Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 28
28'- MORGUNBLAÐIÐ, ÞttfÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981 Ipswich tapaði enn - og Villa skaust nú upp fyrir liðið Palace féll endanlega W-Ham öruggt »» • Hart er nú barist um sæti þau i 2. deild sem gefa sæti i 1. deild að hausti. Hér er eitt þeirra liða sem eru köiluð að þessu sinni, hvort það verður útvalið þegar upp verður staðið leiðir timinn í ljós. Þetta er Sheffield Wednesday. ASTON Villa ætlar sér greini- iega ekkert annað en ensku meistaratignina, en á laugar- daginn náði liðið forystu i keppninni er það gersigraði Leicester á sama tíma og Ips- wich tapaði þriðja leik sínum á skömmum tima. Margir af fastamönnum Ipswich eiga við meiðsli að striða og virðist eitthvað vera farið að hrikta i stoðunum hjá félaginu. Villa virðist hins vegar eflast með viku hvcrri og félagið hefur verið blessunarlega laust við að missa lykilmenn á sjúkralist- ann. Villa tók Leicester i kennslustund á Filbert Street i Leicester. Steve Lynes náði reyndar forystunni fyrir Lei- cester, en þeir Des Bremner og Peter Withe svöruðu með tveim- ur mörkum. Enn jafnaði Lynes fyrir leikhlé, en i siðari hálfleik átti lið Leicester ekkert svar og þeir Withe og Tony Morley bættu mörkum við. öruggur sigur var i höfn. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Birmingham — Middlesbr. 2—1 Brighton — Arsenal 0—1 Leeds — Coventry 3—0 Leicester — Aston Villa 2—4 Manch. Utd. — Cr. Palace 1—0 Norwich — Manch. City 2—0 Southampt. — Nott. Forest 2—0 Sunderiand — Wolves 0—1 Tottenham — Everton 2—2 West Bromwich — Ipswich 3—1 Lið Ipswich virtist þreytt WBA vann Ipswich með at- hyglisverðum yfirburðum og var það þriðji tapleikur Ipswich i fjórum síðustu leikjum liðsins. Ally Brown náði forystunni fyrir WBA á 8. mínútu, en Alan Brazil jafnaði metin skömmu síðar. Rétt fyrir hlé skoraði bakvörður- inn Brendan Batson glæsilegt 1. DEILD Aston Villa .16 23 7 6 64 35 53 IpHwich Town .16 21 10 5 71 31 52 We*t Bntmwlrh .17 17 11 8 5.136 47 Southampton 38 19 8 11 70 50 46 Livcrpool 35 1514 6 58.38 44 Nottintch. Forcst 37 17 10 10 57 40 44 Arwnal 37 1514 8 52 42 44 Tottrnh. Hota. 37 1113 10 6158 41 Manrh. Unltnl .18 11 18 9 45 .15 40 LwIh línitrd .17 16 7 14 37 45 .19 BirminKh. City 37 1311 134851 37 ManrhrHt.T City 37 12 10 15 49 54 34 Stoke Clty 37 9 16 12 42 55 34 MiddleahrouKh 36 14 5 17 18 50 33 Everton 36 12 8 16 19 50 32 Wolverhampton 36 12 816.18 46 32 Sunderland 37 12 7 18 16 47 31 Coventry Clty 37 11 818 1363 30 BrÍKhton 37 10 7 20 45 64 27 Norwlch City 37 10 7 20 41 67 27 Irfirester Clty 38 11 5 22 33 61 27 CryHtal Palaee 37 5 6 26 40 72 16 2. DEILD Weat llara .16 23 9 4 67 28 55 NottaCounty 35 15 14 6.19.12 44 Swanaea Clty 36 15 11 10 52 38 41 GrimshyTown 36 14 13 9 39 29 41 Blarkb. líoverH .16 13 15 8 37 29 41 Shefí. Wednend 35 16 8 11 46 37 40 Queenn P. HanK. 37 14 11 12 48 37 39 Luton Town 36 14 11 11 49 42 39 Derhy County 37 13 1311 50 48 39 Chelaea 37 14 10 134634 38 CarabridKe Unit. 36 16 6 14 45 49 38 Orlent 37 131014 48 46.16 Newcaatle Unit. .16 12 12 12 24 37 .16 Watlord 36 1210 14 42 41 34 Bolton Wand. 37 13 717 56 59 33 Oldham Athletir 37 10 13 14 35 45 33 Shrewab. Town 37 9 14 14 37 41 32 Wrexham 35 10 12 13 33 38 32 Cardllf Clty 36 11 9 16 39 53 31 Preaton 36 8 12 16 33 56 28 Brlatol Clty 37 6 14 17 25 45 26 Brlatol Rovers 37 5 12 20 31 57 22 skallamark, fyrsta mark hans á þessu keppnistímabili, og náði WBA þar með forystunni. Síðari