freyr Guömundsson, Ulfhildur Guömundadóttir. + Eiginamaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GUÐFINNUR ÞORBJÖRNSSON, andaöist 4. apríl. Jaröarförin veröur gerö frá Neskirkju, mánudaginn 13. apríl kl. 13 30 Marta Pótursdóttir, Vigdís Guöfinnsdóttir, Loftur J. Guóbjartsson, Pótur Guöfinnsson, Stella Sigurleifsdóttir, Þorbjörn Guðfinnsson. Lokað 1 vegna jaröarfarar Jóns Runólfssonar í dag 7. apríl milli kl. 13—15. Úr og skartgripir Jón og Óskar Laugavegi 70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.