hálfleikur var síðan vart hafinn, er Peter Barnes bætti við þriðja marki WBA. Hafði liðið nokkra yfirburði og ógnaði Ipswich aldrei sigrinum úr því sem komið var. Barist um UEFA-sætin Southampton náði sér vel á strik og lék Forest sundur og saman langtímum saman. Kevin Keegan skoraði fyrra mark Southampton strax á 18. mínútu leiksins, en Mick Channon bætti öðru marki við á 39. mínútu. Var það fyrsta mark sem Channon skorar í einar tíu vikur eða svo. Framherjar Southampton fóru illa með nokkur góð tækifæri önnur. Tottenham gekk ekkert í hag- inn í fyrri hálfleiknum gegn Everton, sem hafði tapað sex leikjum í röð, fram að laugar- deginum. Asa Hartford lék með Everton á ný eftir nokkuð lang- varandi meiðsl og hann skoraði fyrra mark Everton og átti síðan mikinn þátt í öðru markinu sem Imre Varadi skoraði. Argentínu- maðurinn Ricardo Villa kom inn á sem varamaður í síðari hálf- leik og breyttist allur leikur Tottenham um leið mikið til hins betra. Garth Crookes minnkaði muninn og síðan jafnaði Tony Galvin metin. Aðrir leikir Brighton sogaðist í enn meiri fallhættu er liðið tapaði á heimavelli sínum gegn Arsenal. John Hollins lék sinn fyrsta leik í 6 vikur og skoraði sigurmarkið á 34. mínútu. Leikurinn þótti afspyrnuslakur,- Palace féll endanlega á laug- ardaginn er liðið tapaði 0—1 á Old Trafford í Manchester. Uni- ted hafði mikla yfirburði í leikn- um, en þó kom sigurmarkið ekki fyrr en á 74. mínútú, er Mike Duxbury skoraði. United hefur nú tekið átta stig af síðustu tíu mögulegum og sýnt allt aðra og betri knattspyrnu heldur en fyrr í vetur. Svo illa hafa meiðsl Ieikmanna komið niður á Manchester-liðinu í vetur, að aðeins tveir leikmanna liðsins, þeir Arthur Albiston og Steve Coppell, hafa leikið alla leiki vetrarins. Leeds vann annan stórsigur sinn í röð, nú var það Coventry sem fékk 3—0 skell. Þetta var sjöundi tapleikur Coventry í röð og er liðið í alvarlegri fallhættu. Byron Stevenson skoraði fyrsta • Peter Withe skoraði tvivegis um helgina. markið og eina mark fyrri hálf- leiks meö fallegu langskoti á 23. mínútu leiksins. Yfirburðir Leeds voru miklir og í síðari hálfleik bættu þeir Derek Par- lane og Brian Flynn hvor sínu markinu við. Sunderland er einnig í tölu- verðri fallhættu og ekki batnaði staða liðsins við tapið gegn Wolverhampton. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en þá hafði heimaliðið mikla yfirburði. Hins vegar skoraði Andy Gray sigurmark Úlfanna rétt fyrir leikslok, eftir að hafa komið inn á sem varamaður nokkru áður. Norwich bætti stöðu sína mik- ið með því að sigra Manchester City af öryggi. MC virðist ekki Ieggja mikið á sig þessa dagana, eða eftir að liðið komst í undan- úrslit bikarkeppninnar. Nú fara leikmenn liðsins sér hægt, því enginn vill missa af bikarleikn- um vegna meiðsla. Norwich skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik, fyrst skoraði Mark Bar- ham á 13. mínútu og síðan bætti John McDowell síðara markinu við úr vítaspyrnu. Loks má geta sigurs Birming- ham gegn Middlesbrough. Það voru fastir iiðir eins og venju- lega hjá Boro, að tapa á útivelli. En leikurinn þótti æsispennandi og vel leikinn af hálfu beggja liða. Kevin Broadhurst skoraði sigurmark Birmingham á 72. mínútu, eftir að Tony Evans hafði náð forystunni fyrir liðið, en Charlie Bell jafnað. Nokkru áður en Broadhurst skoraði mark sitt endaði stórsókn ein hjá Boro með því að Charlie þessi Bell spyrnti firnafast í þverslá Birmingham-marksins. Slapp heimaliðið þar naumlega fyrir horn. 2. dcild: Bristol C. 3 (Hay, Mann, Mabb- utt) — Orient 1 (Jennings) Cambridge 2 (Fallon, O’NeiI) — Bolton 3 (Reid, Nicolik, What- more) Chelsea 0 — Cardiff 1 (Stevens) Preston 1 (Bruce) — Oldham 2 (Atkinson, Wylde) QPR 1 (Francis) — Grimsby 0 Sheffield Wed. 3 (Curran 2, Mirocevic) — Luton 1 (Ingram) Shrewsbury 1 (King) — Derby 0 Swansea 2 (Stevenson, L. James) — Blackburn 0 Watford 0 — Newcastle 0 West Ham 2 (Pike, Goddard) — Bristol Rovers 0 Með sigri sínum tryggði West Ham sér endanlega sæti í 1. deild næsta keppnistímabil. Yf- irburðir WH hafa verið miklir í 2. deildinni að þessu 9Ínni og ef litið er á stöðuna, þá má sjá, að liðið hefur nú tíu stiga forystu í deildinni. Knatt- spyrnu- úrslit Þýskaland. Engin breyting varð á toppi vestur-þýsku dcildarkeppn- inar i knattspyrnu um helg- ina, þar sem bæði Ilamburg- cr SV og Baycrn Munchen sigruðu i leikjum sinum um helgina. HSV sigraði For- tuna Dusseldorf i spennandi leik og Bayern sigraði Boch- um örugglega á útivelli. Atli Eðvaldsson og íélagar hans hjá Borussia Dortmund sigr- uðu 1860 Munchen á útivelli og skoraði Manny Burgsm- ullcr sigurmarkið i siðari háifleik. En úrslit urðu ann- ars sem hér segir: Duiaburg — B. Uerdingen 3—2 Bochum — Bayern Munchen 1—3 Nurnberg — B. Mönchengl. 2—0 Karlaruhe — FC Köln 1—1 B. Leverk. — Arm. Bielefeldt 2—0 Stuttgart — Schalke 04 3—0 Hamb. SV — Fort. Dusaeld. 2—1 1860 Munchen — B. Dortm. 0—1 Það var Ivan Buljan sem skor- aði sigurmark HSV er aðeins tvær minútur voru til leiksloka, en aðeins tveimur mínútum áður hafði Jakobs skorað sjálfsmark og jafnað metin fyrir Duaseldorf. Fyrata mark leiksins og fyrra mark HSV akoraði hins vegar Willy Reiman á 75. mínútu. Ba- yern lék Bochum sundur og sam- an, en það var engu að aíður heimaliðið sem náði óvænt for- y8tunni í leiknum með marki Tenhagen. Dieter Höness (2) og Udo Horsman skoruðu mörk Ba- yern. Förster, Allgower og Tuf- ecky skoruðu mörk Stuttgart gegn Schalke 04 og þeir Gelsdorf og ökland skoruðu mörk Leverkusen gegn Biele- feldt. Bierelorzer skoraði fyrra mark Nurnberg gegn Borussia Mönchengladbach og síðara markið var sjálfs- mark Henness. í leik Karls- ruhe og Kölnar náði Engels forystunni fyrir Köln, en síðan var Englendingurinn Tony Woodcock rekinn af leikvelli og skömmu síðar jafnaði Karlsruhe með marki Rudiger Bold. Tveir leikir fóru fram í þýsku bikarkeppninni, Kais- erslautern sigraði Eintrakt Braunschweig 3—2 og Ein- trakt Frankfurt sigraði Herhta Berlín 1—0. HSV hefur nú 41 stig, Bayern hefur 39 stig og Kaiserslautern og Stuttgart hafa 33 stig hvort félag. Frankfurt hefur 32 stig og síðan koma Dortmund og Köln með 29 stig hvort félag. Skotland Celtlc Aberdccn RanKcrn Dundcc Unltcd St. Mirrcn Airdrlc Partlck Thlstlc Morton llcarts Kilmarnock 31 23 3 5 77 31 19 31 17 9 5 57 24 43 31 14 10 7 54 30 38 31 15 8 8 57 34 38 31 14 8 9 4612 36 32 9 914 31 44 27 31 9 9 13 26 40 27 32 9 7 16 32 53 25 32 15 6 21 24 63 16 32 4 7 20 21 63 15 Góður sigur ÍA Boltinn er heldur betur farinn að rúlla og um helgina fóru fram tveir lcikir i Litlu Bikarkeppn- inni i knattspyrnu. Skagamenn sigruðu Hauka 2—0 á Kapla- krikavelli með mörkum Ástvalds Jóhannessonar og Guðbjörns Tryggvasonar, en í Kópavogi skildu lið UBK og ÍBK jöfn, 1 — 1 og jafnaði nýi leikmaður IJBK, Jón Einarsson, metin fyrir lið sitt. Þá fór fram einn athyglis- verður æfingarlcikur um helg- ina, Víkingur sigraði Fram 4—2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.